Mjæja þar sem spáð er módelflugi á sunnudagsmorgun lá mér á að jafnvægisstilla Mustang til að koma honum í loftið um helgina. Á planinu niðrí vinnu fann ég svona dýrindis blý, notað til að jafnvægisst. jeppafelgu. Svo fór ég inn í stóru stóru geymsluna mína sem er jafnframt flugverksmiðan þessa dagana (4fm geymsla!) og klóraði mér í hausnum hvernig svona blý skildi fest við skrokkinn. Það passaði að þessi 60gramma lengja dugði rétt svo til að fá jafnvægi, en vélin er framþung vegna þess að mótorinn er stærri en ætlast er til.
Þá spurði ég köttinn ráða:

hann sagði mér að brjóta blýlengjuna í tvennt, bora í gegn, skrúfa þetta svo og líma með epoxy:
Svona kemur sér vel að eiga kött.
Þá má þetta versta ARF kit sem ágætur módelsmiður titlaði svo, fara á loft.
Svo var ég að fá inn svona pínkulítinn Hellcat , rafmagnskríli:
