Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?
Póstað: 9. Nóv. 2006 15:35:27
Já ég var að hugsa um að heimsækja Víkurvagna aftur... Þeir sögðu mér í fyrrasumar (minnir mig) að kerruhugmyndin sem ég lagði fyrir þá væri á bilinu 700 til 900 kkr laust reiknað eða mjög sambærilegt ódrýari sort af hestakerru.
Hér eru drög að hugmynd:
Draga saman hóp sem hefur áhuga, athuga stærðarþarfir. Teikna lauslega hvernig slíkar kerrur mundu verða úr garði gerðar í grunnútfærslu og fá tilboð í smíði (td hjá Víkurvögnum og etv fleirum) sem þá væri hálfsmíði þannig að grind, fjaðrabúnaður og rammi væri smíðaður þar og jafnvel galvaníseraður. Við kláruðum svo hver fyrir sig sjálfir (eða saman) klæðningu, frágang, rafmagn etc.
Þá gæti dæmið kannski orðið viðráðanlegt án innflutnings. Menn gætu valið nokkuð mikið sjálfir hvaða frágang þeir nota og útfærslur. Þeir sem það kysu létu klára fráganginn meira eða minna fyrir sig.
Ég sá að Suðurnesjamenn höfðu notað kerru-undirvagninn frá Ellingsen (ekki satt?) og smíðað ofaná hann og klætt með plötum, var það ál eða rústfrítt? Það er kannski hagkvæm lausn.
Ég er að velta fyrir mer hvort það sé ekki mikilvægt að fjaðrabúnaðurinn sé réttur. Ellingsen kerrurnar eru með þessum algenga "tosion-bar" fjörðunarútbúnaði sem er frekar stífur og ódempaður. Mér er sagt að fyrir svona vikvæmt léttmeti eins og fluglíkön þá sé (stillanleg) loftpúðafjöðrun með dempurum það besta og næstbest kannski blaðfjaðrir með dempurum eins og kerran hans Birgis stórsmiðs.
Væru einhverjir með í að skoða svona dæmi??
Hér eru drög að hugmynd:
Draga saman hóp sem hefur áhuga, athuga stærðarþarfir. Teikna lauslega hvernig slíkar kerrur mundu verða úr garði gerðar í grunnútfærslu og fá tilboð í smíði (td hjá Víkurvögnum og etv fleirum) sem þá væri hálfsmíði þannig að grind, fjaðrabúnaður og rammi væri smíðaður þar og jafnvel galvaníseraður. Við kláruðum svo hver fyrir sig sjálfir (eða saman) klæðningu, frágang, rafmagn etc.
Þá gæti dæmið kannski orðið viðráðanlegt án innflutnings. Menn gætu valið nokkuð mikið sjálfir hvaða frágang þeir nota og útfærslur. Þeir sem það kysu létu klára fráganginn meira eða minna fyrir sig.
Ég sá að Suðurnesjamenn höfðu notað kerru-undirvagninn frá Ellingsen (ekki satt?) og smíðað ofaná hann og klætt með plötum, var það ál eða rústfrítt? Það er kannski hagkvæm lausn.
Ég er að velta fyrir mer hvort það sé ekki mikilvægt að fjaðrabúnaðurinn sé réttur. Ellingsen kerrurnar eru með þessum algenga "tosion-bar" fjörðunarútbúnaði sem er frekar stífur og ódempaður. Mér er sagt að fyrir svona vikvæmt léttmeti eins og fluglíkön þá sé (stillanleg) loftpúðafjöðrun með dempurum það besta og næstbest kannski blaðfjaðrir með dempurum eins og kerran hans Birgis stórsmiðs.
Væru einhverjir með í að skoða svona dæmi??