Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?
Póstað: 20. Ágú. 2010 22:50:51
Það er ekkert sem setur menn jafn kyrfiulega í andstæða hópa í hobbíinu en JR versus Futaba notendur , gaman að því. Ég hef verið Futaba notandi, næstum frá upphafi (Fyrsta fjarstýringin mín var 4 rása Breskt, ED eða eitthvað svoleiðis 1961 eða 2 ) en ég eignaðist Robbe 1979 en það er nú bara Futaba í Þýskum jakkafötum, á það enn.
Ég á líka Það dýrasta sem Futaba bjó til í kringum 1987 eða svo, á hana líka enn. Nota núna miðlungs klassa af Futaba en keypti nýlega Spectrum modúlu á það sem virka vel, ástæðan fyrir þeim kaupum ver sú helst að ég krassaði ágætis patternvél með YS-140 og öllum pakkanum af því að ég gleymdi að draga út loftnetið........ Það er semsagt ýmislegt gott við 2,4G.
Ég hef nú samt sem áður haldið því fram lengi að sennilega séu bestu græurnar frá Multiplex í Þýskalandi http://www.multiplex-rc.de/
Þessir þýsku snillingar hafa í gegnum tíðina fundið upp mest af því besta sem gert hefur verið í fjarstýringum, t.d. PSM, Failsafe etc. Ef maður alveg hlutlaust og án fordóma, skoðar þetta tæki þá er það langt fyrir ofan Japanska dótið á nánast öllum sviðum.
Ráðleggja mönnum um kaup ? Ef maður á fullt af aukapening sem maður hefur ekkert að gera við, þá getur maður bara keypt það dýrasta.
Mín skoðun er samt sú að það sem skiptir mestu máli eru gimblarnir, i.e. stýripinnarnir, að þeir séu góðir Innvolsið er minna mál svo fremi sem helstu mixingar séu fyrir hendi í hugbúnaðnum. Þegar skoðaður er kostnaður þá held þeg að það sé betra að nota eitthvað af fjármagninu sem fyrir hendi er í betri servo og rafmagnsbúnað en í súper sendi með fídusum sem flestir okkar nota aldrei.
Ef að ég væri í þessum hugleiðingum núna myndi ég skoða alvarlega Hitec Aurora 9
http://www.hitecrcd.com/products/transm ... -4ghz.html
Þetta er á miðlungs verði, og varla það, þeir hafa verið að selja þetta tæki á $ 3-400.00 sem er ekkert verð miðað við hvað er verið að bjóða uppá. M.a. þá er sendirinn með móttakara og með móttökurum sem eru með senda !!! þannig að þú getur fengið battrí status, snúningshraða mótorhita etc. etc. sent niður í sendirinn ! .
Ef menn eru að pæla í því hvað Hitec hefur að gera í radío bransann, þá held ég að ég sé ekki að fara með neina vitleysu, að Hitec keypti Multiplex í þýskalandi fyrir ári eða tveim, svo þeir hafa flotta þekkingu innanhúss.
Semsagt þá myndi ég frekar kaupa svona tæki og helling a topp servóum og móttökurum fyrir afganginn,en að kaupa premium gerðir af JR eða Futaba fyrir yfir 2000 dollara (Futaba K-9400)
Að lokum, hvort sem við erum að spá í nýtt eða í að kaupa 2.4G módúlur í eldri tæki t.d. Futaba eða JR, þá er vert að muna að það eru misjafnar gerðir af móttökurum, ólík radíó tækni eftir framleiðanda, sem ekki er hægt að nota á milli mismunandi tegunda af sendum. maður situr semsagt uppi með það kerfi sem maður velur í upphafi og það er veruleg fjárfesting í móttökurum, svona 100 til 400 dollara + per stykki .
Ég á líka Það dýrasta sem Futaba bjó til í kringum 1987 eða svo, á hana líka enn. Nota núna miðlungs klassa af Futaba en keypti nýlega Spectrum modúlu á það sem virka vel, ástæðan fyrir þeim kaupum ver sú helst að ég krassaði ágætis patternvél með YS-140 og öllum pakkanum af því að ég gleymdi að draga út loftnetið........ Það er semsagt ýmislegt gott við 2,4G.
Ég hef nú samt sem áður haldið því fram lengi að sennilega séu bestu græurnar frá Multiplex í Þýskalandi http://www.multiplex-rc.de/
Þessir þýsku snillingar hafa í gegnum tíðina fundið upp mest af því besta sem gert hefur verið í fjarstýringum, t.d. PSM, Failsafe etc. Ef maður alveg hlutlaust og án fordóma, skoðar þetta tæki þá er það langt fyrir ofan Japanska dótið á nánast öllum sviðum.
Ráðleggja mönnum um kaup ? Ef maður á fullt af aukapening sem maður hefur ekkert að gera við, þá getur maður bara keypt það dýrasta.
Mín skoðun er samt sú að það sem skiptir mestu máli eru gimblarnir, i.e. stýripinnarnir, að þeir séu góðir Innvolsið er minna mál svo fremi sem helstu mixingar séu fyrir hendi í hugbúnaðnum. Þegar skoðaður er kostnaður þá held þeg að það sé betra að nota eitthvað af fjármagninu sem fyrir hendi er í betri servo og rafmagnsbúnað en í súper sendi með fídusum sem flestir okkar nota aldrei.
Ef að ég væri í þessum hugleiðingum núna myndi ég skoða alvarlega Hitec Aurora 9
http://www.hitecrcd.com/products/transm ... -4ghz.html
Þetta er á miðlungs verði, og varla það, þeir hafa verið að selja þetta tæki á $ 3-400.00 sem er ekkert verð miðað við hvað er verið að bjóða uppá. M.a. þá er sendirinn með móttakara og með móttökurum sem eru með senda !!! þannig að þú getur fengið battrí status, snúningshraða mótorhita etc. etc. sent niður í sendirinn ! .
Ef menn eru að pæla í því hvað Hitec hefur að gera í radío bransann, þá held ég að ég sé ekki að fara með neina vitleysu, að Hitec keypti Multiplex í þýskalandi fyrir ári eða tveim, svo þeir hafa flotta þekkingu innanhúss.
Semsagt þá myndi ég frekar kaupa svona tæki og helling a topp servóum og móttökurum fyrir afganginn,en að kaupa premium gerðir af JR eða Futaba fyrir yfir 2000 dollara (Futaba K-9400)
Að lokum, hvort sem við erum að spá í nýtt eða í að kaupa 2.4G módúlur í eldri tæki t.d. Futaba eða JR, þá er vert að muna að það eru misjafnar gerðir af móttökurum, ólík radíó tækni eftir framleiðanda, sem ekki er hægt að nota á milli mismunandi tegunda af sendum. maður situr semsagt uppi með það kerfi sem maður velur í upphafi og það er veruleg fjárfesting í móttökurum, svona 100 til 400 dollara + per stykki .