Síða 3 af 7

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 19. Sep. 2013 10:45:01
eftir Gauinn
[quote=Tómas E]Ég mæli með að þú skoðir svona brushless gimbal, hér er myndband sem ég tók sem sýnir armana á þyrlunni svo það sjáist hvað þetta er að virka vel :)
[/quote]
Þetta er auðvitað bara flott! Engin áhöld um það.
Eitt finnst mér mjög skemmtilegt og það varðar málfar.
Það er talað um myndband ennþá, það er skemmtilegt. "Þyrla" er enn notað þó um svona tæki sé að ræða, er það ekki?

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 19. Sep. 2013 11:48:58
eftir Agust
Þyrla er enn notað og jafnvel fjölþyrla þegar um er að ræða það sem enskumælandi kalla multicopter.

Rambaldi (e. gimbal) er gamalt orð sem sjómenn þekkja, en það er búnaður til að halda áttvitanum láréttum. Gamalt orð sem kemur fyrir í gömlu orðabók Sigfúsar Blöndals, en er til í heimildum frá 1675. Ég legg því til að við notum þetta gamla góða orð fyrri gimbal. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5401290

Skemmtileg skýring þar sem Hafnfirðingar koma við sögu: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=59326

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 19. Sep. 2013 15:04:30
eftir Gauinn
Gaman að þessu! Sem gamall Hafnfirðingur skildi ég strax hvað átt var við rambelta.
Flottur!

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 19. Sep. 2013 17:59:02
eftir Agust
Ég hef aðeins verið að svipast um eftir burstalausum rambalda á sæmilegu verði.

Hvað heldur þú um þennan Tómas?

http://www.aliexpress.com/item/Gopro-2- ... 48320.html

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 19. Sep. 2013 21:10:04
eftir Tómas E
Já, Tarot er að virka mjög vel, ég ætlaði einmitt að fá mér þannig fyrir inneign sem ég átti á foxtechfpv.com en gafst upp á því að bíða eftir að þeir fengu fleiri og valdi hummer (fyrir þyrluna) og falcon mini( fyrir flugvélina) í staðinn.

Getur skoðað umræður hér: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1917049

Ég sé reyndar að það er eitthvað lélegt firmware í gangi sem veldur titringi, væri kannski best að athuga það betur áður en þú pantar þér.

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 20. Sep. 2013 08:41:10
eftir Agust
Þakka þér fyrir upplýsingarnar Tómas. Ég ætla að skoða betur hvað er í boði.

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 20. Sep. 2013 11:23:51
eftir Gauinn
Snilld. "burstalausum rambalda"
Èg er nú gamall bifvélavirki, búinn að "súpa marga ausuna" við viðgerðir á allskonar dóti.
Mín staðfasta trú og reynsla er, eftir því sem menn slá meir um sig með "slangri", þeim mun minna vita þeir um málið.
Skal nefna dæmi, annað gamalt.
Það var maður með útvarpsþátt fyrir nokkrum árum, ráðleggingar varðandi bílaviðgerðir.
Í síðasta þættinum flækti hann sig svo í orðunum "cut out, spennustilli, og regulator" að hann hætti.
Nú tala menn um, tog, drifhlutföll en aðspurðir hvort ekki sé hægt að reikna hagstæðast hlutfall miðað við tog, dekk og æskilegann ferðahraða, hvað áttu við?
Úr "tómu tunnunum" glymur "heitur knastás!", Hvað áttu við? Nú þetta og þetta margra gráðu heitur.
Staðreyndin er sú að þetta hefur ekkert með hitastig að gera, hér er átt við opnunartíma, gráður úr hring.
Þannig að ég fagna því þegar þessum flugfræðum eru gerð þannig skil, að jafnvel ég næ áttum.
Takk fyrir það.

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 20. Sep. 2013 11:45:56
eftir Agust
Fyrir nokkrum dögum skimaði ég grein eftir Christopher Monckton lávarð af Brenchley þar sem hann minnist á svipað og Gaui ræðir um.

Um var að ræða hitaferil sem búið var að teygja hressilega úr þannig að hann liti ógnvæglega út þó hitahækkunin væri aðeins um hálf gráða. Líklega minni hitamunur en á svefnherberginu og stofunni. Almenningur varð skelfingu lostinn.

Lordinn (sem er reyndar fjári klár og kýr skýr) skrifar í grein sinni fyrir neðan næstefstu myndina:

"In a debate with me on Roy Green’s radio show in Canada a few years ago, one of the pointy-heads at TheSmugBlog asked the audience, with that earnest desperation in his voice that is mandatory, “But don’t you see how serious it is that global temperatures are rising at an angle of 45 degrees?” "

http://wattsupwiththat.com/2013/09/17/d ... t-reports/


Jæja, þetta er víst orðinn óttalegur útúrdúr, en líklega kominn galsi í menn á föstudegi. Ef veðrið verður sæmilegt prófa ég kannski fjölþyrluna án rambalda með GoPro2

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 20. Sep. 2013 11:58:22
eftir Agust
Þetta svaka flotta myndband var tekið með DJI Phantom og GoPro3

Muna HD og fulla skjástærð.



Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 20. Sep. 2013 13:16:11
eftir Gaui
Nú dettur mér í hug -- eftir að allir eru búnir að mæra þessa græju í hástert -- að vera leiðinlegur og koma með þá spurningu hvort við verðum ekki að aðgreina notkun á svona sjálffljúgandi flygildum og flugmódelsportið eins og það hefur tíðkast hingað til.

Aðal ástæðan fyrir þessu er vefsíðan iSky.is, þar sem notkun á þessari er auglýst með myndum sem teknar eru yfir miðborg Reykjavíkur, þar sem alla vega ein er beint í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli og aðrar mjög nálægt henni. Þetta er greinilega auglýsing á atvinnustarfsemi og við þurfum að setja girðingu á milli hennar og okkar áhugasports til þess að yfirvöld setji þetta ekki allt saman í spyrðu og sjóði saman reglur um hvernig nota eigi fjarstýrð flugtæki, sama hvaða nafni þau nefnast.

Ég sé líka fyrir mér að ef menn fljúga þessum sjáfstýrðu vélum fyrir flugvélar, þá muni flugsvæði á borð við Melgerðismela (og jafnvel Arnarvöll) verða alvarlega fyrir barðinu á bönnum og hömlum.

Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki margir sammála mér, en ég er bara svo hræddur um að þegar (ekki ef -- þegar) settar verða reglur um hvar, hvenær og hvernig fljúga má þessu græjum, þá muni illa upplýst yfirvöld ekki sjá neinn mun á þeim og flugmódelunum okkar.

:cool: