Árni er eihvers staðar á ferð með WOW Air í Evrópu, svo Mummi kom einn í morgun og bjó til panellínur. Svo uppgötvaði hann bót á hægri hlið stélkambsins sem hann gat búið til. Þá er bara að finna til álteipið og límsprautuna:
Og svo er þetta í gangi.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 30. Okt. 2012 16:49:03
eftir Jónas J
[quote=Gaui]
Og svo er þetta í gangi.
[/quote]
Hvað er "þetta" ? :/
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 30. Okt. 2012 20:08:58
eftir Gaui
[quote=Jónas J]Hvað er "þetta" ? :/[/quote]
Það verður bara að koma í ljós.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 30. Okt. 2012 20:26:07
eftir Jónas J
Hvernig lím notið þið í þetta ???? Það skiptir kannski engu máli ?
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 30. Okt. 2012 22:51:50
eftir Gaui
Þetta er bara venjulegt trélím, óþynnt.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 4. Nóv. 2012 18:01:50
eftir Árni H
Að venju var sunnudagsmorgunn um land allt og líka í Bunkernum hans Gauja. Kaffi, kex og smíðadútl...
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 4. Nóv. 2012 20:29:42
eftir Messarinn
Og enn ein tvíþekjan í smíðum
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 4. Nóv. 2012 22:30:08
eftir Björn G Leifsson
Usss... Ég held að stórsmiðurinn vilji ekki koma út úr skápnum með það alveg strax að hann er loksins farinn að föndra saman rafmagnsflugvél
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 5. Nóv. 2012 07:11:40
eftir Agust
[quote=Björn G Leifsson]Usss... Ég held að stórsmiðurinn vilji ekki koma út úr skápnum með það alveg strax að hann er loksins farinn að föndra saman rafmagnsflugvél [/quote]
Ég sé ekki betur en á smíðaborðinu sé forláta Grunau Baby með voldugum outrunner í nefinu. Getur það ekki verið Gaui? Gamli og nýi tíminn að mætast... Eitthvað þokukennt á myndinni.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 11. Nóv. 2012 15:27:09
eftir Gaui
Smá vídeó sem sýnir nokkrar skopmyndir af því sem fram fer í skúrnum. Meðal annars sést hvernig Mummi setur panel línur á Birddog.