Ég held að þetta hafi verið besti aðfangadagur í marga áratugi, þó að Gígur hafi komist inn í búr og étið á tveim mínútum hangikjöt sem átti að duga fimm manns í tvö mál og rúmlega það.
Gummi Haralds kíkti inn seinnipartinn í dag og færði mér jólagjöf. Þegar ég tók hana upp kom í ljós partur af flugvélinni sem ég er að smíða. Raunverulegur forngripur, stríðsminjar:
Þetta virðist vera hluti af einhverju stýrinu, en ég á eftir að ræða þetta nánar við Gumma. Ég get ekki ímyndað mér hvar eða hvernig hann kom höndum yfir þetta, en ég hef ekki fengið margar betri gjafir en þetta.
Heinkel He 111 F8+GM
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Dave Rawlings sýnir bætta vængfestingu á RC Scale Builder, og ég prófaði að herma það eftir honum, en það var engin leið að koma skrúfum í, ekki einu sinni þó ég reyndi að nota sexkant með kúlu. Því ákvað ég að herma vængfestingar eftir Merlin Graves, sem líka skrifar á RCSB.
Ég boraði 3mm gat í 40mm langa kubba og límdi gaddaró í annan endann á þeim. Síðan sagaði ég kubbana við 45° horn:
Síðan boraði ég vel rúm göt á rifin á réttum stað og festi kubbana, hvorn sínu megin:
Nú er vængurinn regluega vel festur á. Nú þarf ég bara að setja flipana á botninn á vængnum sem festa hann saman þar.
Eini gallinn við þetta er að nú verða tvö ílöng göt á hvorum væng sem ættu í rauninni ekki að vera þar.
Ég boraði 3mm gat í 40mm langa kubba og límdi gaddaró í annan endann á þeim. Síðan sagaði ég kubbana við 45° horn:
Síðan boraði ég vel rúm göt á rifin á réttum stað og festi kubbana, hvorn sínu megin:
Nú er vængurinn regluega vel festur á. Nú þarf ég bara að setja flipana á botninn á vængnum sem festa hann saman þar.
Eini gallinn við þetta er að nú verða tvö ílöng göt á hvorum væng sem ættu í rauninni ekki að vera þar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ekkert mál með götin - þú bara dulbýrð þau sem skotgöt...
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Hvað er að frétta af þessari Gaui ? Er ekkert verið að smíða ?
Í pásu
Kveðja Jónas J
Kveðja Jónas J
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Það orðið langt síðan ég póstaði inn á þennan þráð, en ég er búinn að smíða smávegis, þó ég hafi nú ekki alltaf tekið nóg af myndum. Ég hef líkma verið smá bissí að kenna smíðar tvisvar í viku í Slippnum -- en það er önnur saga. Ég er búinn að ákveða að nota ekki rafmagn -- mér finnst það alltof dýrt og ekki sniðugt að gera tilraunir með það á þessu módeli. Ég ætla að fá mér tvo OS .45 mótor og hafa glóoðarbatterí á þeim. Það ætti að duga til að halda uppi hitanum.
Ég setti saman hallastýrin og flapana. Þetta eru með flóknustu stýrum sem ég hef sett saman, eða það hélt ég þangað til ég byrjaði á stélinu, en nóg um það á eftir:
Ég ákvað að reyna ekki að fara eftir teikningunni með hornið í hallastýrinu, enda kemur í ljós að það getur bara ekki gengið. Þess vegna smíðaði ég venjulegt horn úr fíberplötu og límdi við ballansinn á stýrinu:
Síðan setti ég neðra skinnið á miðjuna:
og setti flapaservóið á sinn stað:
og servóið fyrir hallastýrið:
Stöngin úr servóinu í hallastýrið er þannig að hún getur snúist, svo ég setti balsa stangir við hliðnina á henni til að koma í veg fyrir það. Svo límdi ég á sinn stað umgjörðina fyrir lokið ofan á servóinu:
Ég límdi koparrör fyrir boltana sem halda vængnum saman:
Þá gat ég farið að líma skinnið neðan á ytri hluta vængsins:
Nú ákvað ég að setja stélið saman og þá uppgötvaði ég að þar voru flóknustu módelpartar sem um getur. Bara stélflöturinn einn og sér er settur saman úr hátt í fimmtíu aðskildum pörtum. Hér er annar helmingur hans rétt að byrja:
Ég trassaði myndatökur við þessa smíði, svo það er ekkert meira til að sýna nema fullsmíðaða hluti. Hér er stélkamburinn og hliðarstýrið:
og hér er annar helmingur stélflaratins og hæðarstýrið:
Ég ákvað að styrkja lamirnar í hæðarstýrið meira en sýnt er á teikningunni. Auk þess að setja 3mm balsa ofan og neðan á lamirnar, þá setti ég líka harðast 1,5mm balsa sem ég fann utan á lamirnar. Þannig fékk ég 6mm þykkar og sterkar lamir. Að lokum límdi ég gula innra rörið sem er innan í stýrinu líka í lamirnar til að fá sterkari slitflöt. Ég geri líkast til eins á hliðarstýrinu:
Sjáumst seinna.
Ég setti saman hallastýrin og flapana. Þetta eru með flóknustu stýrum sem ég hef sett saman, eða það hélt ég þangað til ég byrjaði á stélinu, en nóg um það á eftir:
Ég ákvað að reyna ekki að fara eftir teikningunni með hornið í hallastýrinu, enda kemur í ljós að það getur bara ekki gengið. Þess vegna smíðaði ég venjulegt horn úr fíberplötu og límdi við ballansinn á stýrinu:
Síðan setti ég neðra skinnið á miðjuna:
og setti flapaservóið á sinn stað:
og servóið fyrir hallastýrið:
Stöngin úr servóinu í hallastýrið er þannig að hún getur snúist, svo ég setti balsa stangir við hliðnina á henni til að koma í veg fyrir það. Svo límdi ég á sinn stað umgjörðina fyrir lokið ofan á servóinu:
Ég límdi koparrör fyrir boltana sem halda vængnum saman:
Þá gat ég farið að líma skinnið neðan á ytri hluta vængsins:
Nú ákvað ég að setja stélið saman og þá uppgötvaði ég að þar voru flóknustu módelpartar sem um getur. Bara stélflöturinn einn og sér er settur saman úr hátt í fimmtíu aðskildum pörtum. Hér er annar helmingur hans rétt að byrja:
Ég trassaði myndatökur við þessa smíði, svo það er ekkert meira til að sýna nema fullsmíðaða hluti. Hér er stélkamburinn og hliðarstýrið:
og hér er annar helmingur stélflaratins og hæðarstýrið:
Ég ákvað að styrkja lamirnar í hæðarstýrið meira en sýnt er á teikningunni. Auk þess að setja 3mm balsa ofan og neðan á lamirnar, þá setti ég líka harðast 1,5mm balsa sem ég fann utan á lamirnar. Þannig fékk ég 6mm þykkar og sterkar lamir. Að lokum límdi ég gula innra rörið sem er innan í stýrinu líka í lamirnar til að fá sterkari slitflöt. Ég geri líkast til eins á hliðarstýrinu:
Sjáumst seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Held ég sé farinn að skilja þegar þú talaðir um flókna smíði, greinilega alvöru fullorðins módel hér á ferð.
En án þess að ég sé að skipta mér af varðandi val á mótorum, þá var einn kappi á RC Scalebuilder sem póstaði mynd af einni svona Heinkel með O.S. 70 O.S 52 fjórgengis mótorum, þeir smellpössuðu undir vélarhlífina í uppréttri stöðu. Man nú reyndar ekki eftir hvort hann notaði Pitts hljóðkúta, en allt leit þetta skalalega út án þess að fórna kælingu og skera vélarhlífarnar í spað.
Hér er hlekkur á þann smíðaþráð.
En án þess að ég sé að skipta mér af varðandi val á mótorum, þá var einn kappi á RC Scalebuilder sem póstaði mynd af einni svona Heinkel með O.S. 70 O.S 52 fjórgengis mótorum, þeir smellpössuðu undir vélarhlífina í uppréttri stöðu. Man nú reyndar ekki eftir hvort hann notaði Pitts hljóðkúta, en allt leit þetta skalalega út án þess að fórna kælingu og skera vélarhlífarnar í spað.
Hér er hlekkur á þann smíðaþráð.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams