Síða 3 af 9

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 16. Sep. 2006 17:02:12
eftir Gaui
Jæja, þá eru vængirnir búnir:

Ég fór að skrúfa servóin í. Til að koma þeim í samband þurfti ég að setja um 50sm framlengingu á bæði vængservóin. Venjulega þegar ég geri það, þá set ég eitthvað sem heldur tengjunum saman og kemur í veg fyrir a þau detti í sundur. Það einfaldasta er smá sláturgarn:

Mynd

Síðan batt ég endann á framlengingunni við bandið sem var í vængnum og ætlaði að draga hana í gegn. En hún vildi koma við á of mörgum stöðum á leiðinni, þannig að ég neyddist til að vefja smá málaralímbandi utan um tengið og bandið svo allt færi þangað sem það átti að fara:

Mynd

Gaflarnir (clevis) sem fylgja með til að tengja servóin við stýrin eru úr plasti. Ég hef aldrei verið sérlega áhugasamur um að treysta þessum plast-göflum, svo ég skipti alltaf og nota gafla úr málmi. Það vildi til í þetta sinn að ég átti nógu marga gafla með amerískum gengjum til að geta sett á öll stýri:

Mynd

Og þá er servóið fast við stýrið. Bara snyrtileg uppsetning. Endinn á servóhorninu er bara beygður í 90° og síðan sett á hann festing.

Mynd

Framlengingarnar eiga síðan að tengjast hvor í sína rásina á móttakaranum, en það er ekki sama hvort er. Því setti ég smá límband á framlenginguna frá hægra servóinu. Ég setti líka dragbindi utanum báðar framlengingarnar til að halda smá reglu á þeim og koma í veg fyrir að þær detti inn í vænginn aftur. Ég á smá bút af gormslöngu (plastslöngu sem búið er að skera í gorm) og ætla setja hana utanum snúrurnar til að halda enn frekar aftur af þeim.

Mynd

Að lokum setti ég báða vængina á vélina og grófstillti stangirnar á milli hallastýranna. Þær eru gerðar úr snitt-teinum sem búið er að setja tré utanum og pússa í prófíl. Síðan hefur verið sett skreppislanga á þær og hún hituð. Þetta gerir sig algerlega og er eitthvað sem ég mun áreiðanlega nota seinna á eigin módel:

Mynd

Skjáumst

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 17. Sep. 2006 04:20:46
eftir Ingþór
hvers vegna lóðar þú ekki vírana saman?

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 17. Sep. 2006 18:36:54
eftir Gaui
Sæll Ingþór
Alltaf í baoltanum? eða hefurðu einhvern tíman heyrt það áður? Af hverju ég lóða ekki saman vírana: vegna þess að þeir eiga að fara í aðskildar rásir á móttakaranum. Þannig er hægra hallastýrið haft í venjulegri hallastýrisrás og það vinstra er í flapsarásinni. Þá getur maður trimmað stýrin sjálfstætt.

Áfram með smjörlíkið!

Ég fór á nefið í dag og setti vélarhlífina á. Hún er fest á — að því er virðist — mjög efnislítinn krossviðarhring, en mér segir svo hugur að hann verði alveg nóg. Hér er hringurinn kominn framaná eldvegginn:

Mynd

Hann er bara límdur upp með límbandi og síðan CA lími eftir að maður er búinn að stilla hann af réttan. Síðan eru festingarnar skrúfaðar á með litlum tréskrufum. Þetta virðist ekki vera mjög sterkt, en þar sem hlífin sjálf er ekki sérlega þung, þá býst ég við að þetta sé nóg.

Næst renndi ég hlífinni uppá og merkti inn í hana hvar hausinn á mótornum vildi koma út:

Mynd

Hérna er ég búinn að skera gatið með Dremlinum mínum (það er verklfæri sem allir módelmenn ættu að eiga — rafknúinn, ekki með rafhlöðum!)

Mynd

Hér er vélarhlífin komin uppá og búið að stilla hana af með spaðanum. Ég notaði 5mm spítubút sem ég setti á milli og ýtti svo hlífinni til. Módelið verður alltaf Stearmannlegra og Stearmannlegra eftir því sem meira bætist á það.

Mynd

Til að festa hlífina á krossviðarhringinn er bara sett CA lím hérna aftanfrá (það er eins gott að ég er ekki með ofnæmi fyrir CA lími):

Mynd

Þegar CA límið var orðið hart (sem tók ekki langan tíma), þá tók ég hlífina af og límdi hringinn innaní með lími sem kallast Fix-All. Þetta er einskonar sílikon kítti/lími sem festir flesta (ef ekki alla) hluti saman, en verður ekki grjót hart. Þannig er engin hætta á að hringurinn brotni frá glerfíberskelinni þó það verði dálítll víbringur í henni.

Mynd

Mig langaði til að setja Fix-All líka utaná, en þar sem ég gerði mistök þegar ég keypti stöffið og tók túbu með brúnu lími, þá gengur það ekki. Ég blandaði því saman 30-mín. epoxýlím og microballoons og smurði utaná, þó ekki þar sem hringurinn liggur uppað skrokknum:

Mynd

Nú ætti hringurinn að vera nokkuð fastur inní vélarhlífinni.

Fyrst ég var kominn með spaðann í hendurnar og farinn að skrúfa hann á mótorinn, þá var ekki úr vegi að "ballansera" hann (er til betra orð? Hérna fyrir Norðan tala sumir um að "balgvanísera"). Ég byrjaði á því að pússa á honum brúnirnar og síðan skóf ég pínulítið aftan af öðru blaðinu. Þá vóg hann salt:

Mynd

Fyrst að spinnerinn var líka kominn úr pokanum, þá renndi ég Dremmlinum á hann til að hann passaði yfir spaðann og notaði síðan galdraefni sem Guðmundur sýndi mér (en ég man ekki í augnablikinu hvað heitir) til að pólera hann. Nú er hann svo glansandi fínn að það er hægt að spegla sig í honum.

Mynd

Að síðustu dundaði ég mér við að útbúa gerfimótorinn sem þarf að fara framaní vélarhlífina áður en langt um líður. Hún er bara flott, finnst mér. Það er ferlega gaman að búa til svona skala hluti.

Mynd

Skjáumst síðar.

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 17. Sep. 2006 21:44:11
eftir Helgi Helgason
Sæll Guðjón

Þetta er glæsilegt hjá þér. Þið eruð greinilega miklir handverksmenn bæði þú og Guðmundur, án þess að ég geri lítið úr öðrum módelsmiðum.
Mig langaði þó til að koma með smá innlegg í þetta og þá sérstaklega umræðuna. Þegar við tölum um að balansera hvort heldur sem er dekkin undir bílnum eða spaðan á flugvélinni, er það ekki góð íslenska að tala um að jafnvægisstilla hlutinn sem við á.
Svo grunar mig að Ingþór hafi átt við framlengingarnar þ.e.a.s. afhverju þú hafðir millistykki þar en ekki að lóða vírana saman beint.

MBK.
Helgi

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 18. Sep. 2006 00:34:04
eftir Gaui
Sæll Helgi og þakka þér fyrir hlý orð í minn garð

[quote=Helgi Helgason]Svo grunar mig að Ingþór hafi átt við framlengingarnar þ.e.a.s. afhverju þú hafðir millistykki þar en ekki að lóða vírana saman beint.[/quote]
Góður punktur hjá þér, auðvitað á Ingþór við það. Ástæðan fyrir því að ég klippti ekki á servóin og lóðaði saman var að ég er ekki að smíða fyrir sjálfan mig, ég er að setja saman fyrir Þröst og svo stendur til að selja módelið. Ég gat ekki verið viss um að tilvonandi eigandi vildi hafa servó með svona löngum snúrum. Ef hann vill gera það sjálfur eftir að hann er kominn með módelið í hendurnar, þá er það hægðarleikur fyrir hann.

Og jafnvægisstilling er gott orð, það bara virðist ekki hafa fests við þessa aðgerð -- af hverju, veit ég ekki.

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 18. Sep. 2006 23:28:59
eftir Gaui
Jæja, þá er vélarhlífin nokkurnvegin tilbúin:

Ég tók dálítið gat þar sem pústið fer út og stækkaði það síðan í mörgum skrefum þar til pústgreinin og hljóðkúturinn sitja laus og frí við hlífina, en þó án þess að pústið fari á hjólastellið. Leiðbeiningarnar segja að ef pústið fer á hjólastellið, þá verði það gult og ljótt eftir stuttan tíma. Það má þá líka setja smá gúmmítuðru á það til að beina gumsinu annað.

Mynd

Ég notaði bréfaskóla-aðferðina til að setja götin fyrir innsogið og stillinálina, en vegna þess hve vélarhlífin fer langt út fyrir skrokkinn, þá varð ég að láta bréfið koma innaní hlífina. Það gerði heldur ekki til vegna þess hvað hún er mikið opin að framan. Hér er ég búinn að setja víra þar sem þeir eiga að vera og þræða smá blaðstúf uppá þá.

Mynd

Ég merkti í gegnum götin á blaðinu innaná vélarhlífina. Þá koma götin á nákvæmlega réttan stað.

Mynd

Hér er vélarhlífin komin á og vírarnir á sínum stað. Það verður örlítið þykkari vír á stillinálinni, ég átti bara 1mm, en það þarf að vera 1,5mm.

Mynd

Þá er komið að gerfimótornum. Ég klippti hann örlítiið til svo hann passaði á sinn stað, setti hann uppá mótorinn og skrúfaði vélrhlífina á. Síðan notaði ég teygjubönd til að halda gerfimótornum á sínum stað á meðan ég skrúfaði hlífina af aftur.

Mynd

Hér er ég búinn að setja vel af Fix-All til að halda gerfimótornum innaní vélarhlífinni.

Mynd

Meira seinna.

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 19. Sep. 2006 08:11:28
eftir Þórir T
Frábær vinna sem þú ert að gera, maður bíður spenntur á hverjum degi.
Hvar fæst þetta FixAll ? hef séð þetta í nokkrum módelum hjá mér.
Verður þetta eins og kítti? þeas mjúkt, eða harðnar þetta einhvað?

mbk
Tóti

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 19. Sep. 2006 09:02:40
eftir Sverrir
Ef þetta er sama Fix All og ég held þá er það frá Soudal og fæst í Húsasmiðjunni. Helst mjúkt.

http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510112
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510114

Nú bíður maður bara spenntur fram á kvöld eftir næsta kafla í kvöldsögunni hans Guðjóns :)

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 19. Sep. 2006 11:21:46
eftir Þórir T
ég er allavega löngu búinn að leggja frá mér Morgan Kane bókina og les bara þennan þráð... :-)

mbk
Tóti

Re: Super Stearman smíði

Póstað: 19. Sep. 2006 12:05:46
eftir Agust
[quote=Sverrir]Ef þetta er sama Fix All og ég held þá er það frá Soudal og fæst í Húsasmiðjunni. Helst mjúkt.

http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510112
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510114

Nú bíður maður bara spenntur fram á kvöld eftir næsta kafla í kvöldsögunni hans Guðjóns :)[/quote]
Er þetta hliðstætt Sikaflex-11?