Cermark Extra 260 + SPE26cc

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Skal segja þér það þegar ég verð búinn að gangsetja minn, verð annað hvort með 17x8 eða 18x6, ætla að sjá hvor kemur betur út, svo er allt opið eftir það.
Nafni þinn hringdi fyrr í kvöld í góðum gír og ég er búinn að lofa að hringja í hann um leið og mótorinn fer í gang með fyrstu tölur ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Ýmislegt búið að gerjast upp á síðkastið, smá breytingar hér og þar.

Loftun og áfylling.
Mynd

Til að ná vélinni í jafnvægi þá þurfti að skella rafhlöðunni aftur í skott.
Mynd

Voila!
Mynd

Er þetta svokölluð soft-mounting á móttakaranum? :rolleyes:
Mynd

Í upphafi þá leit framendinn svona út, en eftir smá hugleiðingar þá ákvað ég að breyta því. Fyrst og fremst til þess að auka aðskilnaðinn milli radíóbúnaðarins og kveikjukerfisins þar sem ég ætla að reyna að komast hjá því að nota ljósleiðaraborð. Eftir breytingar eru um 40 cm þar á milli. A er gamla servóstaðsetningin(svona ef það færi milli mála) og B er samsetning á skynjaravírnum fyrir kveikjuna en ég ákvað að færa vírinn svo ég gæti lokað götunum.
Mynd

Ég skellti hitakrumpu á samsetninguna og límdi svo heila klabbið við eldvegginn.
Mynd

Þar sem ég færði servó fyrir bensíngjöfina aftur í þá vantaði mig barka fram í blöndung.
Mynd

Hér sést hvar servóið endaði og glöggir aðilar sjá kannski spennujafnarann fyrir Duralite efst á myndinni.
Mynd

Ég lokaði líka stærstu götunum sem voru inn í skrokk.
Mynd

Bæði að ofan og neðan. Filma og þunnur balsi eftir því hvort hentaði betur.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Reynsluflug að baki, flýgur eins og engill! Sjá fleiri myndir og frásögn hér.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir maggikri »

Nokkrar videoklippur af vélinni.





kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Nýtt stélhjól var sett á vélina um daginn, eigandinn segir þetta vera allt annað líf!
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir maggikri »

Móttakaraskipti: Úr 35Mhz í 2.4 Ghz
Mynd

Mynd

Kv
MK
Svara