Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Gaui »

Ég gerði það sem Sverrir lýsir á Fokke Wolf, sem Gummi er að endursmíða og það virkaði vel. Hugmyndin með segulstálið er alveg brilliant. Þá myndi ég setja rör í vænginn sem byssan smellpassar inní og hafa segulstálið í botni rörsins og á enda byssunnar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Sverrir]Gætir t.d. sett bolta upp í byssuna og svo gaddaskinnu eða eitthvað annað með skrúfgangi í vænginn.[/quote]
Já, það er góð lausn, en gegur ekki vegna brúnar á byssu sem leggst utan á væng brún. Ef ég myndi skrúfa byssuna í þá þarf ég að stækka gatið á væng brún til þess að byssan gangi inní vænginn og þá er ég búinn að veikja væng brúnina töluvert.


[quote=Gaui]Ég gerði það sem Sverrir lýsir á Fokke Wolf, sem Gummi er að endursmíða og það virkaði vel. Hugmyndin með segulstálið er alveg brilliant. Þá myndi ég setja rör í vænginn sem byssan smellpassar inní og hafa segulstálið í botni rörsins og á enda byssunnar.[/quote]
Ég ætla að þróa segul hugmyndina áfram ;)

Hvar fæ ég hentugt segulstál?

Mynd

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Eysteinn]Já, það er góð lausn, en gegur ekki vegna brúnar á byssu sem leggst utan á væng brún. Ef ég myndi skrúfa byssuna í þá þarf ég að stækka gatið á væng brún til þess að byssan gangi inní vænginn og þá er ég búinn að veikja væng brúnina töluvert.[/quote]
Gætir tekið byssuna í sundur, fest neðri partinn og haft þann efri skrúfaðann.

Mynd

Gummi gerir það svoleiðis á sinni vél ef ég man rétt. Spurning hvort hann eigi góða mynd af því?

Mynd


[quote=Eysteinn]Hvar fæ ég hentugt segulstál?[/quote]
Það ætti að vera eitthvað úrval til í Handverkshúsinu í Bolholti 4.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Messarinn »

Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Jónas J »

Góð hugmynd að setja segul í vænginn og svo bara litla skrúfu í byssuna og málið dautt ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Jónas J]Góð hugmynd að setja segul í vænginn og svo bara litla skrúfu í byssuna og málið dautt ;)[/quote]
Ég er búinn að föndra mikið með segla og að setja hann á byssuhlaupið og vænginn mun ekki virka og vera bara til eilífra vandræða.
Til að veikja ekki væng frambrúnina er best bora gat í frambrúnina og líma kubb með gaddaró innan við.það er sterkt og endist
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

Sælir allir,

Mig vantar loftventil með magnstýringu.
Þegar ég var að prófa Retract kerfið á Spitfire flugvélinni minni var mér ansi brugðið þegar hjóla stellið small upp með því líkum látum! Vil sjá hjólin fara hægt og skalalega upp :)
Endileg komið með góðar hugmyndir hér að neðan.

Svona er ventillinn sem kom með flugvélinni.
Mynd

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Setur þú ekki bara ál tappa með pínulitlu gati inní slönguna að ventlinum? Hugmynd :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

Getur líka fengið þér wheel collar eða tengiskó fyrir rafmagnsvíra og notað skrúfuna til að ýta slöngunni saman, mundu bara að slétta skrúfuendann svo hann geri ekki gat á slönguna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Ágúst Borgþórsson]Setur þú ekki bara ál tappa með pínulitlu gati inní slönguna að ventlinum? Hugmynd :D[/quote]
[quote=Sverrir]Getur líka fengið þér wheel collar eða tengiskó fyrir rafmagnsvíra og notað skrúfuna til að ýta slöngunni saman, mundu bara að slétta skrúfuendann svo hann geri ekki gat á slönguna.[/quote]
Takk fyrir þessar hugmyndir, þær eru ljómandi góðar. Ég hefði kannski átt að pósta þetta undir smíðaþræðinum mínum.

Kær kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Svara