Síða 4 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 3. Jan. 2009 14:14:15
eftir Árni H
Glæsilegar felgur! Maður gæti haldið að þetta væri racer...;)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 1. Feb. 2009 16:08:24
eftir Árni H
Enn er haldið áfram á Grísará:

Mynd
Árni pússar Volvohjólastell

Mynd
Mummi og Gaui með mót fyrir stélfjaðrir

Mynd
Og spá svo í málin

Mynd
Stél í fæðingu

Mynd
Gísli, Eiríkur, Helgi? Hver á hvaða putta?

Mynd
Heinrich litli leggur hönd á plóg

Mynd
Einn Stikkinn enn að komast á lappirnar

Alltaf gaman á Grísará!
Kv,
Árni Hrólfur

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 1. Feb. 2009 21:12:15
eftir Messarinn
Heil
Hvenær á að strauja Árni?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 1. Feb. 2009 21:25:13
eftir Árni H
Heil!

Húddið er orðið blátt! Þetta er alveg ljómandi litur ;)

AH

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 00:02:52
eftir jons
Í dag, einu sinni sem oftar, var haldið á Grísará með fyrstu geislum morgunsólarinnar, og þar voru tekin síðustu handtökin í Das Ugly Stik. Nú hefst bara smíði á Fokker D.VIII af fullum krafti (sá slagur er reyndar hafinn, sjá póst frá Árna fyrr í dag).

Hérna er elsku Nemó í fanginu á pabba sínum (#):
Mynd

Svona lítur kvikindið út, samansett (#):
Mynd

Og eitt montskot svona rétt í lokin (#):
Mynd

kveðjur,
Mummi.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 00:19:38
eftir Sverrir
Nemó er dálítið grimmilegur... hefði ekki verið spurning um að skella V stéli á hann ;)

Til hamingju með gripinn!

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 00:22:06
eftir gudniv
velkominn í big stik hópinn

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 11:50:13
eftir Gaui
[quote=gudniv]velkominn í big stik hópinn[/quote]
Upprunalega nafnið er DAS UGLY STIK frá Phil Kraft - Big Stik er bara nafn sem Great Planes notuðu þegar þeir fóru að selja þetta vegna þess að þeir vissu að það myndi enginn kaupa flugvél sem héti Ugly-eitthvað.

Ástæðan fyrir nafninu var að einhver sá módelið hjá Phil Kraft og sagði "This one looks like it's been hit with an ugly stick."

Ég er að leggja síðustu hönd á Kwik-Fly III frá Phil Kraft og nú vantar mig bara teikningar af Super Fli, sem er eitt af fáum módelum sem hafa verið smíðuð sem fullskala flugvél. (Palli -- áttu teikningarnar?)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 12:35:23
eftir maggikri
[quote=gudniv]velkominn í big stik hópinn[/quote]
Í prika hópinn, þessi á eftir að ógna hvíta hákarlinum þínum Gudnis, þessi er miklu grimmari, þannig að hvíti hákarlinn ætti frekar að heita Nemó.

Var ekki Nemo lítill fiskur. Flott vél hjá þér Mummi.

kv
MK

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2009 13:22:35
eftir ErlingJ
ugly stik er líka nafn á veiðistöngum hjá ...http://www.shakespeare-fishing.com/prod ... ugly.shtml