Tryggingamál

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Agust »

Mér finnst þessi umræða þörf. Ég hef sjálfur litla hugmynd um hvernig ég er tryggður, en veit að erfitt getur verið að tjónka við tryggingafélögin eftir á.

Það væri fróðlegt að vita hvaða flugmódelfélög hafa keypt hóptryggingu fyrir félaga sína, hvar og undir hvaða kringumstæðum tryggingarnar gilda, og hvar og hvenær þær gilda ekki.

Til dæmis:

Gilda þær eingöngu á flugvöllum viðkomandi félags, en ekki t.d. á Sandskeiði, Tungubökkum, Klambratúni...?

Gilda þær ef módelið lendir á klúbbfélaga? En fjölskyldumeðlim?

Gilda þær ef módelið lendir á bíl klúbbfélaga? En eigin bíl?

Gilda tryggingarnar ef módelið, segjum 33% risavél, flýgur sambandslaus frá módelflugvellinum og veldur tjóni utan hans, jafnvel í þéttbýli? Hvað ef í ljós kemur að eigandinn hafi ekki gætt þess að vera með FailSafe rétt stillt?

Er gerður greinarmunur á t.d. 30% flugvél með 150cc bensímótor og "park flyer" með litlum rafmagnsmótor?

Er þörf á að hafa áhyggjur af "park flyer" vélum og er óhætt að fljúga þeim t.d. á Klambratúni?


Hvað stendur í skilmálunum? Er það ótvírætt eða loðið?


Væri hægt að birta skilmálana í heild sinni svo menn þekki sína stöðu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Gaui]Við ættum að skoða nágranna okkar og frændur. Í Danmörku mega menn ekki fljúga á tilgreindum módelvöllum nema vera meðlimir í klúbbi og þar með tryggðir. Þeir sem smíða módel sem eru yfir 7 kg þurfa að láta eftirlitsmenn dönsku flugmódelsamtakanna skoða módelið og gefa því grænt ljós. Þeir sem fljúga þotum, sama hversu þungar þær eru, þurfa að láta gera slíkt hið sama. Ef módelið fer yfir 25 kg, þá er það ekki lengur flokkað sem módel og þá þarf undanþágur frá loftferðaeftirlitinu til að fljúga því.

Þetta er svipað í Englandi.[/quote]
Með þessar reglur þá skil ég ekki hvað vandamálið er.
-Hér meiga menn ekki heldur fljúga á tilgreindum módelvöllum nema vera meðlimir í klúbbi Á allavega við um Hamranes og suma flugmenn, hvort sem þeir eru trygðir eða ekki, samkvæmt Eysteini formanni Þyts.
- Á Bretlandi þá eru það held ég félagar LMA sem fara yfir vélar yfir X kílóum og sé ég ekkert athugavert við það og í raun mjög gott að fá álit annarra á smíði sinni þegar um er að ræða svona stór og þung módel.
- Ég held að þessi 20 eða 25 kg mörk tengist ekki flugmódelum sérstaklega heldur sé skv alþjóðlegum flugreglum og gildir því hér á landi nú þegar hvort eð er.

[quote=Gaui]Þetta eru reglurnar sem ég er að tala um og sem ég vil helst ekki að einhver utanaðkomandi fari að skella yfir okkur vegna þess að þeir tóku allt í einu eftir að þær vantaði. Mynduð þið, t.d. treysta löglærðum fulltrúa sýslumanns, eða skrifstofumanni í Ísavía sem hafa ekkert vit á flugmódelum til að fara yfir og skoða módelin ykkar?

Þess vegna vil ég helst ekki að einhverjir lendi óvart í alvarlegum atvikum á óþægilegum stöðum.[/quote]
Eins og ég sagði þá eru það kaffiþambandi húmoristar á vegum LMA sem taka út smíðina en ekki (endilega) löglærðir fulltrúar eða skrifstofumenn.

Og er í raun ekki pínu óábyrgt af innlendum módelfélögum að, í ljósi reynslu erlendra félaga, að hafa ekki sett sér sjálfir svona reglur hér á landi?

Hvað þotuflug varðar þá höfum við séð dæmi þess hér á landi að óhæfir aðilar hafa verið að fljúga þotum á almennum módelsamkomum og stofnað áhorfendum í stór hættu. Hversvegna hafa þeir sem skipuleggja svona samkomur ekki sett gegnsæjar réttlátar reglur um hver má fljúga? ég sé ekkert athugavert við það að þeir sem fljúga þotum eða hættulegum módelum þurfi að sýna frmmá hæfni sína til að stjórna þeim á öruggan hátt á auglýstri samkomu?
Með því að sjálfir setja okkur svona reglur komum við í veg fyrir að þessu verður ausið yfir okkur, en ekki með því að vera "ósýnilegir yfirvöldum"

Nú vil ég taka fram að ég er að tala um reglur við opinberar samkomur flugmódelmanna, ég hef ekkert um það að segja hvað félögin gera internaly þar sem ég er ekki í flugmódelfélagi því ég hef ekki áhuga á föðurlegum ráðleggingum formanna eða annarra sem settir eru í sæti yfirvalds. og svo á ég heldur enga vél eins og er sem hennta á módelvelli klúbbanna.


[quote=Agust]Það væri fróðlegt að vita hvaða flugmódelfélög hafa keypt hóptryggingu fyrir félaga sína, hvar og undir hvaða kringumstæðum tryggingarnar gilda, og hvar og hvenær þær gilda ekki.
...
Væri hægt að birta skilmálana í heild sinni svo menn þekki sína stöðu?[/quote]
Ég hef ítrekað óskað eftir því frá formönnum Þyts að fá að sjá tryggingaskilmálana, núna síðast í Júlí sagði Eysteinn formaður Þyts að hann ætlaði að setja þá á netið. Ekkert hefur bólað á því.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ingþór. VIð kaffiþambandi blaðurkellingarnar vorum langt komnir með íslenska útgáfu af regluverki byggðu ða miklu leyti á því sem okkur leist best á í UK og DK aðallega.
Það er meðal annars fyrir vinnuálag (= aumingjaskap) í mér sem þetta ekki hefur komist lengra.
Ætlunin var alltaf að reyna að sameina módelfélögin undir eins konar regnhlífarsamtök með sameiginlegum meginreglum og sameiginlegri tryggingu sem átti að vera eins góð og kostur væri á.
Ég viðurkenni alveg að ég hefði getað unnið meira í því að ýta þessu áfram en það virtist heldur ekki vera mikill áhugi hjá stóra hópnum fyrir þessum málum.
Ég held það væri ekki úr vegi að ég tali við hina kellinguna sem var með mér í þessum ráðagerðum og við hristum balsarykið af þessum tillögum og kynnum aftur.
Ein af ástæðunum sem urðu til þess að við unnum þetta var einmitt "þotuflugatvikið" sem þú nefndir. Það er auðveldara fyrir landssamtök að taka á svona málum en einstaka klúbba þar sem menn eru að vinna saman í bróðerni. Og það er ekki nóg að mönnum finnist eitthvað, það þarf að vera til á prenti samþykkt regla til þess að fara eftir.
Eins og ég hef nefnt þá spurði ég út í ýmsar hliðar þessara tryggingamála hjá mínu félagi og fékk meðal annars að vita að ef ég klessi vélinni á minn eigin bíl eða hús, þá er ég ekki tryggður því ég er ekki þriðji aðili að sjálfum mér. Þess vegna meðal annars höfum við haft smá áhyggjur af því þegar menn eru að fljúga þotum heima hjá sér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Gaui »

Þetta er allt til -- við þurfum bara annars vegar að fínpússa þetta til og hins vegar að vilja nota þetta.

Hjá LMA eru sannir eftirlitsmenn, en ég treysti ekki íslenskum embættismönnum að gera hlutina rétt. Kannski er ég óhæfilega svartsýnn á hæfileika þeirra til að gera rétt, en sagan segir mér bara annað.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Ingþór]-Hér meiga menn ekki heldur fljúga á tilgreindum módelvöllum nema vera meðlimir í klúbbi Á allavega við um Hamranes og suma flugmenn, hvort sem þeir eru trygðir eða ekki, samkvæmt Eysteini formanni Þyts.

Ég hef ítrekað óskað eftir því frá formönnum Þyts að fá að sjá tryggingaskilmálana, núna síðast í Júlí sagði Eysteinn formaður Þyts að hann ætlaði að setja þá á netið. Ekkert hefur bólað á því.[/quote]
Sæll Ingþór,
1. Það er kostnaðarsamt að reka flugmódelflugvöll og því eðlilegt að allir sem fljúga þar séu í klúbbnum. Annað er ekki sanngjarnt Ingþór.

2. Við spjölluðum saman í júlí enn ég man því miður ekki eftir því að hafa lofað þér þessu ( líklega er ég orðinn svona gleyminn). Við erum með viðamikla tryggingu sem nær til eigna klúbbsins, þeim sem fljúga, slá og þeim sem eru að vinna á svæðinu. Þetta er góð ábending að hafa þetta á heimasíðu klúbbsins ég er bara ekki með það á hreinu hvað við meigum birta á netinum um okkar kjör hjá Sjóvá.

Ágúst,

Ef ég man rétt þá var aðeins farið yfir tryggingarnar okkar á félagsfundi síðasta vetur. Og það væri kjörið að fara yfir þau mál aftur í vetur.
Við erum þó með ábyrðartryggingu upp á nokkurhundruð miljónir fyrir okkar félagsmenn og er eigin áhætta 15% en aldrei meir en 770K.kr.



Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Þetta er allt til -- við þurfum bara annars vegar að fínpússa þetta til og hins vegar að vilja nota þetta.

...[/quote]
Ja... það er spurning hvort við förum ekki bara í það að líta yfir þetta og kynna svo?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Gaui »

Ég hef samband við þig á helginni Björn. Kíki á þetta í tölvunni minni og athuga hvort einhverju er hægt að breyta og laga.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Agust »

[quote=Agust]Mér finnst þessi umræða þörf. Ég hef sjálfur litla hugmynd um hvernig ég er tryggður, en veit að erfitt getur verið að tjónka við tryggingafélögin eftir á.

