Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hér kemur það sem ég ætlaði að setja:

Árni var eitthvað svalur þegar hann kom og fannst rétt að snerpa aðeins á kaffinu. Sem betur fer var hann að strauja Solartex á lúgur af Fokker, svo það var auðvelt.

Mynd

Svo skar hann út kokkpittið á Fokker. Mummi fylgdist með og fannst lítið til koma, enda er árni hálf-öðru ári á eftir okkur hinum.

Mynd

Ég byrjaði að brytja niður Cyparis við sem Steve Holland kom með handa mér frá Englandi. Þessi viður ilmar sérlega vel, eins og sést á þessari mynd.

Mynd

Og hér er það sem þessi ilmandi viður fer í: TF-ÖGN í 1/3 stærð.

Mynd

Nú tók Bubba til hendinni og fór að máta sig við flugvélar. Fokkerd DVIII

Mynd

og Cessna Birddog:

Mynd

Hann vill ólmur komast í loftið aftur og reynir all sem hann getur -- greyjið.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Mummi og Árni kíktu í morguyn og dúlluðu sér við módelsmíðar. Árni setti m.a. stéldrag undir Fokkerinn:

Mynd

Og Mummi framkvæmdi ýmsa útlitsgaldra á Birddog:

Mynd

Og svo var þetta:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Og Gaui dró fram stóru mótorana...
Mynd

Mummi þreyttur á panellínum...... NOT! Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir... :D
Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Mummi hefur greinilega verið að dunda sé heima undanfarið. Hann mætti í skúrinn með þetta líka flotta mælaborð í Birddog:

Mynd

Næsta mál á dagskrá hjá Árna var að setja álplötu ofan á Fokkerinn framarlega. Til þess notaði hann gamla góða Jötungripið, en lyktin af því er nokkuð sem maður þarf að venjast -- á löngum tíma.

Mynd

Svo var að leggja plötuna ofan á tvo búta af plasti og stilla hana af ...

Mynd

... áður en annar búturinn er tekinn undan og platan fest (maður fær bara eitt tækifæri!)

Mynd

Þá er hinn búturinn tekkinn undan og platan fest alla leið. Þetta er svona "sjúkkitt" stund ef allt hefur farið eftir áætlun.

Mynd

Svo er límband sett utanum til að halda plötunni á meðan hún festist almennilega. Hún er nefnilega þó nokkuð stíf og betra að fara varlega en að þurfa að laga seinna.

Mynd

Svo kom í ljós að Árni átti eftir að mála nokkra depla í viðbót ;)

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Gáta vikunnar:

Ef mælaborðið er athugað vandlega má sjá að Mummi er líklega um það bil að lenda i töluverðum vandræðum.

Af hverju?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Gáta vikunnar:

Ef mælaborðið er athugað vandlega má sjá að Mummi er líklega um það bil að lenda i töluverðum vandræðum.

Af hverju?

:cool:[/quote]

Af því sem mælar sýna þá er dautt á mótornum... en það er það jú auðvitað ef maður tekur mælaborðið úr, er það ekki?

:)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir einarak »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Gáta vikunnar:

Ef mælaborðið er athugað vandlega má sjá að Mummi er líklega um það bil að lenda i töluverðum vandræðum.

Af hverju?

:cool:[/quote]

Af því sem mælar sýna þá er dautt á mótornum... en það er það jú auðvitað ef maður tekur mælaborðið úr, er það ekki?

:)[/quote]


Of auðvelt. Vandamálið er verra því greinilega er enginn sígarettukveikjari í mælaborðinu og iphoneinn er að verða straumlaus...
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Doktorinn er nálægt þessu. Hins vegar sást honum yfir að Mummi er í 5300 feta hæð með dsauðan mótor og engan hraða.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Doktorinn er nálægt þessu. Hins vegar sást honum yfir að Mummi er í 5300 feta hæð með dsauðan mótor og engan hraða.

:cool:[/quote]

Huh.... dautt á mótor er auðvitað ekki vandamál nema fjarlægðin frá jörðu se umtalsverð. En það þarf nú yfirleitt ekki að hafa miklar áhyggjur af því á svona handhægum vélum:

Mynd


(sagan bakvið þessa mynd)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson]Huh.... dautt á mótor er auðvitað ekki vandamál nema fjarlægðin frá jörðu se umtalsverð.[/quote]
Ég kysi frekar að missa mótor í 5000 fetum heldur en 500 fetum. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara