Síða 4 af 4

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 16. Feb. 2012 01:04:25
eftir Pitts boy
Já ég mundi prufa stýringuna fyrst ef eg væri þú.Með fræsaranum sem þú ert með. Getur svo seinna fært búnaðinn yfir í annan fræsara ef þér sýnist svo.Hjá mér var mjög auðvelt að setja þetta í fræsarann.
Ég læt Mach3 bara sökkva og kveikja á fræsaranum ennþá, en það á ekki að vera stór mál ad láta Mach stýra hraðanum líka.

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 16. Feb. 2012 10:34:13
eftir Björn G Leifsson
Hvernig er skynjaranum komið fyrir í/á fræsaranum?

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 16. Feb. 2012 11:43:59
eftir einarak
[quote=Björn G Leifsson]Hvernig er skynjaranum komið fyrir í/á fræsaranum?[/quote]

Maður þarf að setja dropa af hvítri málningu á spindilinn eða róna eða einhversstaðar þar sem maður kemst að og ljósneminn er svo látinn nema þar við

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 16. Feb. 2012 13:45:25
eftir Pitts boy
Ég Gerði þetta svona.
Málaði fyrst öxulinn svartan og svo eins og Nafni minn segir hvítan blett ca 1/4 af hringnum.
Mynd

Það fylgdi glært rör með sem ég festi ofan á kola kölduna, þannig skynjarinn er að horfir á milli Stator-sins og legunar. (alveg í friði fyrir ryki og skít sem getur farið í augun á honum með tilheirandi sjónleysi :) )
Tengdi framhjá hraðastýringunni sem er innbygð í fræsarann. (Jumper á milli, brúni vírinn á myndinni)
Mynd

Læt svo fylgja með eina af hitaskynjaranum sem ég kom fyrir upp við vafningana inni í fræsaranum.
Mynd

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 22. Feb. 2012 22:31:39
eftir Tryggvistef
Verð að segja að frágangur á öllum rafbúnaði er ansi góður hjá þér. Þetta er eitthvað sem að ég mætti taka mér til fyrirmyndar, á ennþá eftir að ganga frá mínum snúrum og stýringum.
Hvaða CAM forrit ertu að nota annars?
Hefur þú eitthvað reynt að mæla nákvæmnina eða hversu góð endurtekningin er? semsagt fara úr einum punkti í annan og síðan aftur í sama punkt?
Ég þarf síðan að fara græja hraðstýringar og fá mér nýjann fræs/spindil. En næst á dagskrá er að læra að fljúga flugvélinni minni og smíða quadrocopter sem að ég er að hanna núna.

kv. Tryggvi

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 23. Feb. 2012 00:25:10
eftir Pitts boy
Sæll Tryggvi.
Já þetta er mjög spennandi verkefni svona CNC dæmi.
Ég hef reynt að ganga eins vel frá rafmagninu eins og kostur er. Brenndi mig nefnilega á því þegar ég var að byrja að prufa mig áfram að ég var að fá fullt af truflunum (noise) milli kappla sem olli mér miklum vandræðum sérstaklega með endastoppsrofa og sjálfvirkar núllstillingar á tönninni. (borðið var að stoppa í tíma og líka í Ó-tíma :) )Þannig það skiptir mjög mikklu máli að vera með skermaða kapla sérstaklega á öllum skynjara lögnum.
Ég er að nota Rhino CAD til að teikna, Rhino CAM til að búa til G-cóðan og Mach-3 til að stýra borðinu.
Ég keypti mér LazyCam með Mach-3 en það reyndist ekki peningana virði :( .
Eins og ég hef sagt frá hér áður er CAD teikningin erfiðasti hjallurinn fyrir mig lærð eitthvað smávegis á Autocad fyrir mörgum árum en fann engan tilgang þá til að nýta mér það en núna rekur áhuginn mann áfram og ég fer að verða þokkalegur í að teikna :) .
Já ég hef mælt með míkróklukku nákvæmnina í færslum og hún var mjög nákvæm (er ekki með tölurnar á tæru en var sáttur) þá er ég að tala um í fríu rennsli fram og til baka, er ekki nógu sáttur við smá sveigju sem myndast á Y og Z ásunum undir átaki og vípringinn sem ég hef nefnt áður, en nýju legurnar voru að detta í tollinn í dag og þá er bara að finna sér tíma til að hanna Y og Z færslu ásana upp á nýtt.