Hérna eru nokkrar myndir teknar á meðan Árni var að setja þennan stensil á Fokkerinn:
Fyrst þarf að stilla honum rétt af. Athugið að bakhliðin á þessum miða er húðuð með teiknikolum.
Næst er að teikna með blýanti ofan í letrið á stenslinum. Þá færist kolasallinn af miðanum á hliðina á módelinu.
Freyja þarf að athuga að allt sé gert eftir öllum reglum og boðorðum.
Hér er letrið komið á hliðina. Þetta er teiknikol og færi allt ef maður nuddaði það smá með tusku.
Og svo er málað yfir með svartri málningu og 3x0 pensli. Árni kvartaði sáran undan því að við hinir værum að ganga um og reka okkur óvart i hann á meðan hann málaði. Ég skil ekki af hverju og Mummi veit ekkert heldur.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði