Síða 26 af 63

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 9. Okt. 2013 16:03:45
eftir Björn G Leifsson
Bara svona af því að maður er haldinn þessari fíkn og finnst fátt skemmtilegra en að skoða hvað aðrir fíklar eru að gera...
Ég á nokkuð reglulega leið um Kebblavíkina, aðallega á fimmtudags eða föstudagskvöldum. Það gæti verið að maður væri í stuði til að stoppa við einhvern tíma, skipta sér pínu af, þykjast hafa vit á hlutunum og svoleiðis :)

Hvar er þessi móðurstöð ykkar staðsett (kort?) og hvenær eru helst einhverjir á staðnum?

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 9. Okt. 2013 16:43:25
eftir Sverrir
Engir fastir tímar en sjúklingarnir eru oftast nær á svæðinu. Við birtum hvorki heimilisfang né kort á netinu, hringdu bara í mig/Magga/Gústa þegar þú ert á ferðinni og við lóðsum þig á svæðið.

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 9. Okt. 2013 23:15:04
eftir Ágúst Borgþórsson
Guðjón er kominn með eina svona í hús og ætlar að verða á undan Magga formanni að setja saman :D

Mynd

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 13. Okt. 2013 00:57:02
eftir lulli
Hreiðurheimsókn og njósnaferð í "kassann" leiddi ýmislegt í ljós....
... en sem betur fer eru suðurnesjamenn þekktir fyrir vinnusemi og byrjað er að vinna í málinu.
Mynd
Mynd
Mynd

Gústi lét sér ekki leiðast og er nú að hallast meira og meira á vinstri-vænginn
krati>> íhald
Mynd

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 13. Okt. 2013 01:39:44
eftir Gauinn
Ég var fram á nótt að rafvæða nýja húsbílinn minn, ef einhver fer svolítið fyrr í hreiðrið, væri nú gott að vita af því, ég held að vélin mín eigi ekki langt í inniflugið.
Þe, auðvitað núna sunnudaginn.

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 13. Okt. 2013 14:33:12
eftir Árni H
[quote=Gauinn]Ég var fram á nótt að rafvæða nýja húsbílinn minn...[/quote]

Seturðu þá Turnigy mótor í hann? :P

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 13. Okt. 2013 16:40:15
eftir Gauinn
[quote=Árni H][quote=Gauinn]Ég var fram á nótt að rafvæða nýja húsbílinn minn...[/quote]

Seturðu þá Turnigy mótor í hann? :P[/quote]
Kunningi minn er að hjálpa mér, hann er mjög tæknilega sinnaður, sko ég flyt allt dótið úr þeim bláa yfir, þar á vegg var rofabox, með þremur rofum.
Hann er að leggja nýtt eftir sínu höfði, það eru komnir 30 vírar inn í það nú þegar og ekki nærri búinn, ekki veit ég hvað eru margir Turnigy motorar og servó við hinn endann, en kæmi mér ekki á óvart að ég kæmi fljúgandi á honum til ykkar í sumar

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 23. Okt. 2013 00:21:55
eftir lulli
Það var varmt á könnuni og eitthvað til dundurs í Hreiðrinu á þessum ágæta þriðjudegi.

Mynd
Mynd
Vængsmiðurinn Gústi sýnir hér alvöru balsa takta og Guðjón umvafinn kvennsum.
Mynd
Sverrir mætti á svæðið en náðist ekki í mynd , svo hann fær bara mynd úr myndasafni..
Mynd

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 23. Okt. 2013 13:05:37
eftir Árni H
Glæsilegt Bixlerhjólastell...

Re: Smíðað í Arnarhreiðrinu

Póstað: 5. Nóv. 2013 02:54:31
eftir maggikri
Sunnudagskvöldið 03.11.2013 og mánudagskvöldið 04.11.2013
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
kv
MK