Re: Super Stearman smíði
Póstað: 16. Sep. 2006 17:02:12
Jæja, þá eru vængirnir búnir:
Ég fór að skrúfa servóin í. Til að koma þeim í samband þurfti ég að setja um 50sm framlengingu á bæði vængservóin. Venjulega þegar ég geri það, þá set ég eitthvað sem heldur tengjunum saman og kemur í veg fyrir a þau detti í sundur. Það einfaldasta er smá sláturgarn:
Síðan batt ég endann á framlengingunni við bandið sem var í vængnum og ætlaði að draga hana í gegn. En hún vildi koma við á of mörgum stöðum á leiðinni, þannig að ég neyddist til að vefja smá málaralímbandi utan um tengið og bandið svo allt færi þangað sem það átti að fara:
Gaflarnir (clevis) sem fylgja með til að tengja servóin við stýrin eru úr plasti. Ég hef aldrei verið sérlega áhugasamur um að treysta þessum plast-göflum, svo ég skipti alltaf og nota gafla úr málmi. Það vildi til í þetta sinn að ég átti nógu marga gafla með amerískum gengjum til að geta sett á öll stýri:
Og þá er servóið fast við stýrið. Bara snyrtileg uppsetning. Endinn á servóhorninu er bara beygður í 90° og síðan sett á hann festing.
Framlengingarnar eiga síðan að tengjast hvor í sína rásina á móttakaranum, en það er ekki sama hvort er. Því setti ég smá límband á framlenginguna frá hægra servóinu. Ég setti líka dragbindi utanum báðar framlengingarnar til að halda smá reglu á þeim og koma í veg fyrir að þær detti inn í vænginn aftur. Ég á smá bút af gormslöngu (plastslöngu sem búið er að skera í gorm) og ætla setja hana utanum snúrurnar til að halda enn frekar aftur af þeim.
Að lokum setti ég báða vængina á vélina og grófstillti stangirnar á milli hallastýranna. Þær eru gerðar úr snitt-teinum sem búið er að setja tré utanum og pússa í prófíl. Síðan hefur verið sett skreppislanga á þær og hún hituð. Þetta gerir sig algerlega og er eitthvað sem ég mun áreiðanlega nota seinna á eigin módel:
Skjáumst
Ég fór að skrúfa servóin í. Til að koma þeim í samband þurfti ég að setja um 50sm framlengingu á bæði vængservóin. Venjulega þegar ég geri það, þá set ég eitthvað sem heldur tengjunum saman og kemur í veg fyrir a þau detti í sundur. Það einfaldasta er smá sláturgarn:
Síðan batt ég endann á framlengingunni við bandið sem var í vængnum og ætlaði að draga hana í gegn. En hún vildi koma við á of mörgum stöðum á leiðinni, þannig að ég neyddist til að vefja smá málaralímbandi utan um tengið og bandið svo allt færi þangað sem það átti að fara:
Gaflarnir (clevis) sem fylgja með til að tengja servóin við stýrin eru úr plasti. Ég hef aldrei verið sérlega áhugasamur um að treysta þessum plast-göflum, svo ég skipti alltaf og nota gafla úr málmi. Það vildi til í þetta sinn að ég átti nógu marga gafla með amerískum gengjum til að geta sett á öll stýri:
Og þá er servóið fast við stýrið. Bara snyrtileg uppsetning. Endinn á servóhorninu er bara beygður í 90° og síðan sett á hann festing.
Framlengingarnar eiga síðan að tengjast hvor í sína rásina á móttakaranum, en það er ekki sama hvort er. Því setti ég smá límband á framlenginguna frá hægra servóinu. Ég setti líka dragbindi utanum báðar framlengingarnar til að halda smá reglu á þeim og koma í veg fyrir að þær detti inn í vænginn aftur. Ég á smá bút af gormslöngu (plastslöngu sem búið er að skera í gorm) og ætla setja hana utanum snúrurnar til að halda enn frekar aftur af þeim.
Að lokum setti ég báða vængina á vélina og grófstillti stangirnar á milli hallastýranna. Þær eru gerðar úr snitt-teinum sem búið er að setja tré utanum og pússa í prófíl. Síðan hefur verið sett skreppislanga á þær og hún hituð. Þetta gerir sig algerlega og er eitthvað sem ég mun áreiðanlega nota seinna á eigin módel:
Skjáumst