FPV skref #1

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Tómas E »

Ég flaug líka mitt fyrsta fpv flug í gær með 900mhz græjunum, virkaði rosalega vel fyrir utan að myndin varð stundum alveg svört í ca hálfa sek og ég treysti mér ekki lengur en ca 500m.
Hvernig virkar þetta dragonlink samt? þessi turnigy 9x fjarstýring á ekki að drífa lengur en ca 2-3km, en dragon linkið drífur margfalt það, eykur það ss líka rangeið á flugvélinni?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Til hamingju með það! :) Þegar myndin varð allveg svört, getur verið að þú hafir verið á milli móttakarans og flugvélarinnar? Gæti líka verið external truflun frá símasendum.

DragonLink tengist í PPM portið á Turnigy 9x (virkar fyrir allar fjarstýringar, bara mismunandi hvernig því er pluggað inn) T.d. á Futaba er hægt að nota trainer portið og er til adapter fyrir það.

DragonLink tekur á móti því sem fjarstýringin er að gera og sendir það með sínum eigin sendibúnað sem notar ~433MHz tíðnina (með frequency hopping ef það eru truflarnir). Það eru til margar góða leiðbeiningar fyrir margar mism. fjarstýringar.

Kosturinn við 433MHz er sá að það truflar ekki video senda sem nota 1.3GHz eða yfir. Ég veit þó að 900MHz getur mögulega truflað DragonLink en þá geturðu keypt þér low pass filter sem stöðvar það. Mæli sterklega með 1.3GHz ef þú vilt ekki vera truflaður af síma sendum.

Já DragonLink ætti að margfalda rangeið, það eru til video sem sýna yfir 30-40KM (minnir að recordið sé 63KM one way)

En svo er annað mál með þessa video senda, það er engin þörf á 1000mw eða 1500mw senda, 500mw ætti að duga vel ef þú ert með almennilegt loftnet :) Þetta snýst bara um að nota það rétt með góðum loftnetum. Margir gera þau mistök að uppfæra sendibúnaðinn (aflið) til að fá betra range með video sambandið.

Mig langar mjög mikið að fá það nýjasta sem allir nota, cloveleaf loftnet sem lagar video sambandið mjög mikið (skiptir ekki máli hvort flugvélin halli). Það eru til DIY á rcgroups.com en ég hef ekki kunnáttuna í það ennþá :)

Næst á dagskrá hjá mér er að búa til LC filter svo ég fái ekki truflarnir í videoið þegar motorinn er í botni. - http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1339007
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Endurtek það sem ég hef áður sagt hér ofar. 900 MHz sendir er ekki í lagi að nota hér á landi eða nokkurs staðar í Evrópu. Það truflar farsíma og það er nóg pláss annars staðar td 5,8 eða 1,2GHz Þar er líka meiri bandbreidd fyrir video og með réttu loftnetunum næst nægjanleg drægni. Um þetta er nóg af upplýsingum á netinu.
Þar sem þetta er virk farsímarás þá er raunveruleg hætta á að slík truflun veki strax athygli símafyrirtækjanna sem eru út um allt með mjög næm loftnet sem skynja minnstu truflandi sendingar á þessu bandi. Þeir eru fljótir að miða út truflanir og þá getur fjandinn orðið laus, sérstaklega ef það endurtekur sig.

Ef einhver ætlar sér samt að brjóta fjarskiptalög og senda út á þessum rásum þá vinsamlega ekki gera það neins staðar nálægt flugmódelvöllum því við viljum ekki að þurfa að standa í stappi við PFS eða lögregluna og fá fir okkur enn strangara og leiðinlegra regluverk.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Tek undir hvert einasta orð sem Björn segir hér að ofan.

Það er langbest fyrir okkur öll að fara löglegustu leiðina til að forðast vandræði sem gætu annars orðið.

1.3GHz, 2.4GHz og 5.8GHz eru tíðnir sem radio amateurs meiga nota og ætti ekki að trufla neitt hér á landi nema WiFi routera sem nota 2.4GHz og eða 1.3GHz.

