[quote=Steinar]Mjög oft fær maður það sem maður á skilið fyrir peninginn.
Gott kitt = MARGIR PENINGAR.
Drasl kitt = EKKI MARGIR PENINGAR.[/quote]
Já, það er satt. Þetta kostaði ekki marga peninga... ca 80 USD fyrir hvora vél um sig. En ég átti samt ekki skilið að fá blátt!!!
Þetta er samt fyndið á ákveðinn hátt og ég er hreint ekki ósáttur. Ég á t.d. alveg inni að fljúga! Og öllu "venjulega" fólkinu sem kemur í heimsókn finnst þetta vera alveg magnað...!
P-51D Mustang
Re: P-51D Mustang
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
Það kom líka verulega á óvart þegar Kip flau Stangaranum í dag - hann flaug eins og engill í letikasti.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: P-51D Mustang
Orð dagsins er... skítamix. Ég lenti í hremmingum með ALLT sem hefur með hjólabúnaðinn að gera. Frá A til Ö. Fyrir það fyrsta, þá var grábölvað að skera/klippa til hjólaskálarnar. Þær eru úr stökku plasti og það mátti ekki mikið gerast til að það springi. Ég reyndi að hita það fyrst og það var heldur skárra. En hitunin hindraði ekki lakkið á hjólaskálinni í að springa, svo eftir var glært plastið. Í fór það á endanum, en skildi þó eftir leiðinda glufur sums staðar... vegna skorts á nákvæmni við útskurð. En... ég rauk í föndurdótið hjá syninum og fann silfurlitaða límstauta. Límið fyllti glufurnar vel og kom bara merkilega vel út!
Límið góða:
Þegar ég svo ætlaði að festa hjólalokurnar á hjólastellið þá vantaði allar festingar. Ég þurfti því að grípa það fyrsta og besta sem ég fann. Kvarðastiku! Ég sagaði hana snarlega í sundur og fékk þessar fínu baulur sem pössuðu svona flott á stöngina. Það mál leyst. Ég get núna sagt að vélin sé í kvarða!
En jæja, þetta hefst allt á endanum. Skítamix er kannski aldrei rétta lausnin, en stundum er það bara nauðsynlegt. En núna miðar mér eins og mófó. Hún verður komin saman eftir nokkra daga.
Límið góða:
Þegar ég svo ætlaði að festa hjólalokurnar á hjólastellið þá vantaði allar festingar. Ég þurfti því að grípa það fyrsta og besta sem ég fann. Kvarðastiku! Ég sagaði hana snarlega í sundur og fékk þessar fínu baulur sem pössuðu svona flott á stöngina. Það mál leyst. Ég get núna sagt að vélin sé í kvarða!
En jæja, þetta hefst allt á endanum. Skítamix er kannski aldrei rétta lausnin, en stundum er það bara nauðsynlegt. En núna miðar mér eins og mófó. Hún verður komin saman eftir nokkra daga.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
Þetta líkar mér að sjá: menn redda sér með því sem hendi er næst og gera það bara vel! Haltu áfram á þessari leið Offi og þá endar það með því að þú verður ofursmiður.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: P-51D Mustang
[quote=Sverrir]Var þetta bjórredding [/quote]
Man það ekki... þetta var svo seint í gærkvöldi!
Man það ekki... þetta var svo seint í gærkvöldi!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
Þetta plast sem þú talar um, sömu vandræði hér, ég tók það úr á endanum þegar ég var búinn að rústa því og bjó til nýar rennur út í hjólaskálar, öðrum megin úr balsa og hinumegin úr trebba. Ég slapp með hjólaskálarnar
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: P-51D Mustang
Ég er búinn að vera latur við smíðar, en keypti þó ARF piparkökuhús... úr forsteyptum einingum. Við feðgar byggðum það saman og það var andskoti nálægt því að fljúga þegar ég brenndi mig á brædda sykrinum. Hér er fjárinn:
En annars límdi ég loftinntakið á vænginn. That´s it.
En annars límdi ég loftinntakið á vænginn. That´s it.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
Verð að fara að drífa í að klára þetta. Styttist í jól og barnaafmæli og guð má vita hvað... og konan er farin að ókyrrast yfir stofuborðinu. Stélið fór þó á í kvöld. Ég næ þessu um helgina!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.