Síða 3 af 63
Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 11:46:11
eftir Gaui
Þetta er flott hjá ykkur (nema liturinn ???) -- sjálfur hefði ég notað Solartex og sprautur, enda undarlegur í háttum og skrýtinn í útliti.

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 12:03:17
eftir Sverrir
Litadýrðin mun renna upp fyrir mönnum á morgun!
Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 13:34:03
eftir Árni H
Verður ekki getraun með veglegum vinningum áður en liturinn verður afhjúpaður?
Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 13:54:27
eftir Sverrir
Jú, jú, þú útvegar vinningana...
Annars er þetta ekkert ógurlegt leyndarmál og ansi margir sem vita litinn. Meira til gaman gert að ætla að svipta hulunni af henni á Ljósanótt. Nú verða menn bara að þrauka til morguns eftir litmyndum!

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 17:50:11
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Jú, jú, þú útvegar vinningana...
Annars er þetta ekkert ógurlegt leyndarmál og ansi margir sem vita litinn. Meira til gaman gert að ætla að svipta hulunni af henni á Ljósanótt. Nú verða menn bara að þrauka til morguns eftir litmyndum!

[/quote]
Gædaður rúndfart um Mývó með hangbónus við Kröfluvirkjun í vinning - ég segi fallegur þessi rauði litur...

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 18:16:22
eftir Haraldur
Ég giska á gulur.
Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 22:41:28
eftir kpv
[quote=Sverrir]
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 8465_0.jpg
[/quote]
Þetta er að koma hjá mér, er búinn að hlaða niður þróuðu myndvinnsluforriti og ég sé að sóffinn er blár, en þeir vilja meiri pening áður en þeir finna út litinn á klæðningunni.. Er að melta það..
Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 31. Ágú. 2012 22:43:26
eftir Björn G Leifsson
Stelpubleikur, ekki í nokkrum vafa

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 1. Sep. 2012 01:38:59
eftir Sverrir
Get glatt ykkur með því að ég hef alltaf breytt litnum á klæðningunni áður en ég hef gert myndirnar svart hvítar!

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu
Póstað: 1. Sep. 2012 08:39:55
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Get glatt ykkur með því að ég hef alltaf breytt litnum á klæðningunni áður en ég hef gert myndirnar svart hvítar!
http://frettavefur.net/Bros/evil.gif[/quote]
Ég var einmitt að velta fyrir mér litnum á sófanum
