Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Ég hef nebbnilega rekið mig á svoleiðis skekkjur og þær verða stundum dálítið miklar. Ef blaðið er ekki sett þeim mun nákvæmar í lesarann, þá er hætta á að langar línur verði bogadregnar. Ég hef séð það gerast og það fer ekki vel í módelsmíði. Ég hugga mig bara við að viðskiptavinurinn ætlar ekki að gera annað eins módel, svo hann þarf ekki að eiga teikningarnar í heilu lagi.

Þar að auki kostar alveg hvítuna úr að ljósrita svona stór blöð!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Pitts boy »

Hee ég þarf ekkert að dusta rykið af Þýskunni ég fylgist bara með hér fram yfir áramót og ég sé ekki betur að ef fram heldur sem horfir þá verði komnar !!fyrsta flokks!! íslenska leiðbeiningar hér á síðunni :D

Varðandi hinn pittsinn þá er ég bæði latur og lítillátur þannig að ég er ekkert búin að taka myndir af samsetningunni en hver veit nema ég reyni að skammast mín og hætta að þiggja bara hjá öðrum og smelli nokkrum myndum af gripnum og setja hérna inn :/ (Þá meina ég auðvitað búa til þráð og leifa mönnum að sjá)
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja félaga, þó ég hafi ekki póstað síðan á fimmtudaginn, þá hef ég ekki setið á rauðum höndum, eins og einhver góður Brávellingur sagði.

Fyrir það fyrsta, ég er búinn að vera að samlíma brúnirnar á stélinu. Það er gert með 1,5x10mm balsaræmum sem ég bleyti, set lím á og legg utanum stýrin með títuprjónum. Þetta tekur rosalegan tíma því, eins og áður, þá er þetta alveg heilan sólarhring að þorna svo mikið að hægt sé að lyfta því af.

Hér er stélflöturinn:

Mynd

og hæðarstýrin:

Mynd

Vængurinn flýgur áfram :/ Hér er ég búinn að setja efri bitann á sinn stað. Hann passar alveg ágætlega oní rifurnar á rifjunum og það þarf bara nokkra títara til að halda honum á meðan límið þornar:

Mynd

Það eru ýmis krossviðarstykki sem koma á bitann til að halda hinu og þessu, sérstaklega í sambandi við vængstífurnar og vængvírana. Þessi krossviðarstykki þarf öll að forma -- undarlegt á þessum tímum laserskurða og tölvustýrðra fræsivéla. Hér sést eitt slíkt stykki:

Mynd

Næsta verk var rosalegt. Ég þurfti að skera til og láta passa um 30 balsabúta í þrem mismunandi þykktum sem koma á milli vængbitanna.

Mynd

Það er mikilvægt þegar þessir bútar eru settir í að trefjarnar í þeim liggi allar upp og niður og að þeir passi nákvæmlega í þannig að þeir liggi að báðum bitunum og báðum rifjunum sem þeir snerta. Með þessu móti er vængbitinn gerður að I bita sem er hundrað sinnum sterkari en ef þetta væri ekki á mili:

Mynd

Vængvírarnir eru festir á sérstakan hátt við vængina. Uppistaðan í þessu er kopar rör með 7mm utanmáli, sem liggur í gegnum vængbitann. Tvö 2mm göt eru boruð í það og síðan er M2 ró sett uppá M2 bolta. Boltinn er settur í gegnum gatið á rörinu og með lagni er M2 ró sett á boltann inni í rörinu.

Mynd

Rærnar eru síðan hertar saman af fullu afli þannig að sú sem er inni í rörinu sitji alveg að því. Þá er hægt að lóða hana fasta innan á rörið. Hér sést hvernig það er gert.

Mynd

Gallinn við þetta er að tinið getur lekið undir róna og fest boltann líka. Þetta gerðist nokkrum sinnum og mér tókst ekki betur en svo að losa það aftur í eitt skiptið að ég eyðilagði rörið.

Mynd

Nú vantar mig um þrjá sentimetra f 7mm koparröri, ef einhver á ;)

Annað sem ég rak mig á var að slaglóð (silfur-tin) var eiginlega alltof gott í þetta og þegar ég var búinn að festa þrjá bolta þá skipti ég yfir í venjulegt tin:

Mynd

Áfram með vænginn. Hér er ég búinn að saga endana af rifjunum þar sem hallastýrið á að koma. Ég setti líka 2mm plötu þarna aftaná, en það sést ekki hér (ég gleymdi að taka mynd af því). Ég gekk frá endunum þannig að þeir eru nú tilbúnir fyrir samlímdu endana og ég límdi afturbrún vængsins á. Allt þetta var fljótlegt og auðvelt.

Mynd

Að lokum setti ég undirlistann á frambrúnina, formaði kubbana sem liggja upp að skrokknum og límdi þá á sinn stað:

Mynd

Þetta er nú orðinn allmikill hellingur, enda ýmislegt sem hægt er að gera á þrem dögum.

Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

Ertu með stimpilklukku á verkstæðinu þannig að þú getir sagt okkur hve langur tími fór í smíðina?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Sæll Ágúst

Nei, engin stimpilklukka. Það er tvennt við módelsmíðar sem ég hef ekki áhuga á: hvað smíðin tekur langan tíma í klukkustundum og hvað hún kostar í peningum. Þegar maður fer að skoðaþetta tvennt, þá breytist þetta í vinnu. Og ég hef nóg af henni í ... vínnunni ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]Það er tvennt við módelsmíðar sem ég hef ekki áhuga á: hvað smíðin tekur langan tíma í klukkustundum og hvað hún kostar í peningum. Þegar maður fer að skoða þetta tvennt, þá breytist þetta í vinnu. Og ég hef nóg af henni í ... vínnunni ;)[/quote]
Hjartanlega sammála.

Ég er orðinn snillingur í að plata sjálfan mig: Ég kaupi alltaf efnið sem þarf í módel í smá skömmtum og hendi jafnóðum reikningunum. Ég hef þá ekki hugmynd um hvað ég hef eytt miklu af eldhúspeningum, og samviskan þess vegna miklu hreinni en ella. Ég mæli með þessari aðferð okkar reyndari manna.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, smá "progress"

Flugvírarnir eru festir við 7mm rör, eins og áður er fram komið. Ég límdi þessi rör á sína staði í vænginn og notaði 2mm snitt-teina til að fá rétt horn á þau. Vírarnir verða líklega annað hvort úr 2mm stálvír eða flatstáli, sem er meira "scale". Hér notaði ég smá balsabúta til að halda teinunumn rétt.

Mynd

Vængendarnir fóru á og allir smábútarnir sem fylgja þeim. Líka má sjá krossviðarbútana sem koma til með að halda hallastýrunum á. Það fer stálteinn í gegnum gatið og í stýrið.

Mynd

90° hornin fyrir stýringuna eru hér. Þau eru tvöföld með kúlutengjum, svo það á ekki að vera neitt slag í þeim.

Mynd

Og þá var komið að því að setja balsaklæðninguna á. Ég fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum og notaði bæði hvítt lím og Zap til að setja þessa klæðningu á og hún small á eins og sniðin (sem hún reyndar var).

Mynd

Balsaræmur ofaná rifin og klæðningin á miðjuna komin á. Nú þarf þetta bara að þorna almennilega þangað til á morgun og þá sést hvort ég næ vængnum af aftur eða hvort naglarnir halda honum alveg föstum það sem eftir er.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Fyrst að vængurinn er að þorna, þá er hægt að skoða skrokkrifin, en þau þarf að setja saman.

Það fyrsta sem er nefnt í því sambandi var að fitta mótorinn á. Ég setti hann á festinguna, en þá kom í ljós að festingin og mótorinn voru að reyna að vera á sama stað á sama tíma. Eitthvað varð að láta undan og samkvæmt leiðbeiningunum voru það kælirillurnar á mótornum. Ég klippti þær af með töng og reyndi síðan að slétta þær svolítið aftir með þjöl:

Mynd

Nú kemst hann alla vega á. Ég sýni mótorfestingarnar betur síðar, en ég stóðst ekki mátið að taka mynd af þessum dempara sem á að halda mótornum þannig að hann víbri minna.

Mynd

Hérna eru fremstu skrokkrifin. Þau eru samlímd úr 3mm krossviði nema eldveggurinn. 6mm gaddarær eru komin í eldvegginn og festingar fyrir hjólastellið á rif 2 og 3.

Mynd

Síðasta myndin í kvöld er af fjórum skrokkrifjum sem ég er búinn að setja saman. Þau eru gerð úr 3x15mm balsa, útskornum hlutum og tiklipptum 0,4mm krossviði. Það var dálítil vinna að setja þessi rif saman, en þau eru mjög sterk og ofboðslega létt.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui K »

Sælir.
Má til með að mótmæla aðeins varðandi ljósritunina. Það var nú bara í fyrravetur að ég fór í samskipti í Síðumúla og lét ljósrita fyrir mig teikningu sem er af piper cup í 30% scala það var ekkert mál kom alveg rétt út og kostaði minna en bjórkippa.Ég meira seigja notaði ljósritin í að búa til mótin fyrir rifin og þetta kemur allt rétt og slétt.

kv,Guðjón K.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Sæll Nafni

Það kom líka rétt og beint í seinni umferð, en það var eftir að maðurinn sem stjórnaði ljósritunarvélinni afsakaði sig og gerði nýtt eintak fyrir frítt og ekki neitt. Í dag vil ég helst ekki taka sénsana og nota frumritið til að smíða eftir. Það má þá líka nota afritið til að skoða á meðan maður smíðar því maður sér ekki frumritið undir vængnum á meðan maður smíðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara