Takk fyrir ábendinguna Hrannar -- var ekki búinn að sjá þennan.
Ég ætla nú samt að halda mig við tústrókara -- ég kann betur við þá. Venjulegi útreikningurinn er að bæta við 1/3 í rúmtaki frá tvígengis í fjórgengis, svo að .52 fjórgengis er sambærilegt við .40 tvígengis.
Heinkel He 111 F8+GM
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ekki málið Gaui minn, bara gaman að sjá smíðina á Heinkel komna aftur í réttan gír, og endilega leyfðu okkur að fylgjast með, c.a. 90% okkar félaga í Módelsmiðjunni eru eitilharðir seinniheimstyjaldarflugdellukallar, og þó að bara ég pósti, þá máttu reikna með a.m.k 10 öðrum löggiltum félögum MSV að fylgjast með
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er búinn að vera að setja mótorfestingarnar saman. Þær byrjuðu líf sitt sem einfaldir kassar, en síðan fór einfaldleikinn til fjalla og flækjustigið jókst svo um munaði.
Hugmyndin hjá hönnuðinum er að líma ramma á kassana og síðan setja þétt frauðplast á milli. Svo sker maður plastið til og setur glerfíber utanum allt saman og þá er skinnið á mótorfestingarnar komið. Ég notaði skurðarbogann okkar Árna til að skera frauðplastið í réttar þykktir. Ég bara setti undir vírinn þar til hann var í réttri hæð frá borðinu og renndi síðan frauðplastinu eftir borðplötunni. Rafmagnið til að hita vírinn kemur frá 14 V orkugjafa sem ég nota til að tengja hleðslutækið mitt:
Það var svosem ekki mikið mál að líma rammana og frauðið á botn mótorfestinganna:
Og þegar búið var að skera í burtu allt sem ekki líktist mótorfestingu, þá leit þetta svona út:
En þá var komið að erfiða partinum. Efri hlouti mótorfestinganna þarf að vera laus og því má ekki líma rammana fasta. Þess vegna byrjaði ég á því að skrúfa nef-hringinn á eins og á að gera og svo setja frauð og ramma til skiptis. Hér er fyrsta frauð og ramma samlokan komin á:
Og eftir langa og leiðinlega samsetningu þar sem ég þurfti að láta límið á hverri frauð/ramma samsetningu að taka sig áður en ég gat haldið áfram, þá líta mótorfestingarnar svona út:
Nú þarf þetta að fá að harðna alveg áður en ég byrja að skera þetta til og set aftari hlutann á. Hann gengur utan um frambrúnina á vængnum og þarf að vera laus á, alla vega að hluta, til að hægt sé að komast að tankinum, þannig að nú þarf ég að skoða teikningarnar vandlega og lúslesa leiðbeiningarnar til að komast að því hvað kallinn var að hugsa. Ég læt ykkur vita hvernig gengur.
Hugmyndin hjá hönnuðinum er að líma ramma á kassana og síðan setja þétt frauðplast á milli. Svo sker maður plastið til og setur glerfíber utanum allt saman og þá er skinnið á mótorfestingarnar komið. Ég notaði skurðarbogann okkar Árna til að skera frauðplastið í réttar þykktir. Ég bara setti undir vírinn þar til hann var í réttri hæð frá borðinu og renndi síðan frauðplastinu eftir borðplötunni. Rafmagnið til að hita vírinn kemur frá 14 V orkugjafa sem ég nota til að tengja hleðslutækið mitt:
Það var svosem ekki mikið mál að líma rammana og frauðið á botn mótorfestinganna:
Og þegar búið var að skera í burtu allt sem ekki líktist mótorfestingu, þá leit þetta svona út:
En þá var komið að erfiða partinum. Efri hlouti mótorfestinganna þarf að vera laus og því má ekki líma rammana fasta. Þess vegna byrjaði ég á því að skrúfa nef-hringinn á eins og á að gera og svo setja frauð og ramma til skiptis. Hér er fyrsta frauð og ramma samlokan komin á:
Og eftir langa og leiðinlega samsetningu þar sem ég þurfti að láta límið á hverri frauð/ramma samsetningu að taka sig áður en ég gat haldið áfram, þá líta mótorfestingarnar svona út:
Nú þarf þetta að fá að harðna alveg áður en ég byrja að skera þetta til og set aftari hlutann á. Hann gengur utan um frambrúnina á vængnum og þarf að vera laus á, alla vega að hluta, til að hægt sé að komast að tankinum, þannig að nú þarf ég að skoða teikningarnar vandlega og lúslesa leiðbeiningarnar til að komast að því hvað kallinn var að hugsa. Ég læt ykkur vita hvernig gengur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Þetta er flókið það er satt en ég get ekki ímyndað mér að þér finnist þetta leiðinlegt Gaui þar sem þú telst nú ekki til byrjanda í flugmódelsmíði og þessir mótorbúkkar eru magnaðir massífir og þrælsterkir
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Heinkel He 111 F8+GM
þetta bleika einangrunarplast, fylgdi það með eða fæst þetta hér?
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég fékk þetta plast í Bykó
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég náði í þessa plötu í Húsó fyrir mörgum árum. Hún hefur nýst í margt, ekki sýst sem undirlag þegar verið er að gera eitthvað skemmtilegt, eins og hefla og pússa eða sprauta eða svoleiðis.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Nú er ég búinn að líma niður næstum allt frauð sem ég held ég þurfi, nema loftinntak hægra megin á báðum mótorfestingum, og búinn að gróf forma þær. Ég þarf að tálga smá í viðbót og svo þarf ég að fara að grafa upp sandpappírslagerinn minn og byrja að pússa.
Ég stillti annarri mótorfestingunnu upp á vængmiðjuna til að sjá hvernig þetta kemur út. Módelið stækkar ört:
Sjáumst seinna, líklega löðrandi í bleiku ryki.
Ég stillti annarri mótorfestingunnu upp á vængmiðjuna til að sjá hvernig þetta kemur út. Módelið stækkar ört:
Sjáumst seinna, líklega löðrandi í bleiku ryki.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu ef ég segi að mér finnist ekkert sérstaklega gaman að tálga og pússa bleikt frauðplast. En þetta var nokkuð sem þurfti að gera. Annað sem ég þurfti að gera var að búa til tvo nýja N3 ramma. Teikningarnar sýna fjóra, en bara tveri komu með í kittinu. Tvo á að líma ofan á kassana fyrir tankana, en hinir tveir eiga að fylgja lokinu. Þessa tvo sem vantaði bjó ég til úr 4mm krossviði og límdi þá ofan á kassana. Götin í römmunum eru 1/4", eða 6,4mm, en ég átti bara 6mm díla, svo ég fyllti í götin með balsa og boraði ný 6mm göt.
Nú gat ég pússað allt niður og síðan notað Red Devil fylli til að reyna að fá hlífar og lok slétt. Ég vissi að þetta yrði aldrei fullkomið, svo ég lét með nægja ANG, eins og húsasmiðir segja (andskotans nógu gott).
Rásin þar sem útblásturgreinarnar koma er klædd með 0,8mm krossviði til að fá þær beinar og sléttar:
Og þá var hægt að byrja á glerfíbernum. Ég á smávegis af kolfíbertægjum, svo ég setti þær aftaná þar sem kæliloftið af mótornum kemur út. Í leiðbeiningunum segir að maður skuli setja tvö lög af 3oz. glerfíber, en ég á ekki svo þykkan fíber, svo ég set bara þrjú lög af því sem ég á og vona að það verði nóg.
Og hérna er komið eitt lag af glerfíber á allt frauðið:
Óhöppin gerast við og við og tungan aftur úr annarri mótorfestingunni brotnaði af þegar ég var að pússa og skera frauðplastið. Ég stóðst freystinguna að líma hana á aftur, því líkurnar segja að hún brotni bara af aftur seinna. Ég reyni að splæsa hana á einhvern vegin þegar kemur að því að líma mótorfestingarnar á vænginn:
Nú gat ég pússað allt niður og síðan notað Red Devil fylli til að reyna að fá hlífar og lok slétt. Ég vissi að þetta yrði aldrei fullkomið, svo ég lét með nægja ANG, eins og húsasmiðir segja (andskotans nógu gott).
Rásin þar sem útblásturgreinarnar koma er klædd með 0,8mm krossviði til að fá þær beinar og sléttar:
Og þá var hægt að byrja á glerfíbernum. Ég á smávegis af kolfíbertægjum, svo ég setti þær aftaná þar sem kæliloftið af mótornum kemur út. Í leiðbeiningunum segir að maður skuli setja tvö lög af 3oz. glerfíber, en ég á ekki svo þykkan fíber, svo ég set bara þrjú lög af því sem ég á og vona að það verði nóg.
Og hérna er komið eitt lag af glerfíber á allt frauðið:
Óhöppin gerast við og við og tungan aftur úr annarri mótorfestingunni brotnaði af þegar ég var að pússa og skera frauðplastið. Ég stóðst freystinguna að líma hana á aftur, því líkurnar segja að hún brotni bara af aftur seinna. Ég reyni að splæsa hana á einhvern vegin þegar kemur að því að líma mótorfestingarnar á vænginn:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði