Þykkt smykkt... bull er þetta... við mývetningar reiknum ekki með að það vanti loft... kínapressan bara gaf upp öndina...
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 22. Nóv. 2011 13:11:51
eftir Árni H
Krossarnir málaðir. Fyrst er vængurinn þveginn vel og svo er maskað með málningarlímbandi. Það er best að nota gult málningarlímband sem er miklu dýrara en þetta venjulega. Þegar búið er að maska fyrir merkingunni verður að nota litla spýtu (ég notaði þvottaklemmu) til þess að nudda niður allar brúnir þar sem hætta er á að málingin geti lekið undir límbandið. Ef þetta er gert verða allar línur tandurhreinar og engin þörf á lagfæringum eftirá.
Kv,
Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 30. Des. 2011 00:02:32
eftir Árni H
Hérna er vídeó sem ég hnoðaði saman um krossamálninguna:
Það hefur gengið hægt með Fokkerinn í vetur - ég álpaðist til þess að fara í skóla með ríflega fullri vinnu fyrir áramót en nú er því lokið í bili þannig að Fokkersmíðin fer vonandi að mjakast áfram.
Kv,
Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 30. Des. 2011 10:07:07
eftir jons
[quote="Árni"]Já, nú er það svart...[/quote]
"Nah", hugsaði ég, "Þetta er bara svart-ish".
[quote="Árni"]...eða svart-ish, eins og hinn svikuli Mummi myndi segja.[/quote]
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 8. Jan. 2012 13:54:11
eftir Árni H
Eftir nokkurt hlé á málningarvinnu var haldið áfram í morgun.
Ef grannt er skoðað má hugsanlega greina þjáningarsvip
Kv,
Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 8. Jan. 2012 14:04:02
eftir Messarinn
Duglegur
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 8. Jan. 2012 14:57:08
eftir Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 10. Jan. 2012 22:23:38
eftir Gaui
[quote=Árni H]Eftir nokkurt hlé á málningarvinnu ... [/quote]
Úrdráttur ársins !
Góðir hlutir gerast seint. Hvað er sameiginlegt með þessum tveim myndum og hvernig tengjast tölurnar 9 og 10 við það?
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 15. Jan. 2012 15:19:36
eftir Árni H
Útsendara FMFA á Jótlandi leist ekki betur á vinnuhraðann við málinguna en svo, að hann kom alla leið frá lille Dannevang til að mála fimm bletti á meðan ég fékk mér kaffi
Gauja var svolítið illt í skegginu í morgun en hann reyndi samt af veikum mætti að fylgjast með...