Síða 3 af 5

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 23:45:27
eftir Sverrir

Re: Viper Jet

Póstað: 17. Maí. 2010 23:56:06
eftir Sverrir
Hæðarstýrin að klárast, notaði 8411 servó, meira pláss í Kinder eggi, sumir hafa náð að troða 8711/8911 servóum þarna inn.
Mynd



Mælar og áfylling fyrir hjólabúnað og bremsur.
Mynd

Svo voru nýju leggirnir settir undir, smá vinna að ná þeim gömlu í sundur þar sem Skymaster voru með ansi svakalegt gengjulím(epoxy sýndist mér), ég þurfti að fara með snitttappa til að hreinsa úr gengjunum. En maður vill svo sem ekki að hjólin stingi af í brautarbruni. ;)
Mynd

Því næst var byrjað á öðrum vængnum, svo var bara að endurtaka fyrir seinni vænginn!
Mynd

Déjà vu...
Mynd

Smá carbon plata til að dreifa álaginu betur um vænginn.
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 00:50:20
eftir INE
Hverskonar servo ertu með í vængjunum?

Kveðja,

Ingólfur

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 09:58:00
eftir Sverrir
8411 og 8611a, hefði verið með 8411 í öllu, nema rudder þar er 8711, en þar sem ég átti 8611 servóin þá var um að gera að nota þau.

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 13:05:13
eftir Sverrir
Hér sést hvernig er umhorfs innan í vængnum, það sem er merkt sem „very tiny passage“ er ca. 2-3mm gat. Það er ekki endastopp á túbunni fyrir vængjarörið svo það hefði ekki verið gaman að fara þá leið með neitt mikilvægt nema festa það ansi vel niður og þá hefði verið vandræði að koma alvöru skurðargræjum að, þar sem svörtu þykku strikin eru krossviður.
Mynd

5mm bolti og vængjaró.
Mynd

Nokkrum andartökum síðar... jæja örlítið meira en nokkrum. :P
Mynd

Eftir smá yfirlegu og pælingar þá varð þessi staðsetning fyrir valinu fyrir hraðtengin á loftslöngurnar. Þeim var fyrst tyllt með epoxy og samsetningin prófuð.
Mynd

Og eftir að allt reyndist virka vel var Hysol notað til að halda öllu saman.
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 20:28:07
eftir Sverrir
Við þurfum rafmagn, bæði fyrir servó og svo mótor, 12A klár í slaginn!
Mynd

Þá var bara að setja ljós í vængina og víra, ásamt því að ganga frá plastinu yfir þau.
Mynd

Eitt...
Mynd

Og tvö!
Mynd

Þau eru sæmilega sterk, alla veganna ekki ráðlagt að horfa beint í þau.
Mynd

Ættu vonandi að sjást í aðfluginu! :cool:
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 22:04:21
eftir Sverrir
Og hér sést tilbúinn vængur, eða vængrót, það vantar aðeins að festa vængendana en það tekur bara nokkrar mínútur.
Mynd

Prófaði að fóðra holuna í servóarminum með Hysol, lofar góðu, kemur þó betur í ljós í fyrstu flugunum hvernig það heldur.
Mynd

Re: Viper Jet

Póstað: 18. Maí. 2010 23:14:50
eftir INE
Eru ljósin tengd hjólunum eða ertu með þau á sér rás?

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Viper Jet

Póstað: 19. Maí. 2010 00:17:03
eftir Sverrir
Frummyndin er alltaf með kveikt á tveimur og svo bætast tvö við fyrir lendingu. Þannig að hugmyndin er að láta hjólarásina sjá um að svissa lendingarljósunum á.

Re: Viper Jet

Póstað: 19. Maí. 2010 14:56:28
eftir Sverrir
Kassi var límdur fram í nef til að loka nefhjólið af og fá hillu fyrir rafhlöðurnar.
Mynd

Hér er búið að loka af vírana sem liggja upp í stél, í framhaldi af því var gengið frá mótornum og pípunni.
Mynd

Nóg af snúrum af öllum stærðum og gerðum!
Mynd

Efst eru lofttankar fyrir hjólin og neðst til hægri fyrir bremsurnar.
Mynd