Skywalker 5.1

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Gaui »

Það gildir líklega það sem viðkomandi tollari nennir að gera. Þeir eru með undarlega mismunandi starfsaðferðir og -reglur. Stundum er maður heppinn, eins og Teddi vinur okkar, sem pantaði risastóra Cessnu og mótor í hana frá Kína og fékk hana bara inn um dyrnar hjá sér án þess að borga eina einustu krónu í toll. Og um daginn pantaði ég nokkrar 3mm festingar frá Toni Clark í Þýskalandi, sem hann sendi í fóðruðu umslagi. Ég þurfti að borga um 1800 kall í toll og meðferðargjald, sem var meira en ég borgaði fyrir festingarnar og sendinguna til landsins.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Naunau, ég fann 600mw 5.8GHz video sendir á HobbyKing með CE merki á sendinum sjálfum!

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... 00mw_.html

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Gaui »

Það skemmtilega við Kínverjana er að þeir bera enga virðingu fyrir regluverki annarra þjóða. Stundum setja þeir CE merkinguna á vegna þess að þeir eru að fara í einu og öllu að þeim stöðlum sem settir eru í Evrópu, en stundum setja þeir þetta á sem skammstöfun fyrir China Export.

Fljótt á litið á myndinni fyrir ofan, þá virðist þetta vera Conformité Européenne merkingin.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir hrafnkell »

Kínverjarnir eiga líka oft rúllur af CE límmiðum sem þeir setja á ef maður biður um það :)
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Haraldur »

Maður gerir ekki kópíur nema afrita allt. ;)
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Ég tók í sundur 1.1-1.3GHz Patch Antenna og fór eftir leiðbeiningum IBCrazy að optimiza loftnetið á 1.280GHz. Það var áður optimizað á 1.160GHz

Mynd
Mynd

Skv. honum þá ætti þetta að þrefalda virknina, þ.e. ég ætti að ná að fljúga 3x lengra út en áður.

Mjög áhugavert, en platan er smá beygluð eftir að ég trimmaði hana, spurning hvort það sé bara betra að kaupa nýja plötu sem er ákkúrat í réttri breydd/hæð.

Alltaf gaman að sjá hvað loftnet skipta miklu máli í FPV, en ekki öflugur sendir.

Hlekkur á leiðbeiningar IBCrazy:
http://fpvlab.com/forums/showthread.php ... =1#post545

Notebene, ég hef flogið 3km út án þess að fá truflarnir í video merkið. Hinsvegar hef ég fengið mikið af truflunum þegar ég flaug nálægt Esjunni, þar sem merkið var að endurkastast á fjallinu. Vonandi mun þessi breyting minnka þær truflarnir.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Þórir T »

Þetta lofar góðu hjá þér, ég er með 11db duck antenna, ætli það verði of lítið?


ps var að fá í hús það sem er búið að vera týnt síðan í febrúar hjá póstinum, svo nú fer einhvað að gerast mín megin!
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Hmm, ég skil ekki allveg hvernig það getur verið 11dbi ef það er ekki stefnuvirkt. Ætli það sé mjög flatur hringur sem nær langt í allar áttir en ekki mjög hátt?

Patch antenna sem ég á er 8dbi.

Það er oft stór misskilningur að hærra dbi sé betra, það gerir loftnetið bara meira stefnuvirkt í ákveðna átt eða í ákveðnu shape. Hvar keyptiru það? :)

Hérna er annars link á patch antenna sem ég keypti:
http://www.readymaderc.com/store/index. ... cts_id=196

Radiation pattern:
Mynd
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Þórir T »

Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Ok kúl, sá í discussion að hann er góður fyrir long-range, en ekki þegar þú ert nálægt, yfir loftnetinu eða hátt uppi. Eins og mig grunaði þá er þetta líklega mjög flatur hringur, sem gefur 11 dbi.

En það er víst ein leið til að finna út, fara fljúga! :D Hlakka til að sjá hvernig þetta mun ganga hjá þér. Endilega keep me posted!
Svara