Síða 21 af 53
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 4. Maí. 2007 10:58:34
eftir Gaui
Hjá okkur gilda tryggingar félaga í FMFA á öllum skilgreindum flugmódel flugvöllum á landinu. Það eina sem við þurfum að gera er að framvísa skírteininu góða og við eru góðir til að fara (ílensk þýðing á "good to go")
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 4. Maí. 2007 11:13:22
eftir Sverrir
Menn eru alltaf velkomnir í heimsókn en ef menn fara að koma í „reglulegar“ heimsóknir þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að ganga í félagið
Annars var líf og fjör í gærkvöldi, 12 manns í vagninum þegar mest var og pláss fyrir fleiri.
Veðrið var svo gott að síðustu menn sáust yfirgefa völlinn upp úr kl.23.
Fleiri myndir má finna í myndasafni félagsins.
Dreifingin var auðvitað betri en ég rak alla í annan endann fyrir myndatökuna.
Þægilegt að vera með svona upphækkað hús þegar þarf að koma vélunum í skjól.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Maí. 2007 08:10:10
eftir Gaui K
langflottastir!!
Gaui K
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Maí. 2007 19:47:37
eftir Sverrir
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Maí. 2007 23:56:35
eftir Þórir T
Vona að þið séuð búnir að fela fúavarnar dósirnar ... sællar minningar eða hitt og heldur.. þetta er stórglæsilegt hjá ykkur drengir, Til hamingju
mbk
Tóti
Smástund
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 15. Maí. 2007 22:08:40
eftir Sverrir
Ekki seinna vænna að skella smá áburði á vallarsvæðið. Einn sekkur, 600 kg eða svo, var fórnarlamb áburðarfullra félagsmanna í kvöld.
Sekkurinn hvarf á rétt rúmum einum og hálfum klukkutíma.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 16. Maí. 2007 18:39:41
eftir Sverrir
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 16. Maí. 2007 19:30:03
eftir maggikri
Fleiri myndir af skúraflutningi. Hérna er Maggi Óla on the joystik. Við þökkum kappanum fyrir aðstoðina
Skúrinn lítur bara vel út "under"
Allt annað útsýni "sést í brautarendann" frá rampinum.
Fleiri myndir verða á modelflug.net fljótlega.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 17. Maí. 2007 13:08:32
eftir Agust
[quote=Sverrir]Ekki seinna vænna að skella smá áburði á vallarsvæðið. Einn sekkur, 600 kg eða svo, var fórnarlamb áburðarfullra félagsmanna í kvöld.
Sekkurinn hvarf á rétt rúmum einum og hálfum klukkutíma.[/quote]
Þetta er svaka mikið grasflæmi sem þið eruð með. Hæfilegt áburðarmagn af Blákorni er 20 grömm á fermetra eða 20 kg á hverja 1000 fermetra. Gott er að bera þetta magn á 2-3 á sumri til að grassprettan verði jöfn, eða 40-60g/m2 alls.
Miðað við þetta nægja 600kg á 600.000g/20g=30.000 fermetra eða 3 hektara ef áburðarmagnið er 20g á fermetra. Það er mátulegt á einn hektara (10.000 m2) ef borið er á þrisvar 20g/m2.
Ef maður ber óþarflega mikið á, þá verður uppskeran í samræmi við það og heyskapur góður
Hvað eru þetta margir fermetrar af grasflöt hjá ykkur?
Iðavallabóndinn
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 17. Maí. 2007 14:16:28
eftir Sverrir
Við bárum á um 7.000 fermetra af grasi og um 3.000 fermetra sem eiga að verða að grasi.
5.000 fermetrar af því eru torfur svo það veitir ekki af að örva þær dálítið
Annars vorum við með Græði 7. Hver ætli finni upp á öllum þessum nöfnum