Síða 3 af 3

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 01:58:37
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Ef þú ert að nota Safari farðu þá í Settings > Safari og þar neðarlega í valmyndinni finnurðu Clear History | Cookies | Cache.[/quote]

Ég er ekki enn búinn að fremja þetta ctrl töfrabragð, hvorki á fartölvunni eða pöddunni. Allt virkar fínt. Er ég að missa af einhverjum fítus?

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 06:13:43
eftir Sverrir
Nei þú ert ekki að missa af neinu. Það þurfa ekki allir að framkvæma töfrabragðið en ef mönnum finnst eitthvað skrýtið vera í gangi þá borgar sig að byrja á að prófa það.

[quote=Siggi Dags]Takk fyrir frábæran vef. Þú vinnur gott starf í áhugamálsins þágu!

Stór þumall upp .........![/quote]

Takk. :)

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 12:45:11
eftir Björn G Leifsson
Tek innilega undir með Sigga Dags og fleirum. Hvar værum við í dag án þín Sverrir?

Bestu þakkir fyrir þitt starf og Gleiðilegt og gott 2012.

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 14:07:51
eftir Sverrir
Sötrandi Cuba Libre á Havana? Mynd

Sömuleiðis.

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 21:51:20
eftir Messarinn
Snilld Sverrir þetta virkaði strax hjá mér
og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Er myndastærðin á vefin enn sú sama?

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 4. Jan. 2012 22:01:28
eftir Sverrir
Sömuleiðis og já myndastærðirnar eru óbreyttar.

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 8. Jan. 2012 19:06:58
eftir Valgeir
Var bara að taka eftir að það vantar liti eftir hvort maður sé online eða offline. Og það stendur næsti þegar maður er að fara á næstu síðu. :)

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 8. Jan. 2012 20:55:44
eftir Björn G Leifsson
[quote=Valgeir]Var bara að taka eftir að það vantar liti eftir hvort maður sé online eða offline. Og það stendur næsti þegar maður er að fara á næstu síðu. :)[/quote]

Ef þu breytir litnum fyrir sjálfan þig eins og ég gerði (í blátt, kallað "Air") þá sérðu strax hvort þú ert inni því annars er allt í staðallitnum.

Mynd

Re: Í tilefni af nýja árinu, uppfærsla

Póstað: 9. Jan. 2012 08:40:31
eftir Sverrir
[quote=Valgeir]Var bara að taka eftir að það vantar liti eftir hvort maður sé online eða offline. Og það stendur næsti þegar maður er að fara á næstu síðu. [/quote]

Strangt til tekið er Orange eina útlitið sem er „stutt“ hérna, Air (það bláa) er haldið inni fyrir nokkra „viðkvæma“ (h)eldri menn(og greinilega einhverja yngri) og því getur stundum eitthvað misfarist þarna á milli, reddum því fljótlega. Næsta málið er líka komið á listann! ;)