Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Þórir T »

Hefurður prófað að nota einfaldlega Trélím, hefur reynst mér best í þessu frauð bralli....
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ein aðferð við að klæð/spónleggja frauðkjarna, sem ég hef séð lýst en ekki prófað sjálfur er að bera venjulegt hvítt trélím ("Alifatiskt" lím td. Griplím) á báða fletina og láta þorna. Nota svo straujárn til að strauja klæðninguna á. Þornaða límið bráðnar eins og hita-límbyssu-lím.

Án reynslu af slíkri vinnu og þar með án ábyrgðar þá líst mér sjálfum best á PU límið en það verður að gæta þess að festa efnið vel því þegar PU-límið freyðir þá ýtir það hlutunum sundur. Þegar frauð-kjarnar eru skornir þá geymir maður auðvitað ytri bútana og notar þegar þetta allt er pressað saman.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Agust »

Þegar ég var eitt sinn að skera út væng í Super Lightning notaði ég 15 VAC spennubreyti. Forvafið var 230V og tengdi ég það um Ticino ljósadimmer. Þannig gat ég stillt hitann.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Offi »

Ég gerði nokkrar tilraunir með mismunandi lím og ég er búinn að finna lím sem ég held að henti bara flott. Fyrst að hinum tegundunum, svona til að byggja upp spennu:

Í þriðja sæti var - Trélím: Það er hugsanlega nothæft til að líma saman frauðhluta, en það dugar engan veginn til að líma ál á frauð
Í öðru sæti var - Epoxý: Það límir fínt en er leiðinlegt í vinnslu.
Í fyrsta sæti var - Fischer Konstruktions Kleber: Ég á eftir að sjá hvaða útgáfur maður finnur af þessu lími, en það límdi prufuplötuna alveg dúndurvel á frauðið. Ég hef reyndar smá reynslu af þessu lími, ég þurfti að rífa upp spýtu sem ég límdi óvart á rangan stað á baðherberginu mínu og ég hélt að gólfið færi allt með! Meðan ekki koma betri kandídatar, þá er þetta límið sem ég ætla að nota.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Sverrir »

Farðu bara sparlega með límið svo þú bætir ekki óþarfa þyngd á módelið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Árni H »

Jæja, Offi. Ertu ekki búinn að safna nægu efni í klæðninguna? :D
Passamynd
slunginn vikingur
Póstar: 31
Skráður: 8. Nóv. 2007 10:16:40

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir slunginn vikingur »

sjá herdna:
http://www.extremflug.de/seite009.htm

eda:
http://www.sperrmuellflieger.de/

eda:
http://www.blackwaters.ch/fc/flyinginiceland.htm

:-)
flottan módelar og flyva flott!

bara eps (ekki epp) og limband fra húsasmidjan
Svisslendingur á Ísafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Árni H »

Þessi Pringlesraketta er alveg brillíant - ég á eftir að prófa hana! Sjá hér: http://www.extremflug.de/seite022.htm
Svara