Síða 3 af 4

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 4. Nóv. 2010 00:12:59
eftir Sverrir
[quote=Agust]JustEngines er með Tachometer fyrir kveikju (sjá neðstá síðunni):

http://www.justengines.co.uk/acatalog-c ... 21JWIGTEST[/quote]
Þetta er sama græjan bara ekki í boxi.

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 4. Nóv. 2010 00:21:13
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Hin er nú meira svona bara til að viðhalda orðsporinu sem Wesserbisser... ;)[/quote]
Wesserbisser er það! ;)

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 4. Nóv. 2010 15:50:21
eftir Björn G Leifsson
Bradsnidugt ad hafa snuningshradamaeli innbyggdan. Kannski madur panti svona fra J.E. til ad hafa i Fjosamanninum og Superköbbinum.
Gott ad hafa svona vinnumann en hann vill nu abyggilega ekki vinna fyrir svona wesserbissera sem vilja gera allt sjalfir :D

Hvernig er thad, ef madur vill ekki gera staerdar holu til ad sleppa ut lofti, kemur tha til greina ad loka einhverju ad framan?

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 4. Nóv. 2010 15:54:37
eftir Sverrir
Þeir nefna reyndar í leiðbeiningunum að ef það er ekki sér snúra fyrir snúningshraðamæli þá eigi ekki að fljúga með hann tengdann.

Um að gera að loka því sem hægt er að loka. Það er líka verið að hugleiða aðrar lausnir fyrir innsogið svo það gæti verið mögulegt að loka því gati líka.

Mynd

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 4. Nóv. 2010 17:30:52
eftir Björn G Leifsson
Öh.. tók ekki eftir þessum balsatappa í annarri nefborunni. Mér varð á að hugsa um þetta með stærðina á götum af því að ég lenti einu sinni í veseni sem sennilega var út af þessu.


En þá vandast jú málið með kveikjuna, ef maður á að vera að vera með þetta í og úr sambandi. Þá er freistandi að setja rofa en þeir eru jú þekktir fyrir að bilanog ekki vill maður hafa allt of marga þætti í kerfinu sem geta gefið sig... hmmm... best svoleiðis að vera með sérútbúna kveikju.

Annars er annað sem manni dettur í hug. Maður getur jú keypt Hall-effect sensor hjá J.E. og bætt við til að tengja við snúningsmælinn. Sá þarf jú ekki að vera staðsettur sérstaklega, bara skynja þegar segullinn fer framhjá.

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 5. Nóv. 2010 14:26:11
eftir Agust
Takk fyrir sýninguna á fundinum í gær. Svaka flott :-)

Hvaða Kínverji er það sem selur svona gripi?

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 5. Nóv. 2010 14:51:19
eftir Sverrir
Tony vinur okkar hjá Pilot-RC.

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 5. Nóv. 2010 17:06:52
eftir INE
[quote=Agust]Takk fyrir sýninguna á fundinum í gær. Svaka flott :-)

Hvaða Kínverji er það sem selur svona gripi?[/quote]
Tony er mjög svo þægilegur að eiga við - hann er tiltölulega fljótur að svara póstum og ef að það er hringt í hann þá talar hann prýðis ensku. Muna bara að það er 8 klukkutíma mismunur, þeas Tony er 8 tímum á undan okkur :)

Tony Tan
President
Pilot-RC Inc.
Add:No.34, Chengnan ER Rd, Zhongshan City,Guangdong Province,528400 China.
TEL:+86 760 88781293
FAX:+86 760 88780293
MOBILE:+86 13702453450
EMAIL:pilot-rc@139.com,pilot-rc@hotmail.com
Web:www.pilot-rc.com


Kveðja,

Ingólfur.

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 6. Nóv. 2010 09:51:49
eftir Agust
Segið mér spekingar:

Er gert ráð fyrir að hægt sé að nota canister hljóðdeyfi á 25% útgáfunni ?


Hér stendur reyndar "Fuselage is set up for canister installation", en ég sá það ekki á vélinni í fyrrakvöld:

http://www.troybuiltmodels.com/items/PRCSBACH25.html

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 6. Nóv. 2010 20:22:33
eftir Sverrir
Þú gætir sennilega komið pípu fyrir en mér finnst mjög hæpið að það sé pláss fyrir kút, það eru alla veganna ekki lokuð göng í skrokknum.