Það væri fróðlegt að vita hvaða flugmódelfélög hafa keypt hóptryggingu fyrir félaga sína, hvar og undir hvaða kringumstæðum tryggingarnar gilda, og hvar og hvenær þær gilda ekki.

Til dæmis:

Gilda þær eingöngu á flugvöllum viðkomandi félags, en ekki t.d. á Sandskeiði, Tungubökkum, Klambratúni...?

Gilda þær ef módelið lendir á klúbbfélaga? En fjölskyldumeðlim?

Gilda þær ef módelið lendir á bíl klúbbfélaga? En eigin bíl?

Gilda tryggingarnar ef módelið, segjum 33% risavél, flýgur sambandslaus frá módelflugvellinum og veldur tjóni utan hans, jafnvel í þéttbýli? Hvað ef í ljós kemur að eigandinn hafi ekki gætt þess að vera með FailSafe rétt stillt?

Er gerður greinarmunur á t.d. 30% flugvél með 150cc bensímótor og "park flyer" með litlum rafmagnsmótor?

Er þörf á að hafa áhyggjur af "park flyer" vélum og er óhætt að fljúga þeim t.d. á Klambratúni?


Hvað stendur í skilmálunum? Er það ótvírætt eða loðið?


Væri hægt að birta skilmálana í heild sinni svo menn þekki sína stöðu?[/quote]


Enn eru þessi tryggingamál í þoku fyrir mér. Í svartaþoku.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Agust »

Þetta er alls ekkert nöldur, því ég er líka með F+ tryggingar frá VÍS sem vonandi dekka þetta líka, en samt væri gott að hafa þetta á hreinu.

Vel getur verið að mér hafi yfirsést upplýsingar um þetta mál og biðst ég þá forláts...

Hér er safn spurninga vegna hóptryggingar Þyts sem ég veit ekki svar við. Þetta er þó eingöngu ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila, en hangir eitthvað á spýtunni...? Samsvarandi á væntanlega við um önnur flugmódelfélög þó svo að ég miði við Þyt og Hamranesflugvöll.

Er ég tryggður eða ótryggður? Hvar og hvernig?

Reynsla mín af tryggingafélögum er misjöfn og stundum veita tryggingar falskt öryggi.

Vel getur verið að ég hafi gleymt einhverju, en þá má bæta því við.



---

1) Gilda tryggingarnar eingöngu á flugvöllum viðkomandi félags, en ekki t.d. á Sandskeiði, Tungubökkum, Arnarvelli, Melgerðismeðum...?

2) Gilda þær ekki ef flogið er t.d. á Kambabrún, Höskuldarvöllum, við sumarbústaðinn, ... ?

3) Gilda þær ef módelið lendir á klúbbfélaga?

4) Gilda þær ef módelið lendir á flölskyldumeðlim, t.d. bróður, barni eða eiginkonu?

5) Gilda þær ef módelið lendir á bíl klúbbfélaga?

6) Gilda þær ef módelið lendir á eigin bíl?

7) Gilda þær ef módelið lendir einhverjum sem er t.d. á knattspyrnuvellinum við hliðina á Hamranesflugvelli?

8) Gilda tryggingarnar ef módelið, segjum 33% risavél, flýgur sambandslaus frá módelflugvellinum og veldur tjóni utan hans, jafnvel í þéttbýli?

9) Hvernig er staðan ef í ljós kemur að eigandinn hafi ekki gætt þess að vera með FailSafe rétt stillt?

10) Er gerður greinarmunur á t.d. 30% flugvél með 150cc bensímótor og "park flyer" með litlum rafmagnsmótor?

11) Er þörf á að hafa áhyggjur af "park flyer" eða litlum fjölþyrlum og er óhætt að fljúga þeim t.d. á Klambratúni?

12) Hvað stendur í skilmálunum? Er það ótvírætt eða loðið?

13) Stendur í tryggingaskilmálunum hvað sé tryggt, hvað sé ekki tryggt og hvar tryggingin sé í gildi?

13) Hvernig og hverjum á að tilkynna tjón eða óhapp, þarf lögregluskýrslu?

14) Væri hægt að birta skilmálana í heild sinni svo menn þekki sína stöðu, eða senda félagsmönnum eintak?

---

Nú veit ég ekki hvort einhver er svo fróður að geta svarað mér.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tryggingamál

Póstur eftir Sverrir »

Það væri væntanlega best að senda listann á tryggingafélag viðkomandi félags til að reyna að fá skýr svör.

8) Myndi sleppa þessu hluta „segjum 33% risavél“! 33% Pitts flokkast t.d. seint sem risavél og til er full skala vél sem er með rétt um tveggja metra vænghaf og þetta er spurning sem við viljium fá svar við óháð stærð.

9) Er ekki heppileg í ljósi þess að engin rétt skilgreining er til á stöðu failsafe.

10) 30% flugvélar eru ekki með 150cc mótora, þá ertu komin í 40%+. „Er gerður greinarmunur á flugmódelum eftir stærð og aflgjafa?“ væri kannski betri spurning.
Icelandic Volcano Yeti
Svara