Við vorum bissí í skúrnum í kvöld. Bandi og Skarphéðinn komu með Nova Trainer sem þurfti að fá flughæfniskýrteini. Eftir smá fikt í sendinum var allt eins og það átti að vera.
Óli Njáll, sem sést ekki á myndunum, tók mynd af okkur hinum. Árni er að fitta stélið á Fokkerinn, ég er ennþá að pússa mótorhúsin á Heinkel og Mummi er að pússa grunninn niður á Birddog.
Mummi er að reyna að flýta sér með Birddog, en yfirborðið á honum virðist bara stækka eftir því sem hann pússar hraðar.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 6. Sep. 2012 17:56:36
eftir Árni H
Grísæringar stunduðu mannfræðirannsóknir í gær í veikri von um að finna réttan skala á flugmannsprojekt...
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 8. Sep. 2012 19:12:14
eftir Gaui
Þessi símamynd er náttúrulega til háborinnar skammar, svo hér er ein alvöru sem sýnir þessar rannsóknir af meiri nákvæmni en þessi telefónn!
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 8. Sep. 2012 19:14:36
eftir Gaui
Svo má líka geta þess að það er líka glingrað við módel. Hér er Árni að fylla og pússa vélarhlíf sem á að fara á Fokker D VIII:
Mummi reynir að sýnast áhugasamur við að pússa niður grunn á Birddog:
Svo mátaði Árni gogglur sem hann ætlar að nota í hanginu í vetur:
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 9. Sep. 2012 13:37:04
eftir Gaui
Árni var ekki ánægður með innri brúnina á vélarhlífinni sinni, svo hann ákvað að styrkja hana með smá koltrefjum. Hann byrjaði á að vefja glæru límbandi utan um mótið af káflíngunni og síðan pensla epoxý og koltrefjum upp á það:
Þegar þessi aðferð er notuð er eins gott að hafa nóg af Fjalla-lindar Epoxy:
Svo er hellingi af Fjalla-lindar epoxy penslað innan í vélarhlífina og hún bundin utan á með trefjalímbandi:
Þegar þessu var lokið fóru Árni og Mummi að skera hangvæng fyrir Mumma:
Og hér er vængurinn kominn: Mummi sæmilega ánægður, en Árni er efins á svip. Æ vondur væ.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 16. Sep. 2012 16:03:19
eftir Gaui
Árni lennti í smá vandræðum með vélarhlífina (vídeó komið -- sjá neðar) en að lokum gat hann borið hana við og virðist bara ánægður með árangurinn.
Það næsta sem hann fór að bauka við voru lokin á botninum. Hann er búinn að skera Solartexið frá og byrjaður að fitta lokin:
Mummi er búinn að pússa Birddog lengi og mikið og loks var komið að því að draga hann út á pall og úða smá grunni yfir hann aftur. Byrjaði þá ekki bara að rigna !!
Og fyrst ekki var hægt að stunda módelsmíðar utanhúss prófaði Mummi bara nýtt hobbý, fyrst að rennibekkurinn minn var kominn í gang:
Og svo gladdi Mummi okkur með smá pilsner sem hann dró með sér frá Svíþjóð. Spitfire, The Bottle of Britain.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 20. Sep. 2012 23:00:22
eftir Gaui
Sveinbjörn kíkti til mín á miðvikudag og dúllaði sér aðeins við Farmhand vængina sína. Hann er nú búinn að setja öll stýrin á og getur límt vænginn saman þegar búið er að fylla og pússa eins og ætlast er til.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 21. Sep. 2012 12:08:58
eftir lulli
[quote=Gaui]Sveinbjörn kíkti til mín á miðvikudag og dúllaði sér aðeins við Farmhand vængina sína. Hann er nú búinn að setja öll stýrin á og getur límt vænginn saman þegar búið er að fylla og pússa eins og ætlast er til.
[/quote]
Glæsilegt!
Þeir eru flottir ,treysti á að það verði ekki færri en 2 farmerar starfhæfir á komandi sumri
..og þið hinir sem eigið ósmíðaða fjósa; hvað er að frétta!
Kv. Lúlli.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Sep. 2012 16:04:39
eftir Gaui
Og hér er svo vídeóið af því hvernig Árni fór að því að ná vélarhlífinni sinni utan af mótinu þegar hann vara búinn að kolfesta hana með Fjalla-Lindar epoxýi:
Þegar góðu ráðin eru fokdýr, þá er farið í þau slæmu!
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Sep. 2012 16:16:34
eftir Sverrir
Hann hefur verið með góða þrengingu fyrrum Norðurlandsmeistarinn.