Síða 28 af 53
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 9. Jún. 2008 23:50:10
eftir Ólafur
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 10. Jún. 2008 00:47:37
eftir maggikri
Lalli þetta er glæsileg myndasyrpa hjá þér. Frábær árangur í kvöld. Þvílíkur kraftur í mannskapnum. Sést best hvað hægt er að gera þegar menn koma saman og mynda vinnuhóp, sá yngsti 4 ára og gaf ekkert eftir.
Hérna eru nokkrar myndir. Það þarf varla að bæta við, Lalli er búinn að covera helling.
Yfirlitsmynd, Albert tækjamaður í forgrunni klikkar aldrei. Tréin flutt sjá bakgrunn, allir að vinna.
Pitturinn að fá mynd á sig. Tréin komin og vantar bara mold ofan í og þökur upp að. Ekkert smá flott. Albert það þarf svo að klippa trén.
Síðustu menn og hundar yfirgáfu svæðið að ganga 00:30 eftir miðnætti. Sverrir, Eiki, Emma og Sigurður. Gústi var nýfarinn.
Óli slær ekkert af. Hann er að æfa fyrir lendingarkeppnina og hver veit nema af hann vinni.
Aircoreinn hans Óla að koma inn til lendingar. Glæsilegt.
kv MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 10. Jún. 2008 00:50:33
eftir Sverrir
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 15. Jún. 2008 02:20:44
eftir maggikri
Það voru ekki alveg svona margir að vinna í kvöld 14.júní til 15. júní. Formaðurinn og Sigurður Sindri kíktu með kerruna (moldarkerruna) og með tvær flugvélar. Flugdoktorinn hafði hringt fyrr um kvöldið og ætlaði að kíkja en ekkert varð úr því. Ég sem mætti, með Wayfarer. Flugdoktorinn gaf mér ráð varðandi lækningu á trjánum sem voru alveg að srælna niður vegna moldarleysis og sólþurrks. Þannig að við feðgar fórum ca 5-6 ferðir með fulla kerru af mold til þess að góðursetja trén og setja mold yfir ræturnar.
Sigurður Sindri, Öflugur hjálparmaður á skóflunni.
Komin mold að trjánum og þau fest niður. Vantar samt meiri mold.
Laufin voru orðin ansi lúin.
Ná í vatn til að vökva. Nóg af vatni þarna. Þarf að fara á réttan stað.
Vökva og vökva.
Og vökva.
Það eru fleiri en fuglarnir sem hreiðra um sig við flugvöllinn. Kona frá Finnlandi var með tjald við vatnið.
Wayfarer að taxera á nýja flughlaðinu inn á braut.
Miðnæturflug. kl. 00:50. Var bjart en samt sést ekki vel í vélina, skrýtin birta.
Sverrir var búinn að fara með sláttuvélina yfir allan völlinn og snurfusa helling fyrr í vikunni
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 16. Jún. 2008 23:07:03
eftir maggikri
Jæja allt á fullu i kvöld til að klára fyrir stóru lendingarkeppnina.
RR-verktakar klikka ekki og komu með þessa fínu sérunna gróðurmold og sturtuðu á Arnarvelli.
Guðmar og Gunni að naglhreinsa.
Kunna þeir á hjólbörur
Guðmar klikkar ekki á Merrild kaffinu góða.
Flott, allt að verða tilbúið í bili.
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Júl. 2008 01:34:25
eftir Sverrir
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Júl. 2008 18:07:50
eftir Messarinn
Alger snilld hjá ykkur.
Þetta er ekki bara módelflugvöllur heldur listaverk ....
Hamingju óskir með svæðið.
Gummi FMFA
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 5. Júl. 2008 23:37:41
eftir maggikri
[quote=Messarinn]Alger snilld hjá ykkur.
Þetta er ekki bara módelflugvöllur heldur listaverk ....
Hamingju óskir með svæðið.
Gummi FMFA[/quote]
Takk fyrir hamingjuóskirnar Gummi. Við erum gapandi yfir þessu sjálfir, veit ekki hvar þetta ævintýri endar ef það endar einhvern tíma.
RR-verktakar eru náttúrulega bara snilld.
kv
MK