Síða 4 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 29. Mar. 2009 22:33:32
eftir Sigurjón
Datt í hug að þið hefðuð gaman af því að sjá fljúgandi 1/1
http://www.championairphotos.com/d8.html

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 3. Apr. 2009 21:29:46
eftir Gaui
Það vannst ekkert sérlega mikið í gær. Mummi límdi saman klæðninguna ofan á baki og hrygginn á Fokkernum og spreðaði síðan lími:

Mynd

Síðan setti hann 2mm balsaklæðninguna á bakið og festi hana vel niður á meðan límið þornar:

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 5. Apr. 2009 13:49:43
eftir jons
Í morgun klæddi ég svo ofan á aftari helmingnum af skrokknum:
Mynd

Og útbjó síðan næsta hluta, þríhyrninginn sem liggur á skrokkhliðinni (frá cowlingu aftur að ca. miðjum skrokk) og festi á skrokkinn:
Mynd

over and out,
Mummi.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 11. Apr. 2009 09:52:42
eftir Gaui
Mummi er hálf latur við a setja inn myndir, svo það er best ég skelli inn tveim. Við erum búnir að ákveða hvers konar mótor fer framaná græjuna og út frá teikningu af honum sjáum við að eldveggurinn getur smollið eins og flís í feita vinnukonu fyrir aftan stífu- og hjólastellsfestingarnar. Stífufestingin er að vísu 3mm aftar en hjólastellsfestingin, svo þá er bara að gera tvær plö-tur, aðra úr 3mm krossviði og hina úr 6mm krossviði og líma þær saman. Hér er Mummi að pússa til 6mm krossarann. Þynnri platan sést þar sem hún á að koma:

Mynd

Og til að líma þvær plötur saman er notað freyðilím og nokkrar þvingur:

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 12. Apr. 2009 23:11:59
eftir jons
Þar sem ég hef verið ásakaður um leti við að setja inn myndir sé ég mér ekki annað fært en að smella inn einni mynd svona rétt fyrir svefninn.

Hérna er ég búinn að líma eldvegginn á sinn stað og sparsla í samskeyti til að slétta úr skrokknum svo þetta líti nú allt vel út þegar búið er að klæða kvikindið og dópa það upp. Gatið á hliðinni er fyrir bitann sem heldur einni af vængstífunni.

Mynd

Meira síðar.
Mummi.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Maí. 2009 18:33:34
eftir jons
Jæja, komið að löngu tímabærri stöðuskýrslu.

Eins og Gaui var búinn að segja í Smíðað á Grísará þræðinum, var samsetning á miðhluta vængsins hafin:

Mynd

Ég fór í skúrinn í gær og náði einni límingu eða svo. Nú er miðparturinn langt kominn; búið að loka með krossvið og balsa milli vængbita, setja vængrörin í og fitta útsýnisraufina (eða hvað sem maður kallar þetta útskot) aftan á vænginn. Nú er fátt eftir annað en að klæða vænghlutann með balsaplötum:

Mynd

Þangað til næst,
Mummi.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Maí. 2009 18:48:10
eftir Gaui
Hérna er annað sjónarhorn á vænginn hans Mumma þar sem sést hvernig hann fittar rörið í:

Mynd

Þess má geta fyrir þá sem ekki vita það, að vængrörið er moppuskaft úr Europris og kraftpappír úr Byko ásamt góðum slatta af Z-poxy Finishing Resin.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Maí. 2009 20:23:17
eftir Björn G Leifsson
Og hvaða sleipiefni var svo notað til þess að göndullinn festist ekki í sliðrinu heldur rynni ljúflega? Vaselín eða??

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Maí. 2009 20:33:56
eftir jons
Jamm.

Álrör, vaselín, smjörpappír og síðan er kraftpappír penslaður í epoxy drullu og vafinn utan um herlegheitin.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Maí. 2009 20:38:23
eftir Gaui
Við eigum eftir að gera svona rör fyrir Árna Hrólf og þá skulum við gera nákvæma myndaröð og leiðbeiningar fyrir alþjóð.