Mummi vinnur þessa daga baki brotnu í smáatriðunum í L-19 Bird Dog.
Hérna sést glögglega hvaða áhrif nokkur þúsund hnoð geta haft á mótstöðulítinn mannshuga...
Kv,
Árni H
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 14. Jan. 2013 08:33:29
eftir Jónas J
Ha ha ha
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 14. Jan. 2013 11:26:58
eftir jons
Á meðan ákvað Árni að athuga hvort fingurinn passaði í vænggatið og komst að því, rétt eins og Emil forðum, að þótt þú getir troðið ónefndum líkamspörtum inn í hluti þá er ekki alltaf auðvelt að koma þeim út úr aftur.
(Og nú væri freistandi að segja frá því að þetta ævintýri hafi haft happy ending eftir stunur, svitastorkna líkama og ógrynni af vaselíni en það myndi ábyggilega misskiljast )
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 20. Jan. 2013 14:10:17
eftir Gaui
Þeir Árni og Mummi koma hingað á Grísará í hverri viku, stundum tvisvar í viku, en þeir eru alltaf að gera það sama: Mummi að setja hnoð á eitthvað (núna er það káflíngin á fuglahundinn) og Árni þumbast áfram með Fokkerinn (eða er hann að fokkar í Þumbaranum ??). Alla vera held ég að hann sé að draga einhverja raflögn í vængstífurnar um þessar mundir.
Þar sem ég var með myndavélina, þá var ekki hægt að taka mynd af mér -- sem er bara kostur.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 7. Feb. 2013 18:52:49
eftir Árni H
Í hangsinu hnoðaði ég saman í eitt vídeó eftir s.l. smíðakvöld. Enn eru tilraunir með myndavélar og forrit
efst í huga en myndefni og gæði víkjandi breyta. En eitt er víst - þessar 3 mínútur fáið þið ekki aftur, þ.e.a.s.
ef þið horfið á vídeóið.
Kv,
Árni H
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 8. Feb. 2013 18:20:46
eftir Patróni
algjör snilld strákar,maður bíður bara eftir næstu húmööörs myndböndum frá ykkur
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 10. Feb. 2013 15:32:25
eftir Gaui
Árni þykist vera orðinn afar hress eftir hjartameðferð og nú pússar hann stífur (hmmm -- það má misskilja þetta!!)
Mummi er, hins vegar, ekkert sérlega hress og líklega farinn að sjá eftir því að hafa ákveðið að setja svona nákvæm hnoð á Borðdúkinn (eða kannski bara kvefaður ??).
Og ef maður ætlar að líma eitthvað sem ekki má sjást, þá er um að gera að setja nógu mikið af klemmum á það.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 10. Feb. 2013 18:48:18
eftir jons
Ég iðrast einskis - atsjú!
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 16. Feb. 2013 10:06:54
eftir Gaui
Það er stundum gestagangur á Grísará þegar frí er í skólum. Mummi og Árni kíktu í gærmorgun og dúlluðu sér smá.
Mummi bjó til loftnet á Borðdúkinn með því að skera gamla veiðistöng í tætlur. Síðan bjó hann til svona fót úr einhverjum góðum viði og límdi ofan í hrygginn á vélinni:
Til að loftnetið fari ekkert fyrr en Mummi vill það, þá setti hann 2mm bolta neðan í stöngina og undir hrygginn setti hann segulstál:
Á meðan sullaði Árni með fylliefni, sem hann klíndi á stífurnar á Fokkernum:
Annars er Árni orðinn svo hrifinn af felumynstrinu á Fokkernum að hann er kominn með svoleiðis sjálfur á handlegginn:
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 10. Mar. 2013 14:37:44
eftir Gaui
Nokkrar svipmyndir af föndrinu á Grísará:
Mummi kom með málningu sem hann ætlar að nota á Borðdúkinn. Flassið skemmir litinn smá, en þetta er dökk grænt, svipað og Borðdúkurinn er málað (ef hægt er að segja að hann sé einn litur).
Siggi kíkti við og fékk ráðleggingar. Hvort hann getur gert eitthvað við þær skal ósagt látið, en hann fékk alveg helling.
Árni speggúleraði í allan morgun um hvernig stellvængurinn ætti að vera útbúinn. Hann er þegar farinn að hlakka til að mála lossens deplana á hann.
Mummi bregst alltaf illa við þegar verið er að njósna um hvað hann er að bardúsa. Svo viðrist sem hann sé byrjaður á innviðum Borðdúksins.
Það sé m.a. á því að hann ljósmyndaði hann að innan með símanum sínum (eða notar hann myndavélina sína til að hringja úr henni?)