Þetta verkefni er ekki flókið, en best væri ef nokkrir hjálpuðust að við að leysa það. Við eigum nefnilega sérfræðinga og laghenta menn á mörgum sviðum. Þegar búið er að setja upp vefmyndavél á einum módelflugvelli, þá er leikur einn að bæta við myndum frá vefmyndavélum á öðrum flugvöllum.
Aðstæður geta verið mjög mismunandi. Við reiknum með að hvorki sé ramagn né internetsamband á viðkomandi flugvelli, við viljum að myndavélin sé ódýr, við viljum helst fá fjarskiptasambandið fyrir lítið sem ekkert og sama er að segja um rafmagnið og vefhýsinguna.
Við höldum okkur við Hamranesflugvöll sem fyrsta áfanga:
1) RAFGEYMIR
Í húsinu er lagt fyrir 12V rafmagn og einhvern tíman vorum við að burðast með gamlan stóran bílrafgeymi sem við fórum með reglulega í bæinn til hleðslu. Við þurfum að fá okkur góðan rafgeymi af þeirri gerð sem ætlaður er fyrir neyslurafmagn en ekki bíla. Björn Geir vill gjarnan styrkja okkur. Við vorum með rafgeyminn okkar undir húsinu. Mikilvægt er að vera með öryggi (stofnvar t.d. 30A) nærri rafgeyminum áður en vírarnir frá honum fara inn í húsið. Þetta er til að koma í veg fyrir íkviknun ef skammhlaup verður í 12V lögnum. Ekki væri verra að smíða góðan kassa fyrir fargeyminn úr t.d. vatnsheldum krossvið, eða finna hæfilegan plastkassa,
2) SÓLARRAFHLAÐA
Ég á að eiga sólarrafhlöðu í geymslu í sveitinni. Hún hleður mest 3A og gefur frá sér mest 17V og er því kölluð 50W. Stærðin gæti verið um það bil 40cm x 100 cm Ég þarf að muna eftir að taka hana með næst þegar ég á leið í sveitina. Það þarf að ákveða henni stað á húsinu. Annað hvort uppi á þakinu eða ofarlega á suðurgaflinum, þ.e. þeim sem snýr að gámnum. Sólarsellan á að snúa sem næst í sólarátt þegar sólin er hæst á lofti, en það er um klukkan 13:30. Síðan þarf að miða við „meðal“ sólarhæð yfir árið, og mætti etv miða við sólarhæð á vor- og haustjafndægri. Nú væri gott að fá aðstoð frá einhverjum sem gæti tekið að sér að smíða festigrind sem með þarf.
3) HLEÐSLUSTÝRING
Við þurfum að ná okkur í hleðslustýringu sem ver rafgeyminn. Góð hleðslustýring hleður í byrjun við tiltölulega háa spennu (rúmlega 14V) en lækkar síðan spennuna niður í viðhaldsspennu (13,8V) þegar hann er fullhlaðinn. Rafmagnstækin sem tengjast rafgeyminum tengjast í gegn um hleðslustýringuna, en ekki beint við rafgeyminn. Þannig getur hleðslustýringin frátengt allt álag (öll tengd rafmagnstæki) rétt áður en geymirinn er orðinn tómur (spennan um 11,5V), og þannig hindrað að hann skemmist.
Skorri selur ýmsar gerðir og kostar þá ódýrasti sem er án mæla kr. 10.900.
4) GSM SÍMI
Við þurfum að komast yfir gamlan GSM síma með Android stýrikerfi. Menn hafa prófað ýmsa og er listi yfir þá hér:
http://www.me-systeme.de/forum/hardware ... -t131.html
Svo má ekki gleyma spjallsíðunni:
http://www.me-systeme.de/forum/opensmartcam-f16/
5) FORRIT Í SÍMANN:
Í símann þarf að setja sérstakt App sem góður maður úti í heimi hefur búið til og gefur okkur. Þetta App sér um að taka mynd með ákveðnu stillanlegu millibili og senda á vefslóð. Sunir stilla tímann á 10 mínútur til að minnka símakostnaðinn og stilla jafnframt Appið þannig að það sendi ekki myndir eftir myrkur. Appið má sækja hér:
http://www.appbrain.com/app/mobilewebca ... bilewebcam
6) HLEÐSUTENGING AÐ SÍMANUM:
Menn hafa prófað að hlaða innbyggða batteríið í símanum í gegn um USB tengið, en það virðist hafa gefið betri raun að nota 12V/4,20V spennugjafa sem tengist batteríinu beint.
7) UMBÚÐIR:
Það má gjarnan koma símanum fyrir í kassa, sérstaklega ef hann er hafður utanhúss. Kassa má jafnvel fá hjá Smith og Norland, Rönning, o.s.frv., eða kaupa hér:
http://www.me-systeme.de/catalog/ip-cam ... c-216.html
Einnig:
http://www.instructables.com/id/GSM-And ... or-webcam/
http://www.instructables.com/files/orig ... CVGKS8.pdf
8) TILBÚIN GRÆJA:
Ef menn vilja, þá er hægt að kaupa endurnýttan GSM síma með Appi sem búið er að ganga frá í kassa og og er því tilbúinn í leikinn. Kostar 235 Evrur hér:
http://www.me-systeme.de/catalog/ip-cam ... c-216.html
9) VEFSÍÐAN:
Nú er að koma þessu inn á vefsíðu. Það er ekki flókið. Það eru reyndar tveir aðilar sem leyfa ókeypis aðgang fyrir fáeinar myndir í takmarkaðan tíma (
http://www.me-systeme.de/catalog/osc-se ... p-809.html https://sensr.net/ ). Miklu berta er þó að setja upp eigin vefsíðu á eigin vefsetur. Hugbúnaður fyrir slíkt (html, php, ...) er á netinu nánast tilbúinn til notkunar. Sjá
http://www.appbrain.com/app/mobilewebca ... bilewebcam
http://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=950933
Hér kemur auðvitað Sverrir í hugann sem mikill kunnáttumaður á þessu sviði. Ef til vill mætti hýsa þessa síðu á Fréttavefnum?
10) FJARSKIPAMÁLIN:
Varðandi fjarskiptamálin þá höfum við Björn Geir rætt um að hafa samband við lítið fjarskiptafélag þar sem við þekkjum aðeins til, og bjóða þeim samstarf. Við fengjum GSM áskrift gegn því að vera með auglýsingu frá þeim á síðunni. Við þurfum ekki 3G eða 4G, 2G (GPRS) nægir ef það er ódýrara eða ef síminn er bara með það.
---
Þetta var sem sagt gróf 10 skrefa lýsing. Ef við einbeitum okkur að einum velli í byrjun, þá verður fljótlegt og lítið mál að bæta við fleiri völlum þar sem hvorki er nettenging né rafmagn, og enn minna mál ef hvort tveggja er til staðar.
Þessi stóra sólarrafhlaða og stóri rafgeymir er auðvitað miklu meira en þarf fyrir þessa vefmyndavél, en við stefnum að því að eiga einhvaja afgangsorku fyrir eitthvað annað...
Skemmtilegast væri að hafa þetta allt á sömu vefsíðunni jafnvel ásamt veðurupplýsingum frá nálægri sjálfvirkri veðurstöð.
Auðvitað er ekkert að því að byrja að undirbúa strax vefmyndavélar á öðrum flugvöllum.
Nú, ekki má gleyma því að sumir hafa tengt hreyfiskynjara við myndavélina sem þá tekur myndir þegar einhver er nærri skynjaranum. Þannig má vakta húsið.