Síða 4 af 5

Re: Twinstar

Póstað: 1. Maí. 2006 22:37:04
eftir Þórir T
Twinstar var testflogið í kvöld, byrjaði daginn á því að keyra 3 tanka í gegnum hvorn mótor. Brunaði síðan á völlinn í blíðunni sem skall á í kvöld.
Var aðeins efins um hvort að hún væri aðeins of létt að framan, en ákvað að gera ekkert í því. Enda kom á daginn að þyngdin í henni er
trúlega það sem kallast ákkúrat.
Flugtak var ekkert mál, brunaði bara af stað eins og hún hefði ekki gert annað um ævina, flaug um eins og um væri að ræða módel af fínustu gerð, rollar
fínt, var samt með hana á þeim færslum sem voru gefnar upp og svo smá D/R sem ég reyndar slökkti fljótlega alveg á.
Lendingar ekkert mál, finnur samt að mótorarnir vigta hana svoldið fram á við, en að fleyta henni inná braut er glettilega auðvelt, fékk smá golu í fyrstu flugunum en síðan logn, þegar golan var, þá kom hún bara hengd upp og mótorarnir sjá um að stjórna hæðinni. Þegar fór að lygna þá gerðist bara það
að hraðinn inn jókst þó svoldið en samt ekkert mál að eiga við hana.
Lenti ekki í því að missa út annan mótorinn nema á jörðu niðri, en með þessum tveimur .25 mótorum frá Thunder Tiger er yfirdrifið nóg afl og er ég ekki
viss um að ég myndi vilja sjá meira í henni, sbr þessa með .40 mótorunum.
Tók einhvað um 16 tanka í kvöld, þeas 8 á hvorum mótor, og bíð eftir því að geta tekið fleiri. Nú þurfið þið Maggi og Sverrir, að kýla ykkar af stað,
Ekki eftir neinu að bíða...

mbk
Tóti

Re: Twinstar

Póstað: 3. Maí. 2006 10:07:11
eftir Sverrir
Nema kannski flugvelli :P

Til hamingju gamli minn :)

Re: Twinstar

Póstað: 3. Maí. 2006 12:26:46
eftir Þórir T
Hamingjan er alfarið þín, :-)

mbk
Tóti

Re: Twinstar

Póstað: 11. Maí. 2006 01:08:34
eftir Sverrir
Ég átti víst alltaf eftir að skila inn lokaskýrslu ;)

Flýgur ansi skemmtilega á tveimur OS .25 FP og ekki hægt að kvarta yfir neinu í því sambandi. Lýsingin hans Tóta hér að ofan er ansi góð og hef ég ekki miklu við hana að bæta en þó einu.

Fékk nefnilega að fljúga henni á einum mótor þegar annar fór í verkfall í loftinu og var það ekkert mál þó hún væri örlítið þyngri í stýri.

Re: Twinstar

Póstað: 31. Júl. 2006 21:19:37
eftir Sverrir
Mynd

Re: Twinstar

Póstað: 31. Júl. 2006 23:14:46
eftir Þórir T
þið eruð klikkaðir... skrítið að þið séuð ekki búnir að setja Lödu Samara station á flot og smella henn upp!!!

Re: Twinstar

Póstað: 31. Júl. 2006 23:15:42
eftir Sverrir
Fyrst þú nefnir það... :rolleyes:

Re: Twinstar

Póstað: 31. Júl. 2006 23:17:50
eftir Þórir T
Á þetta ekki að fara undir smáauglýsingar: Flugmódelfélag Suðurnesja óskar eftir Lödu Samara í góðu lagi (sénsinn)

þarf ekki að vera á góðum dekkjum....

Re: Twinstar

Póstað: 31. Júl. 2006 23:23:04
eftir Sverrir
Mynd

btw. þetta er 1/4 skali

Re: Twinstar

Póstað: 28. Sep. 2006 00:23:27
eftir Sverrir
Nokkrar myndir af Twinstar má sjá hér.

Mynd