Síða 4 af 9
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 10. Jan. 2025 15:24:41
eftir Sverrir
Skotgengur, stefnir í tvö frumflug með hækkandi sól og lækkandi snjó!
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 11. Jan. 2025 12:26:12
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 26
Dúllaði mér við hægri vænginn í dag. Það er hellingur eftir.

- 20250109_114026.jpg (146.08 KiB) Skoðað 2127 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 11. Jan. 2025 12:28:54
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 27
Enn fiktað við hægri væng. Hér er hægra hallastýri í límingu.

- 20250111_112447.jpg (143.4 KiB) Skoðað 2127 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 15. Jan. 2025 12:32:21
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 28
Hægri vængurinn þokast áfram. Hér er bakkinn fyrir flapsa servóið kominn á sinn stað, kross stífurnar, og ræmurnar á aðal rifin. Smárifin á milli verða gerð á morgun og þá er hægt að snúa vængnum við og klára hann að neðan.

- 20250115_113704.jpg (143.6 KiB) Skoðað 2048 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 16. Jan. 2025 12:18:40
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 29
Allt komið á neðra borði hægri vængs nema rifjaræmurnar. Þær fara á á morgun. Lengst til vinstri má sjá mótorfestingar sem ég bjó til og notaði tækifærið að þekja þær með epoxy kvoðu þegar ég festi kolfíber borðana niður á bitana.

- 20250116_113726.jpg (145.33 KiB) Skoðað 2022 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 17. Jan. 2025 15:12:19
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 30
Þetta er alveg að koma. Nú þarf ég bara að pússa vænginn og rúnna frambrúnirnar á báðum.

- 20250117_121132.jpg (140.93 KiB) Skoðað 1972 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 21. Jan. 2025 12:38:19
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 30
Það tók góðan tíma að setja festingar í vængina fyrir vængstífurnar. Teikningin sýnir eina festingu, en ég setti tvær, báðum megin við bitana. Svo ætla ég að noa M3 kúlutengi til að festa stífurnar. Þá get ég lagt stífurnar undir vængina þegar ég tek þær af.

- 20250121_110348.jpg (139.27 KiB) Skoðað 1847 sinnum
Ég rúnnaði frambrúnina á hægri vængnum. Hann er núna nánast tilbúinn. Næst þarf eg að kíkja á flapsana.

- 20250121_120736.jpg (140.53 KiB) Skoðað 1847 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 24. Jan. 2025 12:33:58
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 31
Það tekur langan tíma að búa til flapsana, vegna þess að það eru svo margir hlutir í þeim, og nánast alla þarf að tálga og skera til í höndum. Svo er þetta allt límt með epoxý lími og það tekur tíma að harðna.
Hér sjást flestir hlutis sem þarf: 1,5mm krossviður, lamir, stýrishorn og tvö endarif sem þarf að saga úr prentrásaefni. Á myndina vantar 6mm kolfíber rör.

- 20250124_115112.jpg (146.16 KiB) Skoðað 1816 sinnum
Hér er búið að raða þessu öllu saman. Þessi er fyrir hægri vænginn. Nú þarf bara að gera hinn flapsann. Fyrirmyndina að þessum flöpsum fékk ég hjá
Danny Fenton.

- 20250124_115146.jpg (146.13 KiB) Skoðað 1816 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 27. Jan. 2025 13:03:18
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 32
Ég setti vinstri flapann saman.

- 20250127_102000.jpg (134.85 KiB) Skoðað 1775 sinnum
Og notaði epoxy og örperlur (microballoons) til að fylla upp að framan.

- 20250127_121003.jpg (144.31 KiB) Skoðað 1775 sinnum
Ég festi hallastýris servóin á bakkana og skrúfaði þá í vængina.

- 20250127_110702.jpg (145.15 KiB) Skoðað 1775 sinnum
Ég bjó til stangirnar fyrir flapsana. Ég lóðaði innri gaffalinn fastan, því ég kem ekki til með að hafa aðgang að honum.

- 20250127_115115.jpg (140.43 KiB) Skoðað 1775 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 28. Jan. 2025 12:21:48
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 33
Ég setti stýrishorn á hallastýrin og bjó til stýrisstöng frá servóinu. Það vantar stopprær á stöngina og svo væri ekki heimskulegt að nota gengjulím.

- 20250128_103348.jpg (143.58 KiB) Skoðað 1703 sinnum
Svo fittað ég vinstri flapann á vænginn. Þetta er allt að koma. Ég þarf að fara að íhuga klæðninguna.

- 20250128_112650.jpg (135.97 KiB) Skoðað 1703 sinnum
