Loksins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Loksins

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Valgeir][quote=Björn G Leifsson]Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.[/quote]
Þú ert þá að vitna í team black sheep og þeirra æfintíri rétt? Þeir voru teknit í þrjú af fjórum skiptin í New York og það eina sem að þeir settu út á þetta var að þeir væru að fljúa í almennings görðum. Seinna skiptið þar sem að þeir voru í Berlí var það með leifi frá AMA. Enn ég er sammála þér í því að hann mætti fara pínu varlegar innan um flólk.[/quote]
Það er nú ekki merkilegt þó einhverjar fattlausar NY-löggur hafi látið sér nægja að stugga við þeim fyrstu sem reyndu þetta. Það er ekki þar með sagt að þeir eða aðrir sleppi í framtíðinni því þetta er farið að vekja verulega athygli yfirvalda vestra. Mikil umræða hefur verið um þetta og um hugsanleg lög sem þrengja verulega að möguleikum að stunda ómannað flug hvar sem er.
Menn telja næsta víst að löggan og TSA sé búin að fá fyrirmæli um að handtaka hvern sem sést fljúga fjarstýrðu flygildi á Manhattan. Ég held þeir séu ekki hrifnir af því að fullt af copy-cats fari að reyna að feta í fótspor TBS.

Eh... varðandi Berlínarflug TBS þá virkar nú ekki leyfi frá bandarísku módelsamtökunum (sem þeir hefðu aldrei gefið) þar. Ekki nema AMA sé einhver Þýsk yfirvöld??
Það eina sem ég hef séð TBS svara því hvort þeir hafi beðið um leyfi í Berlín var: "Þar sem við þurfum leyfi þar biðjum við um það"
Bendir ekki til þess að þeir hafi spurt neinn um leyfi.[/quote]
sorry FAA var það víst http://www.facebook.com/photo.php?fbid= ... =3&theater sem gengur undir UAV fligrildi m.a. FPV
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Loksins

Póstur eftir Valgeir »

enn á síðu FAA stendur að ekki skuli fljúa módeli yfir 121 metra hæð (400 feet) og innan 4,8 kílómetra (3 miles) frá flugvelli nema að láta vita af þér enn ekkert um hve langt frá vélinn má vera frá þér. http://www.airweb.faa.gov/Regulatory_an ... c91-57.pdf og http://www.faa.gov/about/initiatives/ua ... _Sheet.pdf sýðan er spurning hvort þetta gildi líka um ísland.

http://www.faa.gov/search/?omni=MainSea ... +%28UAV%29
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Loksins

Póstur eftir Gaui »

Valgeir

Það gildir ekkert um módel á Íslandi nema þyngdarmörkin 20 kg (allt yfir þarf að tryggja sérstaklega). Þess vegna er okkur svo umhugað að reglugerðartröllin fatti ekki að það þurfi að búa til reglugerðir!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Loksins

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Jónas J]
Hvað með þennan ? http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5764
Skiptir máli hver flýgur innan bæjarmarka ? Ég hef tekið eftir því að sumir fá ræðuna en aðrir ekki :(
Ég er ekki að hvetja til þess að menn fari að stunda flug innan bæjarmarka (sérstaklega ekki óreyndir) :(
Eru ekki allir félagar hér ? Auðvita ;) Gleðilegt ár (eftir smá) og takk fyrir það gamla :)[/quote]

[quote=Agust]
Það er rétt að taka fram að vélin sem við feðgarnir flugum vegur 680 grömm með rafhlöðu og ljósum, en ég vigtaði hana til að vera viss. Vélinni var flogið í litlum almenningsgarði sem er fyrir aftan húsið. Þessi litli garður er líklega um 250m á lengd en töluvert mjórri. Þarna eru tvö mörk í fullri stærð því svæðið er m.a notað sem sparkvöllur. Vélinni var alltaf flogið skammt frá flugmanninum, enda annað erfitt vegna smæðar hennar.[/quote]

Jú það virðist einmitt vera málið að sumir fá ræðuna en aðrir ekki, hvergi hefur fraið fram umræða um þyngd vélar Tómasar og/eða hraða í samanburði við vél Ágústar. hvar á svo að setja mörkin?
En jafnvel skammarbréfsritarinn sjálfur er með eitt og annað í pokahorninu sem maður hefði haldið að hann hefði sjálfur athugasemdir við.
Hvernig hefði farið ef einn mótorinn hefði tildæmis bilað og tækið farið í stjórnlausar lúppur og endað í hasunum á blá-saklausum sundlaugagesti í Grafarvogslaug og þannig dregið athyggli bílstjóra á leið með saklaus börnin sín á fótboltaæfingu (eða aðra viðurkenda íþróttagrein) sem hefði þá endað á staur með skelfilegum afleiðingum, kostnaði, hjónabandserfiðleikum o.s.fr... og þannig hefði Alþingi hiklaust sett blátt bann við öllum leikfangaflugi o.s.fr....


En sérstaklega þykir mér frábært sérstakt að hóta að reka menn úr módelfélagi áður en þeir ganga í það.
[quote=Björn G Leifsson]
og ef þú værir félagi í flugmodelfélagi þá tel ég að stjórn þess ætti að áminna þig um að þetta er ekki leyfilegt og við endurtekið brot yrði að vísa þér úr félaginu.[/quote]

Ætla ekki að tjá mig um valdasýki né besservissma í því samhengi en þetta er allavega ekki líklegt til að hvetja menn til að ganga í módelfélög held ég.


[quote=Gaui]
Þetta er mín skoðun og Ingþór er á móti henni, en það er hans réttur. Þetta mun, hins vegar, koma jafn illa niður á honum eins og okkur hinum. Ef eitthvað óheppilegt gerist.[/quote] Það er alger misskilningur að ég sé á móti þínum skoðunum, ég held bara að þú hafið ranga skoðun og þegar þú hefur leiðrétt hana þá erum við sammála :)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Loksins

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Tómas! Þú heldur vonandi áfram að sýna okkur svona flott myndbönd? Láttu þessa nöldurseggi ekki slá þig útaf laginu :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Loksins

Póstur eftir Agust »

Gleðilegt ár Tómas.

Ég hlakka til að fá að sjá fleiri myndmönd frá þér og auðvitað meira um flugvélina og tæknina sem þú notar. Það er gaman af svona frumkvöðlastarfssemi.

Auðvitað erum við allir svolitlir glannar stundum, en lærum af reynslunni og tökum mark á ábendingum félaga okkar. Góðir félagar eru gulli betri, eða þannig...

Gangi þér vel.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Já gleðilegt ár Ágúst og allir aðrir, ég þakka fyrir stuðninginn.
Ég bjó til myndband í gær sem ég set líklega á netið á morgun og ég skal bæta því þá við í fyrsta postinn.
Í því legg ég engann í lífshættu þannig að ég vona að allir geta notið þess :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Er þetta erfitt??
Það þyrfti kannski að þýða "ræðuna" yfir á IKEA-myndmál fyrir þig Ingþór? Þú hefur greinilega ekkert fattað!
Reyndar man ég aldrei eftir að hafa séð þig haga þér óskynsamlega Ingþór :) Hef frekar fundist þú ábyrgðarfullur og klókur þegar kemur að flugi. En þessi uppreisnarandi þinn, ja - við höfum rætt það áður...
Það sem er gagnrýnt í "ræðunni" er óskynsamlegt FPV flug, ekki "venjulegt" fjarstýrt flug!
Nenni ekki enn einu sinni að fara að tyggja hætturnar ofaní menn.

Tómas er löngu búinn að átta sig á hvað ég var að fara, eins og lesa má í góðu svari hans. Ég velti fyrst fyrir mér að hafa samband við hann símleiðis til að forðast einmitt þetta bull, en valdi að gera það opinberlega svo fleiri tækju eftir og til að reyna að hindra að fleiri féllu í sömu freistinguna.

Ég vísa bara í mína eigin "ræðu" varðandi síðustu skammarræðu Ingþórs. Það felst engin hótun í orðum mínum til Tómasar, aðeins ábending sem ég valdi að hafa vel gagnorða einmitt til þess að mark yrði tekið á því, sérstaklega af öðrum. Tilgangurinn var að skapa þessa umræðu.
Ég hef skipst á orðum við Tómas áður (um annað, ekki skammarræðu :) ) og vissi að hann myndi átta sig, skilja og þola gagnrýnina enda má lesa það úr svari hans hér. Sjálfur hlakka ég til að heyra enn betur í honum varðandi FPV reynslu hans því ég er með plön um að útbúa og prófa FPV-stýrða flugu (eða tvær) við leit í klettum og fjallshlíðum.

(Ef einhver heldur að mér sé illa við Ingþór þá er það alrangt, þvert á móti!)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Búinn að bæta nýja myndbandinu i fyrsta postinn :)
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Loksins

Póstur eftir ErlingJ »

alveg magnað ...... samála að menn þurfa að fara varlega en þessi video eru alveg mögnuð.
varst askoti nálagt því að fara á girðinug þarna fyrir miðju myndbandi :)

ertu ekkert smeikur við að tína þessu , gópró er nú ekki nema 50þ kall í elko í dag + allt hitt dótið sem er á vélinni .

sá á öðru myndbandi frá usa að ég held að það hafi verið, þá sá maður hraða og hæðarmælingu efst á myndbandinu , er það eitthvað sem þú getur bætt við þína vél og uppsetningu.

geðveikt flott , alls ekki hætta að pósta myndum.
væri líka gaman að sjá nokkrar ljósmyndir af verkefninu vélina , stýribúnað og skjái :)

kveðja
Erling
Svara