Síða 3 af 3

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 20. Ágú. 2010 22:50:51
eftir Olddog
Það er ekkert sem setur menn jafn kyrfiulega í andstæða hópa í hobbíinu en JR versus Futaba notendur :-) , gaman að því. Ég hef verið Futaba notandi, næstum frá upphafi (Fyrsta fjarstýringin mín var 4 rása Breskt, ED eða eitthvað svoleiðis 1961 eða 2 ) en ég eignaðist Robbe 1979 en það er nú bara Futaba í Þýskum jakkafötum, á það enn.

Ég á líka Það dýrasta sem Futaba bjó til í kringum 1987 eða svo, á hana líka enn. Nota núna miðlungs klassa af Futaba en keypti nýlega Spectrum modúlu á það sem virka vel, ástæðan fyrir þeim kaupum ver sú helst að ég krassaði ágætis patternvél með YS-140 og öllum pakkanum af því að ég gleymdi að draga út loftnetið........ Það er semsagt ýmislegt gott við 2,4G.

Ég hef nú samt sem áður haldið því fram lengi að sennilega séu bestu græurnar frá Multiplex í Þýskalandi http://www.multiplex-rc.de/

Þessir þýsku snillingar hafa í gegnum tíðina fundið upp mest af því besta sem gert hefur verið í fjarstýringum, t.d. PSM, Failsafe etc. Ef maður alveg hlutlaust og án fordóma, skoðar þetta tæki þá er það langt fyrir ofan Japanska dótið á nánast öllum sviðum.

Ráðleggja mönnum um kaup ? Ef maður á fullt af aukapening sem maður hefur ekkert að gera við, þá getur maður bara keypt það dýrasta.
Mín skoðun er samt sú að það sem skiptir mestu máli eru gimblarnir, i.e. stýripinnarnir, að þeir séu góðir Innvolsið er minna mál svo fremi sem helstu mixingar séu fyrir hendi í hugbúnaðnum. Þegar skoðaður er kostnaður þá held þeg að það sé betra að nota eitthvað af fjármagninu sem fyrir hendi er í betri servo og rafmagnsbúnað en í súper sendi með fídusum sem flestir okkar nota aldrei.

Ef að ég væri í þessum hugleiðingum núna myndi ég skoða alvarlega Hitec Aurora 9

http://www.hitecrcd.com/products/transm ... -4ghz.html

Þetta er á miðlungs verði, og varla það, þeir hafa verið að selja þetta tæki á $ 3-400.00 sem er ekkert verð miðað við hvað er verið að bjóða uppá. M.a. þá er sendirinn með móttakara og með móttökurum sem eru með senda !!! þannig að þú getur fengið battrí status, snúningshraða mótorhita etc. etc. sent niður í sendirinn ! .

Ef menn eru að pæla í því hvað Hitec hefur að gera í radío bransann, þá held ég að ég sé ekki að fara með neina vitleysu, að Hitec keypti Multiplex í þýskalandi fyrir ári eða tveim, svo þeir hafa flotta þekkingu innanhúss.

Semsagt þá myndi ég frekar kaupa svona tæki og helling a topp servóum og móttökurum fyrir afganginn,en að kaupa premium gerðir af JR eða Futaba fyrir yfir 2000 dollara (Futaba K-9400)

Að lokum, hvort sem við erum að spá í nýtt eða í að kaupa 2.4G módúlur í eldri tæki t.d. Futaba eða JR, þá er vert að muna að það eru misjafnar gerðir af móttökurum, ólík radíó tækni eftir framleiðanda, sem ekki er hægt að nota á milli mismunandi tegunda af sendum. maður situr semsagt uppi með það kerfi sem maður velur í upphafi og það er veruleg fjárfesting í móttökurum, svona 100 til 400 dollara + per stykki .

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 20. Ágú. 2010 23:03:10
eftir Páll Ágúst
:P Hann er búinn að panta stýringuna á HK.
Svo líst mér vel á spektrum 6 rása og upp úr :)

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 20. Ágú. 2010 23:47:39
eftir Guðjón
Já Ágætur félagi minn er einmitt með 16r. Multiplex hann er mjög ánægður með hana.. :)

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 21. Ágú. 2010 00:31:53
eftir Sverrir
[quote=Olddog]Ef menn eru að pæla í því hvað Hitec hefur að gera í radío bransann, þá held ég að ég sé ekki að fara með neina vitleysu, að Hitec keypti Multiplex í þýskalandi fyrir ári eða tveim, svo þeir hafa flotta þekkingu innanhúss.[/quote]
Aðeins lengra síðan, Hitec keypti gamla manninn út í árslok 2002. :)

Nýjan áttan frá Spektrum lítur líka þokkalega vel út ef menn eru að skoða þessar stærðir.

Svo má ekki gleyma Weatronic ef menn fara module leiðina, þeir tilkynntu reyndar um samstarf við Graupner fyrir skömmu svo hver veit nema þeir fari að koma út með sendi.

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 21. Ágú. 2010 16:58:40
eftir Olddog
2002!!! svakalega líður tíminn, mér fannst ég hefði verið að lesa þetta fyrir par árum. En það verður fróðlegt að sjá hvort tækni frá Multiplex fái hljómgrunn hja U.S. kaupendum í gegnum Hitec vörumerkið og útlit sem líkist því Japanska. Það er áhugavdert að skoða hvernig menn ríghalda í hópsálina, menn telja að ástæðan fyrir lélegri sölu á Multiplex Royal Evo í Bandaríkjunum hafi verið "óhefðbundið" útlit. Þetta "techno complicated look" frá JR og Futaba þykir flottara, meira töff í samanburði við þetta hreina og einfalda útlit sem er á Multiplex, og að það hafi dregið úr sölumöguleikum.

Nú er Hitec Aurora9 með þessu tecno looki sem er visælt hjá öllum hinum og nokkuð stórum skjá neðan á sendinum. Multiplex er aftur á móti með skjáinn ofaná tækinu og þá kemur spurningin, þorði Hitec ekki að hafa stórann fínan skjá okaná tækinu sem er raunhæfasta staðsetningin þegar tekið er tillit til að þetta er sendir sem tekur á móti upplýsingum úr móttakaranum og birtir á skjánum á sendinum, i.e. í flugvélinni er sendir sem sendir upplýsingar í sendirinn(signalling dowlod) og hann birtir á skjánum.Það er nokkuð ljóst að þessar upplýsingar eru ónothæfar ef það er ekki auðvelt að lesa þær af skjánum þegar verið er að fljúga. Það er augljóslega auðveladara að lesa af skjá sem er efst á sendinum þannig hægt er að lyfta honum í augnhæð og láta augun falla af módelinu augnablik niður á skjáinn.

Annars er þetta áhugaverð þróun sem er að eiga sér stað með svona "duplex" sendingar, t.d. flott að geta fengið píp úr sendinum þegar módelið er farið að nálgast stall hraðann, svona með pípi sem eykur tíðnina eftir því sem nær stall er farið, einsog bakkvörnin á bílnum. ;-)

Re: Hvernig stýringu á ég að fá mér?

Póstað: 24. Ágú. 2010 21:22:37
eftir Guðjón
Og hún er komin aftur 100+ og búið að lækka hana niður í 54$