Re: Ercoupe TF-EHA
Póstað: 21. Ágú. 2010 10:03:50
Smíðin á Ercoupe er komin í gang aftur og Sverrir spurði mig hvort ég ætlaði ekki að halda áfram að pósta á smíðaþráðinn. Það er erfitt að neita Sverri um nokkurn hlut, sérstaklega þegar hann setur upp dádýrsaugun og biður fallega:
Ég límdi plankana ofan á skrokkinn eins og leiðbeiningarnar segja til um.
Nú þarf ég að klára alls konar hluti áður en ég get haldið áfram með skrokkinn, eins og að ná mér í servó og setja stýrisstangir aftur eftir skrokknum.
Ég ákvað að líma saman kubbinn fyrir endann á skrokknum fyrst ég var að vinna við hann. Ég sagaði út þrjá 15mm kubba og límdi þá saman. Mest af þessu verður heflað í burtu seinna:
Nú vildi ég byrja á vængnum, en fyrst þurfti ég að ná mér í vængrörin sem þarf til að halda vængendunum á. Ég ákvað að nota heimagerð rör eins og ég hef búið til áður í staðinn fyrir að kaupa þau frá heitu löndunum.
Fyrsta skrefið var að finna heppilegt rör úr þunnu áli eða einhverju svipuðu. Rörið sem ég fann og er nálægt því að vera 7/8" (22mm) eins og sýnt er á teikningunni, var hluti af rúlluskafti sem ég fékk fyrir lítinn pening í Múrbúðinni.
Ég penslaði Vaselíni á rörið og rúllaði einu lagi af bökunarpappír á það. Þetta bæði kemur í veg fyrir að epoxýið festist við rörið og gerir ytra rörið nægilega rúmt fyrir það innra:
Næst klippti ég u.þ.b. metra af maskínupappír. Það er best að rúlla þessum pappír upp eins þétt og hægt er áður en maður byrjar, því þá leggst hann betur á rörið. Nú rúllar maður maskínupappírinn upp á rörið og þegar komin er ein umferð og pappírinn liggur vel og þétt að rörinu, þá getur traustur vinur byrjað að pensla epoxý kvoðuna á:
Ég notaði Zpoxy Finishing Resin og blandaði 30ml af kvoðu, 30ml af herði og 30ml af rauðspritti. Þetta ætti nokkurn vegin að þekja tæpan metra af maskínupappír. Maður penslar blönduna á pappírinn og lætur hana sogast í hann. Svo rúllar maður rörinu yfir og penslar meira. Þegar epoxýið er búið, þá er afgangurinn bara skorinn af:
Til að halda maskínupappírnum á sinum stað, þá er rörið vafið með ódýrustu gerð af málningarlímbandi:
Hér er rörið tilbúið undir herslu. Ég flýtti fyrir henni með því að leggja það á einn ofninn í skúrnum.
Þegar rörið var búið að sitja á ofninum í sólarhring var mest af límbandinu fjarlægt og ég pússaði yfir það með grófum sandpappír. Til að ná innra rörinu úr þurfti ég að skera u.þ.b. 2 sm af öðrum endanum til að ná tökum á því og svo þurfti bara að toga fast þar til rörið kom út. Til að losna við bökunarpappírinn þá er nóg að ýta honum til öðrum megin og síðan nota innra rörið til að ýta honum út um hinn endann:
Hér er mynd af rörunum tveim. Veggþykktin á innra rörinu er um 2mm og þvermál þess er 25mm:
Nú gat ég búið til götin í rifin fyrir rörið. Ég byrjaði með því að teikna götin á og síðan bora mörg göt með mjóum bor. Þá gat ég sett pússitromluna á Demelnum mínum í gegn og pússað út í rétt þvermál á gatinu:
Svo þræddi ég rifin upp á ytra rörið:
Nú get ég byrjað að líma vænginn saman.
Ég límdi plankana ofan á skrokkinn eins og leiðbeiningarnar segja til um.
Nú þarf ég að klára alls konar hluti áður en ég get haldið áfram með skrokkinn, eins og að ná mér í servó og setja stýrisstangir aftur eftir skrokknum.
Ég ákvað að líma saman kubbinn fyrir endann á skrokknum fyrst ég var að vinna við hann. Ég sagaði út þrjá 15mm kubba og límdi þá saman. Mest af þessu verður heflað í burtu seinna:
Nú vildi ég byrja á vængnum, en fyrst þurfti ég að ná mér í vængrörin sem þarf til að halda vængendunum á. Ég ákvað að nota heimagerð rör eins og ég hef búið til áður í staðinn fyrir að kaupa þau frá heitu löndunum.
Fyrsta skrefið var að finna heppilegt rör úr þunnu áli eða einhverju svipuðu. Rörið sem ég fann og er nálægt því að vera 7/8" (22mm) eins og sýnt er á teikningunni, var hluti af rúlluskafti sem ég fékk fyrir lítinn pening í Múrbúðinni.
Ég penslaði Vaselíni á rörið og rúllaði einu lagi af bökunarpappír á það. Þetta bæði kemur í veg fyrir að epoxýið festist við rörið og gerir ytra rörið nægilega rúmt fyrir það innra:
Næst klippti ég u.þ.b. metra af maskínupappír. Það er best að rúlla þessum pappír upp eins þétt og hægt er áður en maður byrjar, því þá leggst hann betur á rörið. Nú rúllar maður maskínupappírinn upp á rörið og þegar komin er ein umferð og pappírinn liggur vel og þétt að rörinu, þá getur traustur vinur byrjað að pensla epoxý kvoðuna á:
Ég notaði Zpoxy Finishing Resin og blandaði 30ml af kvoðu, 30ml af herði og 30ml af rauðspritti. Þetta ætti nokkurn vegin að þekja tæpan metra af maskínupappír. Maður penslar blönduna á pappírinn og lætur hana sogast í hann. Svo rúllar maður rörinu yfir og penslar meira. Þegar epoxýið er búið, þá er afgangurinn bara skorinn af:
Til að halda maskínupappírnum á sinum stað, þá er rörið vafið með ódýrustu gerð af málningarlímbandi:
Hér er rörið tilbúið undir herslu. Ég flýtti fyrir henni með því að leggja það á einn ofninn í skúrnum.
Þegar rörið var búið að sitja á ofninum í sólarhring var mest af límbandinu fjarlægt og ég pússaði yfir það með grófum sandpappír. Til að ná innra rörinu úr þurfti ég að skera u.þ.b. 2 sm af öðrum endanum til að ná tökum á því og svo þurfti bara að toga fast þar til rörið kom út. Til að losna við bökunarpappírinn þá er nóg að ýta honum til öðrum megin og síðan nota innra rörið til að ýta honum út um hinn endann:
Hér er mynd af rörunum tveim. Veggþykktin á innra rörinu er um 2mm og þvermál þess er 25mm:
Nú gat ég búið til götin í rifin fyrir rörið. Ég byrjaði með því að teikna götin á og síðan bora mörg göt með mjóum bor. Þá gat ég sett pússitromluna á Demelnum mínum í gegn og pússað út í rétt þvermál á gatinu:
Svo þræddi ég rifin upp á ytra rörið:
Nú get ég byrjað að líma vænginn saman.