Hvað er að DA 50cc mótornum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Haraldur]Hvernig er með svona pakkningar sem hafa verið lengi á milli. Ef þetta er losað í sundur og það markar vel í þeim, þarf þá ekki að skipta um slíkar pakkningar? Hvað má herða mikið á pakkningarnar svo þær þynnist ekki út og hætta að virka?[/quote]
Hérna í eldgamla daga tók maður gúmmíhringi, vafði þeim inn i WC pappír vættan í vaselíni, lét liggja í nokkra daga. Í dag mundi maður setja það allt í plastpoka, alveg merkilegt efni hreint vaselín. d
Vann í nokkur ár í húseininga smiðju, ma. málaði og glerjaði hurðir, alveg upplagt að setja smá vaselín á "cylendirinn" í skránum, hef gert þetta heima um árabil, stóreykur endignu hurða, fólk venst á að skella ekki, þær renna í lás mjúklega.
En svo ég víki nú aftur að pakkningum, maskínuolía til að mýkja upp "hundsskinn",
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gauinn][quote=Haraldur]Hvernig er með svona pakkningar sem hafa verið lengi á milli. Ef þetta er losað í sundur og það markar vel í þeim, þarf þá ekki að skipta um slíkar pakkningar? Hvað má herða mikið á pakkningarnar svo þær þynnist ekki út og hætta að virka?[/quote]
Hérna í eldgamla daga tók maður gúmmíhringi, vafði þeim inn i WC pappír vættan í vaselíni, lét liggja í nokkra daga. Í dag mundi maður setja það allt í plastpoka, alveg merkilegt efni hreint vaselín. d
Vann í nokkur ár í húseininga smiðju, ma. málaði og glerjaði hurðir, alveg upplagt að setja smá vaselín á "cylendirinn" í skránum, hef gert þetta heima um árabil, stóreykur endignu hurða, fólk venst á að skella ekki, þær renna í lás mjúklega.
En svo ég víki nú aftur að pakkningum, maskínuolía til að mýkja upp "hundsskinn",[/quote]

Hér í sveitunum á Skáni (Suður-Svíþjóð ) er til orðatiltæki um gagnsemi vaselíns sem mundi hljóðskrifast einhvernvegin svona á þeirra flámælta, kokmáli:

Kóði: Velja allt

Me' våll, velja o lita vasseleiiin, så geur de' mesta. 
Á ríkissænsku skrifað:

Kóði: Velja allt

Med våld, vilja och lite vaselin, så går det mesta
og á íslensku mundi það út leggjast eitthvað á þessa leið:

Með valdi, vilja og smávegis vaselíni tekst flest

:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

Maðurinn "splæsir" auðvitað Kók og Prinz á allt liðið, þó ekki sé nú nema fyrir hluttekninguna, og samúðina.
Það væri nú annað hvort :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Ooooooggg sagan heldur áfram.

Mótorinn kominn úr viðgerð og leiðslan sem vantaði komin líka, allt komið í vélina fínt og klárt. Klúbbkvöld runnið upp með þessu fína flugveðri. Núna skildi aldeilis flogið. Fékk Sverri mér til halds og trausts.
Settum herlegheitin í gang, en neiiiiiiiiii, mótorinn gékk ekki hraðaganginn. Nú voru góð ráð dýr. Við rukum náttúrulega í nálarnar og prófuðum að stilla en ekkert gékk. Við vorum allveg við það að gefast upp en þá fóru heilasellurnar í gang. Hvernig ætli Toni hafi prófað mótorinn? Hvaða hljóðkút notar hann? Ég er með tjúnpípu á Extrunni. Við prófuðum því að aftengja hljóðkútinn (tjúnpípuna) og setja í gang, bara svona til að prófa. Og viti menn hann rauka í gang og virkaði allvega eins og hann átti að gera, allir hraðar í lagi. En hávaðinn mikill.

Af með pípuna til að skoða hana. Jón Erlends, vélvirkinn, var á staðnum og hann blés og blés í pípuna og virtist hún stífluð aðra leiðina, þ.e. út, en hleypi lofti hina leiðina. Einnig fann hann út að það væri eitthvað laust inn í henni sem festist og stíflaði rörið þegar hann blés út leiðina, en losnaði þegar hann blés inn leiðina.

Það var augljóst að eitthvað var að þessari pípu. Svo á heimleið þá kom ég við í skúrnum hjá Jóni og við skárum pípuna í sundur og út duttu tveir hlutir sem augljóslega áttu að vera fastir.

Mynd

Mynd

Eitt er einhverskonar þrenging og hitt er einhversskonar filter sem er allur brotinn, morkinn og ónýtur.
Það er augljóst á þessu að þessi pípa er biluð eða ónýt svo nýtt þarf að panta. Spurning hvort hægt sé að sleppa þessum "aukahlutum" sem eiga að vera þarna inn í ?

Líklega hefur pípan verið biluð allann tímann og mótorinn í lagi. Því að þegar ég tek við vélinni þá er pípan illa fest við pústgreinina og lak loft þar með. Ég og Einar Páll löguðum þetta og festum þetta allmennilega saman. Það hefur líklega haft þau áhrif á pípuna að hún stíflaðist allveg þar sem nú fór allt pústlofið í gegnum hana.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

Hafðu samband við framleiðandann og heyrðu hvað hann hefur að segja um málið.

http://www.escomposites.com/


Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Jón átti góða tilraun í pípublásturinn. Því miður kom ekkert hljóð út.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Þá er í undirbúningi að panta eitt stykki af þessu. Þá ætti kvikindið að snúast almennilega og hætta þessum kæfisvefni sem stíflaða tjúnaða pípan olli.

Mynd
http://www.mtw-silencer.com/index.php/o ... /Itemid/69
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

Ætli það sé varasamt að hreinsa draslið úr gömlu pípunni, setja hana tóma í, ég meina þetta er jú tjúnn dót?

Sem unglingur átti ég fjórgegnis skellinöðru, setti við hana tómann kút sem var svona "kóniskur" alla leið, nema í endann þá var aðeins brett inn, gatið var samt miklu stærra en rörið út úr mótornum, þetta skilaði svona 10 - 20 km meiri hraða?
Þetta var kallað "Megafónn"?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Ég ætla ekki að gera það, þetta er tjún pípa og draslið þarna inn í hlýtur að hafa einhvern tilgang. Nenni ekki að standa í því að það drepist á mótornum í miðju flugi.

Hér er bútur úr svari sem ég fékk frá framleiðandanum:
[quote]The pipe you have is one of the first we made about 5-6 years ago. The current pipes are different (simplified) inside so nothing can go wrong.[/quote]
Þá er spurning hvort að pípan sé núna tóm að innan?
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

Segðu það, betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, nóg er nú komið samt.
Langar að vita miklu meira!
Svara