Síða 21 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Nóv. 2011 14:18:48
eftir kip
Gaui mér lýst ekki á neon hor litinn á nefinu á stikkinum, ég á rúllu af rauðu sem ég keypti til að nota í viðgerðir á Giant Big Stickinn minn sáluga sem er best að þú fáir ef þú vilt.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Nóv. 2011 20:18:32
eftir Gaui
Takk fyrir Kristinn, en ég er góður.

Guili liturin er osom!

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 8. Jan. 2012 14:09:15
eftir Árni H
Á meðan ég sit fastur í tíma einhvers staðar með Jasta 6 í nóvember 1918, veður Gauinn yfir hverja heimsstyrjöldina á fætur annarri eins og enginn sé morgundagurinn. Maður er farinn að þekkja kunnuglegt vænglag "gute, alte Heinkel" á borðinu hjá honum :)

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Feb. 2012 14:27:15
eftir Árni H
Nokkrar myndir úr morgunkaffinu í skúrnum.


Heinkel í döðlum...
Mynd
...svo eftirlitshundunum líst ekki á blikuna...
Mynd

Á leiðinni heim kom ég við hjá Hirti í Flugsafninu og kíkti á sögufrægan farkost:
Mynd

Svo sá ég hálfnakinn "Beaver" ;)
Mynd

Kv,
Árni H

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Feb. 2012 20:46:35
eftir Óli.Njáll
Þær eru að verða nokkuð fjölbreyttar kaffi smíðastundirnar á Grísará þykir mér

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 14. Feb. 2012 01:25:29
eftir kpv
Gaman að smíðapóstum frá Grísará. Hvernig sem viðrar.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 23. Ágú. 2012 22:21:11
eftir Gaui
Þá er vetrarstarfið að byrja á Grísará og þeir Árni og Mummi komi í gærkvöldi til að leggja drög að smíðum vetrarins.

Mummi leysti Cessna Birddog niður úr loftinu, bar hana varlega út og sópaði svo miklu ryki af henni að það sortnaði í Eyjafirði um stund:

Mynd

Svo fann hann sér sandpappír og byrjaði að pússa grunninn niður og glerfíberinn með:

Mynd

Árni var búinn að leggja í vélarhlíf og nú var hún losuð úr mótinu. Vaselínið dugði til að koma í veg fyrir að hún festist:

Mynd

Næst var að merkja það sem mátti skera burt og síðan nota skurðarskífu í Proxxoninum til að ná því í burt:

Mynd

Allur þessi skurður varð til þess að Árni var allur löðrandi í glerfíbersalla og þurfti því aðstoð við að ná honum burt.

Mynd

Og svo var vélarhlífin mátuð á skrokkinn -- eitthvað segir mér að hún passi fínt.

Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Ágú. 2012 12:31:16
eftir Spitfire
Skemmtilegt! :cool:
En ég sé að Árni á nokkra depla eftir á skrokknum :P

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Ágú. 2012 14:27:59
eftir Gaui
Nei, hann þarf ekki að mála þá, því það kemur álplata yfir ;)

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Ágú. 2012 14:49:25
eftir Sverrir
Isss, letingi! :P :D ;)