Síða 3 af 7

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 2. Des. 2007 22:59:12
eftir Björn G Leifsson
Sniiiðugt.

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 2. Des. 2007 23:57:28
eftir maggikri
Grindarsmíðin á þessum ferlíkum minna mig á byggingu Hallgrímskirkjuturns. Þetta er engin smávegis grind í þessu.
kv
MK

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Des. 2007 09:57:16
eftir Gaui
Maggi

Sko --- þessar vélar eru svo stórrar að orðið „ferlíki“ er ekki nógu öflugt. Það orð sem kemst næst þeim er orðið „fimmlíki“.

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Des. 2007 11:01:41
eftir Sverrir
Mynd

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Des. 2007 12:39:09
eftir Offi
Gaui... ég sá að þú talaður um skrokkgólfið í einhverjum póstanna hér á undan. Hefði ekki verið réttara að tala um grindarbotninn? :D

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Des. 2007 16:55:14
eftir maggikri
[quote=Gaui]Maggi

Sko --- þessar vélar eru svo stórrar að orðið „ferlíki“ er ekki nógu öflugt. Það orð sem kemst næst þeim er orðið „fimmlíki“.[/quote]
Ég vissi það!. Ég hafði ekki nógu sterk orð. Hérna kemur samt eitt að gamni "bjórlíki".

kv
MK

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 9. Des. 2007 17:28:15
eftir Gaui
Það er nú ekki margt sem ég get sagt frá núna, því að þegar maður er að smíða tvö eins módel, þá kemur að því að maður er bara að gera aftur eitthvað sem maður hefur sýnt áður. Hér er vængur númer þrjú (listræn mynd):

Mynd

Á milli þess sem ég límdi niður rif í þriðja vænginn setti ég þann fyrsta til bráðabirgða á skrokkinn og formaði rótarkubbinn, fyrst með smá sandpappírlengju ...

Mynd

... og síðan með flötu tóli frá Perma-Grit (ef þið eigið ekki svona, þá mæli ég með því):

Mynd

Í næstu viku verð ég vonandi búinn með fjóra vængi og get byrjað á skrokk númer tvö.

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 9. Des. 2007 19:50:42
eftir Árni H
Bara gifta ykkur - þá eignist þið Permagrit... :) Hmmm - þetta er annars alveg eins og mitt þetta þarna á myndinni... ;)

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 16. Des. 2007 18:02:30
eftir Gaui
Þetta gengur hægar en ég gerði ráð fyrir. Hér er vængur númer fjögur:

Mynd

Þetta er farið að minna óþægilega á verksmiðjuvinnu: fjórir eins vængir fyrir tvö módel. Vonandi verða tveir þeirra hægri vængir og tveir vinstri.

Í næstu viku lofa ég að skrokkarnir verði komnir upp á borðið.

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 22. Des. 2007 22:20:36
eftir Spitfire
[quote=Gaui]Ég notaði borstoð frá Robart sem Þröstur lánaði mér (ég þarf að kaupa mér svona, það þrælvirkar) til að gera götin:[/quote]
Gaui, þú getur keypt borstoðina með pakka af Robart lömum, sjá hér.