Síða 3 af 4
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 14. Feb. 2012 16:05:39
eftir Pitts boy
Ég sé að þó ekki sé mikið skrifað inn á þráðinn þá er hann talsver skoðaður og það sýnir mér að það er einhver áhugi þarna úti
Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef sett inn færslu hér en er búin að vera á fullu að spá og spekúlera búin að vera að ná smásama tökum á að teikna og skera heilmikið út líka og nú fer að styttast í að það fari að koma eitthvað svona "Flug" út úr gæunni
Það sem ég hef verið að bralli í þessu undanfarið er að ég keypti mér hraðastýringu fyrir fræsarann frá Ástralíu
WWW.superpid.com algjör snilldar græja sem gerir það að verkum að nú get ég fræst plexi og væntanlega Depron án þess að það bráðni.
Nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að bralla og ræjunni eins og hún lítur út í dag.
Útbjó úr krossvið kassa undir hraðastýringuna.
Fræsti úr frontana bæði á hraða stýringar boxið og control boxið úr plexí-gleri
Eitt sem ég datt niður á fyrir áhugasama "fræsara". Í Ásborg á smiðjuvegi 11 kóp er til slatti af fræsitönnum á fínu verði og góð gæði, þeir geta sérpantað fullt í viðbót við það sem þeir eiga.
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 14. Feb. 2012 22:22:14
eftir Gaui
Verst að ég er nýbúinn að teikna heilt módel, en af því ég kann ekki á Autocad, þá gerði ég það algerlega í höndunum.
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 14. Feb. 2012 22:34:21
eftir einarak
Gaman af þessu, meiriháttar flott uppsetning hjá þér. Ég hef horft hýru auga á superpid græjuna lengi en ætla uppfæra sjálfann fræsinn hjá mér fyrst
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 15. Feb. 2012 00:07:57
eftir Pitts boy
Já Gaui ég er nú ekki orðin neinn .cad snillingur heldur, en þetta smá kemur ég gríp nú líka í blýantinn og strokleðrið enþá sérstaklega ef ég er að flíta mér
En er aðeins að komast upp á lagið með stafrænu aðferðina.
Er að teikna og að byrja að prufa að skera út vængrif í stóran Stikk sem ég stefni að smíða mér og helst að klára fyrir sumarið. Hehe.... Er svosem ekkert að ráðast á garðin þar sem hann er hæstur bara tvær gerðir af rifjum í vængnum, en ef það gengur þá færir maður sig aðeins lengra upp á skaftið (Prikið)
Takk nafni já þessi hraðastýring er þvílík snilld, ég reyndi aðeins að skera plexi gler áður en eg fékk hanna enn það vægast sagt gekk ekki neitt, fræsarinn hvoðnaði bara niður og bræddi plastið. Núna stilli ég hann bara á 5000 snúninga og torkið er orðið svo mikið að snúningurinn breytist kannski um 20-30snúninga hvort hann er að skera eða ekki
Ertu búin að setja keðjurnar á báða ásana á borðinu hjá þér Einar ?
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 15. Feb. 2012 14:09:34
eftir einarak
Já, keðjurnar komnar á báða ása, þvílíkur munur er með hann á 2000mm/min rapid, en gæti farið mikið hraðar.
Virkar þessi stýring þannig að þú stillir t.d. á 5000rpm, og þegar það kemur fyrirstaða þá eikur hann spennuna inn á fræsarann til að halda alltaf þessum 5000?
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 15. Feb. 2012 21:43:53
eftir Pitts boy
Já Super PID gerir það, bætir við þegar átakið kemur á tönnina. Ég héllt að fræsarinn mundi hittna til hel..... en það er svo undarlegt að hann gerir það ekki. það er hita skynjari á hraðastýringunni (sem tekur hitann inni í fræsaranum) og þegar ég skar til dæmis út frontinn á controlboxið var fræsarinn að damla á 5000sún. í 15-20mín og fór ekki yfir 45c.
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 15. Feb. 2012 22:19:10
eftir einarak
en hvernig er slagið á hjá þér? Mdf-ið virðist vera að gefa svoldið eftir í hörðum efnum undir álagi, og ég gæti trúað að það sé kanski upp undir 1mm í slag hjá mér í einhverjum tilfellum
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 15. Feb. 2012 23:01:38
eftir Björn G Leifsson
Er þetta ekki hraðastýring sem byggir á púlsum? Það er áhrifaríkasta leiðin til þess að hægja á rafmótor án þess að minnka snúnigsaflið mikið. Púlarnir eru af fullri spennu og afli en hafðir mislangir/misþéttir.
Við pabbi byggðum svona stýringu fyrir módeljárnbrautalest hér i eldgamla daga.
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 16. Feb. 2012 00:06:05
eftir Pitts boy
Já Einar það er svolitið að plaga mig líka aðalega þegar ég fræsi eitthvað harðara eins og td.plast (plexi) ( hef ekki prufað ál ennþá) þá er eins og tönnin nái aðeins að vípra og þá verður skurðurinn ekki eins fínn og mætti vænta. Er búinn að panta mér legur með V- spori í og er að byrja að endurhanna brúnna (Y) og gálgann (Z) sem færir fræsarann upp og niður. Og vonast til að þetta verði stöðugra eftir það (ætla að fræsa þetta út úr þykkum krossvið ekki MDF)
Björn, Jú þetta er hraðastýring sem sem skynjar snúninginn með infra-red snúnings skynjara og einmitt styttir og lengir púlsana eins og þörf krefur eftir átakinu á fræsarann. Það var eginlega þrennt sem kom mér á óvart þegar ég fór að nota hraða stýringuna.
Fyrstalagi: Hvað fræsarin torkar/ hefur mikið afl á lágum snúning.
Öðrulagi: Hvað fræsarinn er mikklu hljóðlátari heldur en áður á lágum snúning.
Og þriðjalagi: hvað fræsarinn hitnar litið í notkun á lágum snúning ( Af því að kæliviftan fyrir fræsarann snýst líka hægt þar sem hún er á ankerinu í fræsaranum.)
Re: CNC skurðarborð
Póstað: 16. Feb. 2012 00:16:00
eftir einarak
Mér er farið að líka betur og betur við þessa hraðastýringu, spurning hvort byko routerinn myndi ekki bara öðlast nýtt líf við hana. Fyrir utan það að minn snýst minnst 11.000 rpm, sem er í sumum tilfellum allt of hratt...
Ertu með superpid-inn tengdann við Mach þannig að þú getir stjórnað snúningnum þaðan líka?