Síða 23 af 53

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 21. Jún. 2007 10:44:37
eftir Þórir T
Vá!! eruð þið enn að nota þessar stýringar !! ótrúlega nýtnir... :D

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 21. Jún. 2007 12:30:33
eftir Sverrir
Engin ástæða til að skipta út hlutum sem virka ;)

Mesta hörkutólið
Frímann Frímannsson - Keppti á Charter án hallastýra á 27 mhz

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 21. Jún. 2007 13:39:21
eftir Björn G Leifsson
[quote=Þórir T]Vá!! eruð þið enn að nota þessar stýringar !! ótrúlega nýtnir... :D[/quote]
Ef þú vilt ná betri árangri í lendingakeppni get ég selt þér eina svona, meira að segja sex rása.

:D

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 21. Jún. 2007 23:20:16
eftir Þórir T
uhhh lof mér hugsa mig um.... nei takk :D

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Jún. 2007 11:41:45
eftir Gaui
Ég sé enn eftir að hafa selt mína einhvern tíman í kringum 1980.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Jún. 2007 15:10:22
eftir Björn G Leifsson
Reyndar er mín gamal stýring ekki til sölu í alvörunni og tilheyrir eiginlega pabba gamla hreint formlega af út í það er farið.
Það er sport í þessu hjá Frímanni, að mæta í keppni með "handíkapp" :D

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 2. Júl. 2007 00:50:13
eftir maggikri
Maggi og Helgi tóku gamla vindpokann niður og settu upp nýjan vindpoka(frá Jónsveri á Vopnafirði)að kveldi 01.07.2007 þegar allir flugmennirnir voru farnir heim eftir langann flugdag. Hér fyrir neðan eru myndir af vindpokaskiptunum og blóðrautt sólarlag á Arnarvelli.
kv
MK
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 3. Júl. 2007 23:40:43
eftir Sverrir
Já nýja vindpokanum líður bara mjög vel út á velli.
Mynd

En hvað skyldi vera að gerast hérna?
Mynd

Gunnar ræðir málin.
Mynd

Allt að verða slétt og fínt.
Mynd

Hér sést dýrðin í heild sinni. Í kvöld var s.s. verið að slétta úr og lengja öryggissvæðið og í framhaldi af því verður sáð í það.
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 4. Júl. 2007 00:25:18
eftir Höddi
Það er mikið fyrir því haft að koma nokkrum flugmódelum upp í loftið og niður aftur ;-) þetta er glæsilegt hjá ykkur, ég dauðöfunda ykkur af þessari flottu aðstöðu :-) Við eigum mikið verk fyrir höndum hér fyrir austan.....
Erum reyndar að byrja að koma okkur upp flugvelli hérna á Fáskrúðsfirði og mig langaði að spyrja ykkur, hvort og hvar við gætum keypt "lítinn" vindpoka?? Okkur finnst stór vera svolítið fyrirferðamikill til að byrja með.

kv.
Höddi

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 4. Júl. 2007 00:37:54
eftir Sverrir
Efast ekki um að ykkar á eftir að verða flottur með tíð og tíma :)

Jónsver er líka með minni poka.

Jónsver ses
Hamrahlíð 15
690 Vopnafjörður

473 1810