Aerofly 5 flughermirinn ???

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Agust »

Skjákortið sem ég er með er svona http://www.nvidia.com/object/product_ge ... 10_us.html. Ég held það hljóti að vera alveg nóg fyrir simmann því ég notaði lengst af IBM T41P kjölturakka með ca 1400x1000 skjá með góðum árangri fyrir AFPD flugherminn.

Þegar ég prófaði nýju vélina fyrst með Photoshop var ég að fikta með Topaz Adjust plugin sem tók amk 10 sek að vinna á gömlu IBM tölvunni. Nú hélt ég fyrst að forritið væri bilað því ég sá ekkert gerast. ... Það bara gerðist á einu litlu augnabliki eins og Sigmundur Ernir hefði orðað það. Svo litlu að ég varð ekki var við neitt :-)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Gunnarb »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gunnarb]Sælir strákar.

Keypti mér Aerofly 5 núna um áramótin (þar sem þetta er eini simminn sem keyrir á alvöru stýrikerfi :-) Ég verð að segja eins og er að ég var kannski búinn að sannfæra mig um að þetta hlyti að vera mikið betra. Ég var að keyra gamla útgáfu af Realflight og hefði allt eins geta notað hana áfram. Ekki misskilja mig - þetta er fínn simmi og flott grafík, en það hafði gamli realflight líka ...

-Gunnar[/quote]
Uh... á nú vont með að trúa því að það sé ekki talsverður munur á flugeiginleikum. Gamli Realflightin sem ég átti einu sinni var skelfilegur í samanburði við Aerofly Pro.

Ojæja.... hlakka til að keyra minn á íþróttanammiferðavélinni minni. Verður fróðlegt að sjá hvort hún ræður við mest krefjandi stillingarnar.[/quote]
Ég get næstum lofað þér því að ferðaeplið ræður ekki við mest krefjandi stillingarnar. Ég er með Imac quad-core og hún höktir þegar ég keyri í HD með mesta detail á öllu :-) Það leið því miður langt á milli þess að ég flaug G4 vs. Aerofly5, þannig að samanburðurinn var ekki vísindalegur með þetta hlið við hlið - ég átti amk. von á meiri mun. En að því sögðu er þetta frábær simulator...
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Haraldur »

Væri ekki upplagt að þeir sem eiga Aerofly 5 eða 5.5 kíki með hann á næsta Þyts fund sem er n.k. fimmtudag og leyfi okkur hinum að prófa og sjá.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gunnarb]...

Ég get næstum lofað þér því að ferðaeplið ræður ekki við mest krefjandi stillingarnar. Ég er með Imac quad-core og hún höktir þegar ég keyri í HD með mesta detail á öllu :-)[/quote]
Á heldur ekki von á því, það virðist þurfa ansi "heitt" teiknikort í tölvurnar til að komast á æðsta stigið.
Ferðavélin mín er með i5 2ja kjarna örgjörva og NVIDIA GeForce GT 330M skjákorti.
Hvað það þýðir í þessu sambandi hef ég ekki mikla hugmynd um en mig grunar að hin aumu 256Mb VRAM á skjákortinu sé ansi takmarkandi.
Verður líka fróðlegt að prófa í stórri myndvinnslutölvu sem ég hef aðgang að.

[quote]Það leið því miður langt á milli þess að ég flaug G4 vs. Aerofly5, þannig að samanburðurinn var ekki vísindalegur með þetta hlið við hlið - ég átti amk. von á meiri mun. En að því sögðu er þetta frábær simulator...[/quote]
Mín Realflight var nú mun eldri en þetta svo mínar (slæmu) minningar eiga kannski ekki við, Realflight fór jú verulega batnandi með G3-4

Hvernig sem því líður þá er nú tilgangurinn ekki að sjá æsileg raunveruleikatöfrabrögð nútíma tölvumyndmótunar heldur æfa sig í módelflugi. Til þess má vélin alveg eins vera frumstæð í útliti, og landslagið ómerkilegt, bara ef hreyfingar og viðbrögð eru sem eðlilegust.

Ég hlakka mikið til að geta æft mig á kvöldin í þessum blessuðu útilegum mínum.


[quote=Haraldur]Væri ekki upplagt að þeir sem eiga Aerofly 5 eða 5.5 kíki með hann á næsta Þyts fund sem er n.k. fimmtudag og leyfi okkur hinum að prófa og sjá.[/quote]
Takk kærlega fyrir að minna mig á. Ég var ekki búinn að átta mig á að það væræi fundur í vikunni. Ég reyni að mæta, en er þó hermislaus ennþá.

Sjáumst á fimmtudag.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Haraldur »

Tilgangurinn með allri þessari flottu grafík er að líkja raunveruleikanum sem mest. Þannig venst maður á að sjá í tölvunni sinni það sem maður sér úti á velli. Og að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að vélin hegði sér eins í herminum eins og hún gerir í raunveruleikanum.

T.d. það sem mér finnst gott við RealFlightG5.5 er að í honum er ég með flugvélar sem eru nákvæmlega eins útlítandi í mínar vélar. Sama litaskema og allt. Þannig venst ég því að horfa á vélar sem líta eins út. Og ekki skemmir fyrir að þær hegða sér 95% eins og alvöruvélin.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aerofly 5 flughermirinn ???

Póstur eftir Agust »

Fyrir nokkrum árum bjó ég til hálfkúlupanorama af litla flugvellinum mínum í sveitinni, og flaug þar töluvert í AeroflyProDeluxe AFPD. Hefur enginn búið til svona lagað af örðrum flugvöllum?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara