Síða 3 af 5
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 10:28:46
eftir kip
Þetta verður frábært allt saman, ég hlakka mest til að fá Silluvöfflur með rjóma nammmm.
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 13:52:59
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Hvað með aðstöðu til að geyma módel?[/quote]
Undanfarin ár hefur Tommi parkerað flutningabílnum sínum hjá Hyrnunni og þar hefur verið hægt að geyma dálaglegan flota. Við erumlíka með flugskýli svifflugmanna í bakhöndinni og getum opnasð það ef í nauðinrnar rekur.
[quote=Sverrir]Hvað með veitingasölu?[/quote]
Veitingar verða í boði eins og fyrri ár fyrir lítinn pening. Við bökum vöfflur og hellum upp á kaffi fyrir gesti og gangandi. Um kvöldið verður síðan grillað og er miðaverði stillt í hóf. Einnig verður einhver vökvi til sölu með grillinu fyrir þá sem það vilja.
[quote=Sverrir]Hvað með gistingu?[/quote]
Þeir sem vilja tjalda á Melunum er frjálst að gera það og margir hafa einmitt gert það undanfarin ár. Tjaldbúar hafa þá aðstöðu í Flugstöð Þórunnar hyrnu. Þar eru líka tveir eða þrír beddar (held ég)mþar sem einhver getur kastað sér. Við mælum þó ekki með því.
[quote=Sverrir]Hvað með önnur skemmtileg „smáatriði?“[/quote]
Veðurspáin fyrir helgina kemur síðar, enda mjög erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina.

Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 14:53:46
eftir Björn G Leifsson
Verður Silla ekki örugglega með hindberjasultu??
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 16:25:54
eftir Gaui
Þú verður bara að spyrja hana (
silla@grisara.is)

Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 22:13:34
eftir Haraldur
Jæja Akureyringar, eruð þið búnir að gera plan B?
Það er spáð hellirigningu um helgina, föstud. og langt fram á laugardag.
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 22:28:17
eftir Sverrir
Held að þeir séu ekki einu sinni búnir að gera plan A!
Það þýðir ekkert að horfa á veðurspána ef menn ætla að mæta á annað borð, það hefur reynslan sýnt í gegnum árin! Plan B hjá mér er
flugsafnið á laugardegi og svo flug á sunnudegi.
Svo er
handverkshátíð í Hrafnagili og nóg um að vera inn á Akureyri, það verður ekki vandamál að slátra einum degi.
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 22:53:52
eftir Flugvelapabbi
Ekki gleyma FISKIDEGINUM a Dalvik
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 23:02:03
eftir Ingþór
fiskur ojbara
Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 23:02:34
eftir Sverrir
Og Jólaþorpinu og Holtaseli(ísgerð) og... listinn er langur.
Skal taka að mér að búa til plan B fyrir menn, aðeins 5.000 krónur og menn fá plan B sniðið að sínum þörfum!

Re: Flugkoma FMFA 2011
Póstað: 2. Ágú. 2011 23:08:35
eftir Haraldur
Plan B hjá mér er skýrnarveisla á Hvammstanga á laugardegim og svo flug á sunnudeginum.