Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...
Póstað: 10. Nóv. 2011 20:52:49
Í gær fékk ég sendingu með Telemetry kit frá Sussex Model Centre.
Í pakkanum var GPS, tveir hitanemar, einn magnetiskur RMP nemi, einn optískur RPM nemi og einn hæðarskynjari fyrir bensíntank (glóðareldsneyti). Einnig örlítið samtengibox. Allt einstaklega nett.
Ég tengdi þetta saman áðan og prófaði bæði inni og fyrir utan húsið. Hitaneminn reyndist furður réttur og bar vel saman við aðra mæla inni og utan á húsinu. GPS fann hnitin nánast alveg strax og má lesa þau í sendinum ásamt hraða og hæð. Húsið virðist vera í 120m hæð sem er nokkuð rétt, en á 0-2 km hraða sem ég vissi ekki um. Sendirinn sýnir einnig rétta dagsetningu og tíma sem ber upp á sekúndu saman við atómklukkuna í Englandi. GPS neminn er nú úti í glugga og virkar vel þar.
Allt virkaði strax án nokkurra vandræða. Ég hef þó hvorki prófað RPM nemana né bensínmælinn.
Samtengiboxið mitt er þetta svarta (HTS-SS). Einnig er til svokallað blátt box sem ætlað er fyrir rafmagnsflugvélar og má þá tengja við það t.d. straumnema til að mæla amperin inn á mótorinn.
---
Einnig var í pakkanum lítið tæki sem líkist digrum USB minnislykli eða 3G pung. Þetta er viðtæki sem stungið er í ferðatölvu. Það nemur merki frá sendinum með öllum fjarmæli eða telemetry upplýsingunum. HTS-NAVI heitir það. Á skjá tölvunar er þá hægt að fylgjast með ferðum módelsins á korti, eða lesa öll mæligildin á skjánum, og jafnvel geyma þau fyrir seinni tíma úrvinnslu.
Þetta á HTS-NAVI ég eftir að prófa.
---
http://www.hitecrcd.com/products/aircra ... telemetry/
Í pakkanum var GPS, tveir hitanemar, einn magnetiskur RMP nemi, einn optískur RPM nemi og einn hæðarskynjari fyrir bensíntank (glóðareldsneyti). Einnig örlítið samtengibox. Allt einstaklega nett.
Ég tengdi þetta saman áðan og prófaði bæði inni og fyrir utan húsið. Hitaneminn reyndist furður réttur og bar vel saman við aðra mæla inni og utan á húsinu. GPS fann hnitin nánast alveg strax og má lesa þau í sendinum ásamt hraða og hæð. Húsið virðist vera í 120m hæð sem er nokkuð rétt, en á 0-2 km hraða sem ég vissi ekki um. Sendirinn sýnir einnig rétta dagsetningu og tíma sem ber upp á sekúndu saman við atómklukkuna í Englandi. GPS neminn er nú úti í glugga og virkar vel þar.
Allt virkaði strax án nokkurra vandræða. Ég hef þó hvorki prófað RPM nemana né bensínmælinn.
Samtengiboxið mitt er þetta svarta (HTS-SS). Einnig er til svokallað blátt box sem ætlað er fyrir rafmagnsflugvélar og má þá tengja við það t.d. straumnema til að mæla amperin inn á mótorinn.
---
Einnig var í pakkanum lítið tæki sem líkist digrum USB minnislykli eða 3G pung. Þetta er viðtæki sem stungið er í ferðatölvu. Það nemur merki frá sendinum með öllum fjarmæli eða telemetry upplýsingunum. HTS-NAVI heitir það. Á skjá tölvunar er þá hægt að fylgjast með ferðum módelsins á korti, eða lesa öll mæligildin á skjánum, og jafnvel geyma þau fyrir seinni tíma úrvinnslu.
Þetta á HTS-NAVI ég eftir að prófa.
---
http://www.hitecrcd.com/products/aircra ... telemetry/