FPV Selfoss

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Tómas E »

Mundu bara að kveikja aldrei á videosendinum eða dragon link sendinum án þess að hafa loftnetin á svo þeir skemmist ekki.
Svo getur videosendirinn líka skemmst ef þú hefur kveikt á honum inni í nokkrar mínútur án kælingar :)
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Getur einhver sagt mér, frá vídeó sendinum, koma 4 vírar, rauður og svartur (segja sig sjálfir) og hvítur og gulur.
Hvor þeirra er video signalið, hvíti eða guli? Ég veit að gulur er það yfirleitt, en td í OSD búnaðinum er það öfugt.. Einhver sem er búinn að komast að því?
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Tómas E »

Guli vírinn á sendinum er video, en á vírunum sem fylgdu er guli hljóð og hvíti video
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Jæja, nú er einhvað farið að gerast hér.. loksins...
Tók fyrstu flug í kvöld, þurfti að þyngja hana töluvert miðað við þær tölur sem ég var búinn að finna á netinu til að fá út góðan CG. Þannig rétt slefaði hún í loftið og hélt ekki hæð. Tók úr henni ca 1/3 af þyngingunni og var hún mun skárri þannig, en það vantar tilfinnanlega meiri kraft. Vídeó signalið var í lagi allan tímann, þrátt fyrir að ég væri að nota standard loftnetið á sendinn sjálfann. Flaug ekki með gleraugun, en makkerinn var að fylgjast með þeim og mónitora merkið á meðan.

Mynd

Mynd

Mynd

Þannig að nú biðla ég til ykkar sem mest vitið um rafmagnsmótora og hraðastýringar,
hvað er skynsamlegast að gera varðandi meira afl?
Þetta er það sem ég er með núna, ég kem ekki lengri propp fyrir, er að nota 9x6
Hraðastýring, TURNIGY TRUST 45A SBEC Brushless Speed Controller
Spec:
Max Motor Current: 45A
Max BEC Current: 3A
BEC Voltage: 5.5v
LiPo: 2~6S
NiMH:5~12cells
Weight: 31grams

Mótor, NTM Prop Drive Series 35-36A 910Kv / 350W
Spec:
Kv: 910rpm/v
Turns: 10T
Max current: 38A
Rated Power: 350w
Shaft: 4mm
Weight: 117g
ESC: 30A
Cell count: 3S Lipoly
Suggested Prop: 10x4
Efficiency: 83%

Rafhlöður, Turnigy 4000mAh 3S 20C


Og btw Haraldur, ég var ekki heldur drukkinn þegar þetta var pantað :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Björn G Leifsson »

eCalc -propcalc segir mér að þú sért að "stalla" hreyflinum og fá ekki nema 986g thrust með þessari samsetningu. (* Prop may stall -> static thrust may not be reached! (see Prop Stall Thrust) *)

Með 10" prop fengirðu 1237.6g kný
Þar sem þú kemur honum ekki fyrir þarftu þá að fara í 3-blaða og fengir 1177.3g án stall. Fugtíminn styttist reyndar úr 16,8 mín. í 13,3 mín. en það verður ekki á allt kosið í þessu lífi.

svo bara eitt lítið atriði.
Ertu búinn að kenna hraðastillinum (initialize the ESC)? Stendur venjulega í leiðarvísinum hvernig maður geriri fyrir þá tegund af hraðastilli (ESC) en oftast er það gert þannig að þú tekur loftskrúfuna af (ef hún skyldi fara að snúast), Hefur kveikt á sendinum. Setur inngjöfina í botn þeas upp eins langt og hún kemst. kveikir á vélinni (bæði Rx og ESC) og um leið og fyrsta pípið (oft tvisvar) er búið þá seturðu inngjöfina lengst niður í slökkt/hægagang (ekki bíða eftir næsta pípi því þá er ESCið komið í forritunarham). Þá heyrast 3-4 píp og þú slekkur svo á vélinni. Þá er hraðastillirinn búinn að læra hvar efri og neðri mörkin eru og man þær síðan, allavega þangað til næst.
Ef sendirinn er ekki að gefa eins langa púlsa og ESC-inn þarf til að fara í botn þá getur verið að þú fáir ekki nógan kraft. Hraðastillirinn þarf sem sagt að læra hvað sendirinn gefur langa púlsa í hæstu stöðu.

kv

BGL
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Haraldur »

Hvað er heildarþyngdin á flugvélinni?
Þú hefur bara verið fullur áhuga, eins og menn eiga að vera. :)
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Takk fyrir þessa hjálp Björn, fer í málið strax í kvöld að skoða betur varðandi ESC.


[quote]Þú hefur bara verið fullur áhuga, eins og menn eiga að vera.

[/quote]
Já Haraldur, trúlega er það málið :) eða eins og amma hefði sagt, gert með meira kappi en forsjá..
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]eCalc -propcalc að þú tekur loftskrúfuna af (ef hún skyldi fara að snúast), Hefur kveikt á sendinum. Setur inngjöfina í botn þeas upp eins langt og hún kemst. [/quote]


Gættu þess að láta mótorinn helst ekki snúast á fullri ferð án þess að loftskrúfan sé á honum. Ég var næstum búinn að skemma mótor þannig, en hætti þegar ég heyrði hávaðann og skrölthljóðið. Það var engu líkara en rotorinn rækist í statorinn. Sá mótor var reyndar gerður fyrir meiri snúningshraða en þinn og gaf seinna upp andann.

Svo er það spurning hvort þú getir sett mótorinn aðeins ofar með því að nota millistykki. Þá getur þú notað stærri 2ja blaða spaða sem er með heldur betri nýtni en 3ja blaða.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir Þórir T »

Já ég er meðvitaður um þá hættu Ágúst, þetta á oftast við um mótora sem eru gerðir fyrir einhvað static álag, þeim er illa við að vera "fríir"...

Já það er spurning um að reyna að hækka hann einhvað,, ég á líka 10x6 propp, gæti munað um hann..


Mynd

Þetta er miðað við að fara í 10x6 propp, en ætti ég ekki að reyna að fá línulegri hækkun í effenciency línuna?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV Selfoss

Póstur eftir raRaRa »

Hún er ótrúlega flott hjá þér! Hlakka til að sjá FPV selfoss myndbönd ;P

Flestir (meðal annars ég) fljúga með BEVRC motor sem er 980kv með 4s battery. Notebene, motorinn verður að styðja 4s ef þú ætlar að nota 4s battery. Ég nota Turnigy plush 60amp ESC frá HobbyKing, meira en nóg en það er alltaf öruggara.

Það eru semsagt margir sem uppfæra sig frá 3s upp í 4s battery til að fá meiri kraft úr BEVRC mótornum. CG-ið á vélinni hefur líka mikið að segja um hversu vel hún flýgur og þú þarft minni kraft ef hún hefur rétt CG.

9x6E prop er mjög góður, mundu að snúa proppinum rétt á vélina annars færðu ca 50% minni kraft en þú ættir að fá.
Svara