Mér sýnist að 2.4GHz og 5.8GHz sé leyfilegt innan við 10mw sem ætti þá að vera löglegasta leiðin án þess að hafa radíóamatör leyfi. (Er að vinna í því að redda mér leyfi, skal búa til upplýsingaþráð fljótlega hvernig hægt er að fá slíkt leyfi).
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Tómas E »

Engar áhyggjur Björn, ég nota 1020 mhz og ég bý í Eyjum þannig að ég ætti ekki að ónáða ykkur :)
Þakka ykkur fyrir allar upplýsingarnar. Ég var ekki á milli móttakarans og flugvélarinnar en þetta gerðist líka alltaf þegar ég flaug beint fyrir ofan mig, ss þegar loftnetið beindist að flugvélinni, sama í hvaða hæð ég var.
Planið var að panta líka betri loftnet en öll loftnetin sem ég fann voru bara fyrir 900-980mhz.
Læt þetta bara duga í vetur og skelli mér á dragon link fyrir næsta sumar.
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Það er eitt annað sem þú gætir haft augun opin fyrir.

Ef flugvélin hallar þá getur sambandið orðið töluvert minna ef þú ert að nota rubber antenna sem er eins og á WiFi router.

Ef einn er lóðréttur og hin láréttur þá verður sambandið verst og best ef báðir halla eins.
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Hér var smá test flug í dag á Hamranesi, frekar mikill vindur:

http://www.youtube.com/watch?v=S08u8Is93nc
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Tómas E]Engar áhyggjur Björn, ég nota 1020 mhz og ég bý í Eyjum þannig að ég ætti ekki að ónáða ykkur :)
Þakka ykkur fyrir allar upplýsingarnar. Ég var ekki á milli móttakarans og flugvélarinnar en þetta gerðist líka alltaf þegar ég flaug beint fyrir ofan mig, ss þegar loftnetið beindist að flugvélinni, sama í hvaða hæð ég var.
Planið var að panta líka betri loftnet en öll loftnetin sem ég fann voru bara fyrir 900-980mhz.
Læt þetta bara duga í vetur og skelli mér á dragon link fyrir næsta sumar.[/quote]
Það getur verið að þú truflir ekki okkur, en þú truflar örugglega nágrannann.
Farðu bara yfir á löglega tíðni, með rétt loftnet, áður en dótið verður tekið af þér.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

Ef við flettum upp á 1020 MHz tíðnisviðinu á vef Póst og fjarskiptastofnunar, þá sjáum við:

http://www.pfs.is/upload/files/12092011MHZ.pdf

---


960 - 1215 MHz


AERONAUTICAL RADIONAVIGATION
5.328, 5.328A, 5.327A


AERONAUTICAL RADIONAVIGATION
Flight, Safety and
Navigation Systems

DME,TACAN,SSR
ICAO Annex 10



---

Annars staðar hef ég fundið þessa skýringu:


5.327A
The use of the band 960 – 1 164 MHz by the aeronautical mobile (R) service is limited to systems that operate in accordance with recognized international aeronautical standards. Such use shall be in accordance with Resolution 417.



5.328
The use of the band 960 – 1 215 MHz by the aeronautical radionavigation service is reserved on a worldwide basis for the operation and development of airborne electronic aids to air navigation and any directly associated ground-based facilities.


---

Það hringir einhverri bjöllu hjá mér að hér er rætt um flugleiðsögutæki og flugöryggi. Væntanlega eru menn ekki með í huga flugleiðsögutæki og flugöryggi flugmódela, heldur flugvéla í fullri stærð, e.t.v. þar á meðal farþegaflugvéla.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

Varðandi 433 MHz þá er þetta á tíðnisviði sem radíóamatörar nota, svokölluðu 70 centimetra bandi.

Um það má lesa á vefsíðu Póst og fjarskiptastofnunar http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=3 ... ment_id=53 og í reglugerð útgefinni af Samgönguráðuneytinu.

Myndin hér fyrir neðan er úr þeirri reglugerð. Þar má sjá að tíðnisviðið nær yfir 430 - 440 MHz og er í forgangsflokki 1. Hámarks bandbreidd sem notuð er til sendinga er 30 kHz.

Ég væri hræddur við að nota þetta tíðnisvið í óleyfi, því radíóamatörar eru fljótir að þefa uppi nýja senda á þessu bandi með sínum öfluga tækja- og loftnetsbúnaði. Til marks um græjurnar sem menn nota, þá hafa menn verið að nota tunglið okkar sem spegil til að endurvarpa radíóbylgjum á 70cm bandinu milli heimsálfa:
http://www.df9cy.de/ar/operation/moonbo ... t_eme.html
http://www.nitehawk.com/rasmit/ws1_1.html
432-433MHz eru einmitt notuð fyrir svona "weak signal communication" http://www.qsl.net/g0isw/432MHz.htm



Mynd


Wikipedia um 70 cm bandið: http://en.wikipedia.org/wiki/70-centimeter_band

Smávegis "Off-Topic": Margir kannast við þennan mann sem lengi bjó á Íslandi:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/842019/
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/651413/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara