Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Legg til að Gaui staðfæri þetta (breyti þannig að það passi okkar aðstæðum)?[/quote]

Þakka þér fyrir það traust sem þú sýnir mér Björn, en ég myndi frekar vilja að þeir sem eru byrjaðir að fljúga FPV/SVF setji sjálfir saman reglur sem þeir vilja starfa eftir út frá þeim sem við þekkjum annars staðar frá, eins og þeim sem ég hef nú þýtt.

Ég skal taka þátt í þessu, en frumkvæðið verður að koma frá þeim sjónvarpsflugmönnum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Páll Ágúst] @Björn (o.fl.) Hvað er OSD (skjámælaborð) ??
Hæðartakmörkun eða mælar eða?[/quote]

osd (on screen display) er tæki sem er tengt milli mindavélarinnar og sendisins og setur alskonar tölur á skjáinn hjá manni t.d. hraða, hæð, fjarlægð, stefnu, batterí volt og fleira.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui][quote=Björn G Leifsson]Legg til að Gaui staðfæri þetta (breyti þannig að það passi okkar aðstæðum)?[/quote]

Þakka þér fyrir það traust sem þú sýnir mér Björn, en ég myndi frekar vilja að þeir sem eru byrjaðir að fljúga FPV/SVF setji sjálfir saman reglur sem þeir vilja starfa eftir út frá þeim sem við þekkjum annars staðar frá, eins og þeim sem ég hef nú þýtt.

Ég skal taka þátt í þessu, en frumkvæðið verður að koma frá þeim sjónvarpsflugmönnum.

:cool:[/quote]


Eh... eg var nu bra ad hugsa um ad thu lagadir textan adeins ut fra kunnattu thinni um islenskar adstaedur. Til daemis setja eitthvad passandi i stad AMA og FAA eda breyta ordalagi.

Svo mundum vid hvetja SVF-ahugamenn ad koma med skodanir og tillogur her.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Myndband sem synir daemigert skjamaelabord og adstaedur thar sem thad kom ad notum. Tharna settist snjor a linsuna hja honum en hann komst heim samt.
Efst til vinstri eru tolur sem syna fjarlaegd ad heiman, haed og hrada. i midjunni er attaviti sem bendir heim.

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

Sjónvarpsflug er einfalt og gott orð sem allir skilja. Sjálfur hef ég ekki enn skilið hugsunina bak við FPV.

Mér sýnist að þessar bandarísku öryggisreglur séu mjög vel hugsaðar og samdar af mönnum með reynslu. Við ættum því að nota þær sem grunn að okkar reglum. Einhver þarf að standa að baki svona reglum, og þá á ég við félag eða félög, en ekki einstaklingar. Best væri ef til væri landssamband módelflugmanna, er ekki AMA nánast þannig?

AMA er með öryggisreglur (safety code) fyrir venjulegt módelflug: http://www.modelaircraft.org/files/105.pdf
og viðbót við reglurnar um sjónvarpsflug: http://www.modelaircraft.org/files/550.pdf
Á þessar reglur er vísað hér: http://www.modelaircraft.org/news/nycfpv.aspx

-

Um AMA: http://www.modelaircraft.org/aboutama/whatisama.aspx
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Sjónvarpsflug er einfalt og gott orð sem allir skilja. Sjálfur hef ég ekki enn skilið hugsunina bak við FPV.

Mér sýnist að þessar bandarísku öryggisreglur séu mjög vel hugsaðar og samdar af mönnum með reynslu. Við ættum því að nota þær sem grunn að okkar reglum. Einhver þarf að standa að baki svona reglum, og þá á ég við félag eða félög, en ekki einstaklingar. Best væri ef til væri landssamband módelflugmanna, er ekki AMA nánast þannig?

AMA er með öryggisreglur (safety code) fyrir venjulegt módelflug: http://www.modelaircraft.org/files/105.pdf
og viðbót við reglurnar um sjónvarpsflug: http://www.modelaircraft.org/files/550.pdf
Á þessar reglur er vísað hér: http://www.modelaircraft.org/news/nycfpv.aspx

-

Um AMA: http://www.modelaircraft.org/aboutama/whatisama.aspx[/quote]

Vinnan er thegar langt komin med tillogur ad stofnun BIFF, Bandalag Islenskra Flugmodelfelaga.
Thetta hefur tho ekki komist nogu vel af stad. Ein af astaedunum fyrir seinagangi er leti og vinnualag hja mer. Vid Gaui erum meira ad segja bunir ad setja upp tillogu ad reglum og leidbeiningum en svo er mesta vinnan eftir, ad fa goda menn til ad fara yfir thad og koma thvi sidan i verk ad stofna til bandalagsins. Eigum bara eftir ad setja thad adeins betur og skipulegar upp.
Tilgangurinn med sliku bandalagi er margthaettur. Til daemis ad audvelda litlum klubbum og einyrkjum uti a landi. Semja sameiginlega um bestu tryggingakjor. Vera leidbeinandi og stydjandi i sambandi vid reglur og ad vera vera i forsvari fyrir modelaportid gagnvart yfirvoldum.
Monnum synist eflaust sitthvad um thetta en umraedan her er lysandi fyrir thorfina.
Einstaka flugmodelfiklar virdast telja best ad vera ekki bundnir af neinum reglum. Su afstada er audvitad a abyrgd hvers og eins en gengur ekki thegar um er ad raeda skipulagt starf innan felaga og a serstokum modelflugvollum. Ef menn vilja vera obundnir af slikum reglum tha verda their ad gera thad a sina abyrgd, utan felaga og vid hinir, ef til ohappa eda slysa kemur, ad geta bent a ad vid hofum skyrar og leidbeinandi reglur um orugga medferd modela.

Thegar vid komumst i gang med thetta verdur sennilega mesta vinnan ad adlaga log og reglur thannig ad allir seu sattir og oll modelfelogin vilji vera med.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kpv
Póstar: 82
Skráður: 30. Mar. 2011 11:11:01

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir kpv »

Sjónvarpsflug = Skjáflug, Skjáflugmenn, skjáflugvélar eða skjámódelflug = SMF

Bara hugmynd.

Kveðja, Kristján á Patreksfirði.
Kristján P. Vigfússon.
Módelsmiðja Vestfjarða.

"Árangur er að gera hver mistökin á fætur öðrum af miklum eldmóði."-Winston Churchill
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir raRaRa »

Annars mæli ég með CE OSD, það er á $93, hefur allar upplýsingar sem maður þarf EN ekki autopilot.

Mestu áhyggjur mínar er að fljúga langt út og missa video sambandið upp úr þurru, þá er maður allveg screwed og bara spurning hvar flugvélin hrapar niður. Hinsvegar ætti það ekki að gerast að sambandið "hverfi" allt í einu, það ætti að eyðast út rólega með snjókomu.

Ég hef í huga að reyna fljúga í kringum Hvaleyravatn frá Hamranesi, ég ætla þá að reyna fljúga þannig að ég sé ekki nálægt göngustígnum sem liggur í kring, heldur reyna taka víðari beygju eða innri þannig ég sé fyrir ofan vatnið.

Gæti orðið ágætt veður í dag :)
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Tómas E »

það er lang öruggast að fpv flugmenn haldi sig frá módel völlum og byggð, það gæti ekki þurft meira en að einhver kveiki á fjarstýringu nálægt og þá er myndin farin (ef maður notar 2.4GHz video).
Svo er líka best að vera einn, ekki með spotter nema þegar maður er að læra á þetta, td um daginn þegar ég var að fljúga kom fólk til mín að horfa og ég fékk ekkert nema truflanir líklega útfrá símunum þeirra...
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

Sammála því sem Björn skrifar hér að ofan í morgun klukkan 09:22.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara