Síða 3 af 4

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 15:38:13
eftir Sverrir
Merkjum fyrir servóunum.
Mynd

Svo er bara að skera út fyrir þeim.
Mynd

Hér sjást allar græjurnar á sínum stað.
Mynd

~120 gr. þurfti í nefið til að koma þyngdarpunktinum inn fyrir öftustu mörk.
Mæli með léttingarholum á vænguggunum og jafnvel á hallæðarstýrunum.

Mynd

Tada, klár í slaginn!
Mynd

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 18:38:16
eftir Haraldur
Eitt tips. Til að skera í plastið er gott að nota smá hitavír og nota hann sem hníf.

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 18:43:44
eftir Sverrir
Nota oftast vír í lóðbolta en það tók því ekki fyrir þessa litlu vinnu plús það koma engar eiturgufur þegar dúkahnífurinn er notaður. :)

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 21:02:55
eftir Árni H
Þessir vængir eru nokkuð stærri en þeir sem ég hef verið að skera út. Það verður gaman að sjá þetta í aksjón hjá ykkur og þið verðið sko ekki sviknir af skemmtanagildinu ef allt er rétt upp sett.

Sá ég ekki rétt að þið slepptuð vængbitum? Það hefur einn svona pappírsklæddur vængur brotnað hjá okkur - reyndar eftir afar harða lendingu eftir sérlega stutt flug þannig að það er eiginlega ekki að marka. Ef þetta brotnar er bara að líma saman í hvelli og halda áfram að fljúga! :)

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 23:12:15
eftir Sverrir
Engir vængbitar, ef þetta brotnar þá má íhuga að bæta einum slíkum við í viðgerðinni. :)

Re: Frauðleikar

Póstað: 11. Nóv. 2013 23:21:15
eftir maggikri
Verður þetta ekki næsta dellan?



https://www.aero-model.com/2_153_807/RC ... tml#tabs-5


kv
MK

Re: Frauðleikar

Póstað: 12. Nóv. 2013 01:04:31
eftir Haraldur
Maggi þú ert ári of seinn. Ég er þegar kominn með þetta. Mini Popwing.

Re: Frauðleikar

Póstað: 12. Nóv. 2013 08:17:34
eftir maggikri
[quote=Haraldur]Maggi þú ert ári of seinn. Ég er þegar kominn með þetta. Mini Popwing.[/quote]

Það getur ekki verið Halli minn! ég hef ekki séð neinn svona væng í höllinni. Það telst ekki með eitthvað sem menn eru með á lager heima hjá sér.
kv
MK

Re: Frauðleikar

Póstað: 12. Nóv. 2013 20:26:45
eftir Haraldur
Var með hann í höllinni í fyrra. Höllin reyndist of lítil fyrir þetta vilta grey. Þú ert nú ekki alltaf við. :)

Annars er ég búinn að vera með hann úti við og við, þannig að þetta er engin lagervara.

Re: Frauðleikar

Póstað: 28. Nóv. 2013 00:18:05
eftir Sverrir
Vængurinn hans Bjarna er 890 grömm, minn kemur út á 900 grömm og Gústi toppar skalann í 1010 grömmum. HobbyKing gefur upp 900-1200 grömm svo við erum í neðri mörkunum. Lítið veður í kortunum á næstunni svo við Gústi höldum áfram biðinni eftir frumflugunum okkar.