Nú er ég búinn að nota fjarstýringuna í nokkurn tíma, en reyndar ekki nema í einni flugvél, þ.e. Ultra Stick 25 rafmagnsvél með flöpsum. Ég var reyndar búinn að lesa mjög góða lýsingu Lárusar hér fyrir framan, en samt hefur þessi fjarstýring komið mér skemmtilega á óvart. Það sem mér hefur líkað einstaklega vel er meðal annars:
1) Uppsetning á módeli er makalaust einföld. Hálfgert gluggaumhverfi eins og í Mac/PC. Snertiskjár og nóg að benda á það sem maður vill gera. Fjarstýringin spyr mann nokkurra spurninga og þá er grunnuppsetningin klár og manni sagt hvernig tengja eigi servóin. Nokkurn vegin þannig:
Hvernig módel (vélflugvél, þyrla, svifflugvél)?: Ég merki við vélflugvél (eða listflugvél).
Hvernig vængur (1 hallastýriservó+0 flapservó, 2 hallastýriservó+0 flapservó, 1 hallastýriservó+1 flapservó, 2 hallastýriservó+1 flapservó, 2 hallastýriservó+2 flapservó ...):
Ég merki við 2 hallastýriservó+2 flapservó
Hver margir mótorar, 1 eða 2?: Merki við 1.
Hvernig stél, venjulegt eða V?: Merkti við venjulegt fyrir Ultra Stick og V fyrir Big Excel.
O.s.frv.
Bingó. Eftir mínútu vinnu er grunnuppsetningin tilbúin, upp kemur listi yfir hvernig tengja skal servóin við viðtækið, og hægt að fara að fínstilla. Videó:
http://www.rcuniverse.com/forum/m_8861187/tm.htm
2) Baklýstur skjár sem gerir vinnu við uppsetningu innanhúss eða í rökkri utandyra mun þægilegri.
3) Fjarstýringin slekkur á sér sjálf ef hún hefur ekki verið notuð í ákveðinn stillanlega tíma, t.d. 30 mínútur.
4) Fjarmæling á rafhlöðuspennu viðtækis í módeli ávallt virkt. Flautar þegar spennan er hættulega lág.
5) Hægt að tengja allt upp í 35 volt inn á viðtækið. Þannig má t.d. tengja mótorbatteríið í rafmagnsflugvél inn á viðtækið og láta sendinn flauta þegar tími er kominn til að lenda, eða þá tengja LiPo sem menn nota oft í stóru bensínvélunum á sama hátt, og lesa af spennuna í sendinum og nota viðvörunarkerfið þar. Í gær tengdi ég 4-sellu LiPo í UltraStick þannig og stillti viðvörunarmörkin á 3,3V per sellu. Virkar vel, en á eftir að prófa á flugi.
6) Mjög auðvelt að uppfæra hugbúnaðinn (firmware) í sendi og viðtækjum. Á spjallinu er óskalisti þar sem menn hafa verið að setja fram óskir um endurbætur og nýja fídusa, og það er farið eftir því sem menn skrifa þar.
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1160180
Mjög virkur og langur spjallþráður þar sem fulltrúar Hitec eru virkir.
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=996037
7) Viðtækin (reyndar sendiviðtækin) eru ódýr. Nú á ég einn 9-rása, þrjá 7-rása og einn pínulítinn 6-rása.
Sem sagt, frábær hátækni (hitec) tækjabúnaður.
http://www.hitecrcd.com/