Við félagarnir suður með sjó vorum komnir á lappir fyrir klukkan fimm á föstudeginum því ætlunin var að ná níuferðinni hjá Baldri til að nýta föstudaginn sem best. Það gekk allt eftir og vorum við komnir á flugvöllinn um eitt leytið.
Strax var hafist handa við að taka módelin úr kerrum og bílum og setja saman, aldrei þessu vant lá vindurinn ekki eftir firðinum heldur þvert á og var að breyta sér allan daginn. Gríðarlegt uppstreymi af söndunum í kring og algjör suðupottur enda var svifflugan dregin ansi oft á loft um helgina. Fyrsta þotuflugið á Vestfjörðum framkvæmdi svo Ingólfur með Intró seinna um daginn, Þegar leið á kvöldið rak Eiríkur, sérlegur meistarkokkur þeirra Patrómanna, módelmenn inn í kaffi, kakó og pönnukökur. Það voru svo þreyttir módelmenn sem keyrðu inn á Patró um 11 leytið og nánast beint í bólið.
Laugardagurinn rann svo upp heldur hvassari en föstudagurinn en það hjaðnaði um það leyti sem við komum út á völl og var vindurinn svipaður og á föstudeginum. Módelin voru dregin út úr flugstöðinni og út á hlað svo gestir og gangandi gætu skoðað þau á milli fluga. Mikið var flogið en sökum skilyrða kom það oft fyrir að menn lentu í aðra átt heldur en þeir tóku upp í. Það var þó ekki vandamál þar sem aðstoðarmennirnir fylgdust vel með flöggunum og létu sína menn vita. Mikið var um gesti og gangandi og höfðu þeir gaman af að sjá módel af öllum stærðum og gerðum framkvæma ótrúlegustu kúnstir. Allan daginn var svo hægt að kaupa grillaðar samlokur, kaffi, kakó og nammistangir gegn vægu gjaldi og var því vel tekið af viðstöddum.
Um kvöldmatarleytið var svo komin tími til að skunda inn á Patreksfjörð, skella sér í betri fötin og svo var haldið í grillveislu sem þeir Patreksfirðingar buðu módelmönnum í. Þar var heilt kar af drykkjarföngum, lamba- og svínakjöt ásamt frábæru meðlæti. Eftir matinn var svo smá sýning á vídeóum sem módelmönn höfðu tekið upp af vélunum sínum um daginn. Stuttu síðar var smalað út í hópmyndatöku en að því loknu var aðstaða Módelsmiðju Vestfjarða skoðuð. Eftir mikið skraf og bollaleggingar um fyrrverandi, núverandi og tilvonandi framtíðarverkefni skunduðu einhverjir niður í bæ að kynna sér skemmtanalíf þeirra Patreksfirðinga en aðrir fóru að hitta sængurfötin sín.
Sunnudagurinn gekk svo í garð með logni svo það var ekki eftir neinu að bíða heldur drifu menn sig út á völl til að ná nokkrum flugum fyrir heimferð. Mikið var flogið þangað til fórum að pakka saman um kaffileytið. Svo var Patreksfjörður kvaddur en vonandi verður leikurinn endurtekinn að ári og við getum aftur átt frábæra stund saman.
Patró International - Samantekt
Re: Patró International - Samantekt
Icelandic Volcano Yeti
Re: Patró International - Samantekt
Fleiri myndir má sjá hér.
Flugstöðin í öllu sínu veldi.

Vel var flaggað.

Nýji fáninn leit vel út.

Brjálaðar pönnukökur!

Margar hendur...

Alltaf nóg að vera um í loftinu.

Flugstöðin nýttist vel.

„Litlu“ módelin í næturgeymslu.

Stóru módelin.

Janus sérlegur ljósmyndari þeirra Patreksfirðinga.


Flughermarnir vöktu mikla lukku hjá yngri kynslóðinni.

Move along people nothing to see here...

Eiríkur meistarakokkur.

Nóg af drykkjarföngum!

Eysteinn datt í það.

Vídeósýning frá deginum.

Módelsmiðja þeirra Patreksfirðinga.

Hrafna-Flóki var með módel en ekki hrafna... Módel-Flækja?

Myndarlegur hópur.

Flugstöðin í öllu sínu veldi.

Vel var flaggað.

Nýji fáninn leit vel út.

Brjálaðar pönnukökur!

Margar hendur...

Alltaf nóg að vera um í loftinu.

Flugstöðin nýttist vel.

„Litlu“ módelin í næturgeymslu.

Stóru módelin.

Janus sérlegur ljósmyndari þeirra Patreksfirðinga.


Flughermarnir vöktu mikla lukku hjá yngri kynslóðinni.

Move along people nothing to see here...

Eiríkur meistarakokkur.

Nóg af drykkjarföngum!

Eysteinn datt í það.

Vídeósýning frá deginum.

Módelsmiðja þeirra Patreksfirðinga.

Hrafna-Flóki var með módel en ekki hrafna... Módel-Flækja?

Myndarlegur hópur.

Icelandic Volcano Yeti
Re: Patró International - Samantekt
Það er gaman að sjá svona hópmynd af flugkomum, það ætti að vera fastur liður alltaf! 

Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: Patró International - Samantekt
Re: Patró International - Samantekt
Fleiri myndir má sjá hér.
17.júní.

Umhverfið var ekki leiðinlegt.

Herra Rauðhaus lítur út um gluggann.

Lancair í góðum gír.

Allt að gerast.






Úbbbs!


Söfnunarbaukurinn

Hún er svooooona stór!


Lágflug

Vélar af öllum stærðum og gerðum.

Mikið var um flugdrætti.

Rússarnir voru á staðnum.


Nokkur hjól þörfnuðust viðgerða eftir viðureignina við slitlagið.


Nokkur flugvídeó voru tekin.



Yngsta kynslóðin skemmti sér líka vel.





Sumir héngu bara á svæðinu!



Pálmi fékk „útþrá“ við að fljúga innan um hvíta sanda og bláan himinn.


Túrhestur frá Japan eða hvað...

Intró tók fyrstu þotuflugin á Vestfjörðum.


Gunni slappar af milli fluga.

Extran hans Lalla tók flug.

F-16 eftir smá lágflug.

17.júní.

Umhverfið var ekki leiðinlegt.

Herra Rauðhaus lítur út um gluggann.

Lancair í góðum gír.

Allt að gerast.






Úbbbs!


Söfnunarbaukurinn

Hún er svooooona stór!


Lágflug

Vélar af öllum stærðum og gerðum.

Mikið var um flugdrætti.

Rússarnir voru á staðnum.


Nokkur hjól þörfnuðust viðgerða eftir viðureignina við slitlagið.


Nokkur flugvídeó voru tekin.



Yngsta kynslóðin skemmti sér líka vel.





Sumir héngu bara á svæðinu!




Pálmi fékk „útþrá“ við að fljúga innan um hvíta sanda og bláan himinn.


Túrhestur frá Japan eða hvað...

Intró tók fyrstu þotuflugin á Vestfjörðum.



Gunni slappar af milli fluga.

Extran hans Lalla tók flug.

F-16 eftir smá lágflug.

Icelandic Volcano Yeti
Re: Patró International - Samantekt
Sem betur fer voru mikið af fábærum myndum teknar af Þessum stærsta flugmódel viðburði
Norð-Westur hornsins (það að ég viti)
Helgin verður lengi í minnum höfð, en með frábærum myndum ógleymanleg
Það er ljóst að margir lögðu hönd á plóg til að svo vel til tækist.
Takk allir/öll. kv.Lúlli.
Norð-Westur hornsins (það að ég viti)
Helgin verður lengi í minnum höfð, en með frábærum myndum ógleymanleg

Það er ljóst að margir lögðu hönd á plóg til að svo vel til tækist.
Takk allir/öll. kv.Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
Re: Patró International - Samantekt
[quote=Sverrir]http://frettavefur.net/myndastraumur/[/quote]
49 myndir enduðu í straumnum um helgina, vonandi nýttist það þeim sem heima sátu.
49 myndir enduðu í straumnum um helgina, vonandi nýttist það þeim sem heima sátu.
Icelandic Volcano Yeti