20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11595
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Sverrir »

[quote=kpv]Já fyrirgefðu Sverrir, hef heyrt þetta frændatal hjá Hrannari. [/quote]
Svo eru við ~sjömenningar Kristján en það á víst við um ansi marga! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11595
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrir punktar sem ber að hafa í huga.

* * * * *

Smellið á myndina til að stækka hana.
Mynd

Ef veðurspáin gengur eftir þá notum við löngu flugbrautina(Heimsendi-Skógarendi) á laugardaginn og svo hina á sunnudeginum. Hafið hins vegar í huga að skjótt skiptast veður svo farið öllu með gátt þegar ekið er fram hjá brautarendunum(fjólubláa línan).

Þegar komið er á svæðið þarf að huga að því hvar bílnum er lagt, þeir sem eru komnir til að fljúga leggja bílnum á græna svæðinu ásamt þeim sem eru með blá P merki eða aðrar löglegar ástæður. Aðrir eru beðnir um að leggja á bláa svæðinu fyrir aftan grasmönina. Ef þessi svæði fyllast þá munum við opna inn á gula veginn og þá er hægt að leggja þar í kantinum. Vinsamlegast ekki leggja í hringtorginu.

Farið að hvíta vagninum og skráið ykkur áður en lengra er haldið, þeir sem eru enn á 35 mhz athugið að kanna hvort fleiri eru á ykkar tíðni hjá skrásetjara. Ekki má kveikja á 35 mhz sendum nema viðkomandi sé með sína klemmu á tíðnispjaldinu.

Tjald verður á svæðinu(rauður kassi) en það er meira hugsað sem skjól ef úrhelli gerir, menn eru hvattir til að fjárfesta í segldúk til að skýla módelunum en 6m2 dúkar hafa t.d. fengist í Europris á ca. 2.000 krónur. Appelsínugula svæðið er hugsað fyrir samsett flugmódel á milli fluga og verður stúkað af.

Módel skulu gangsett á svæðinu sem afmarkast af rauðu og gulu brotalínunni. Þar verða rafgeymar sem hægt verður að nota. Þeir sem eru með glóðareldsneyti skulu EKKI keyra mótorana upp á malbikinu heldur á; gangsetningarborðum, steypunni á gangsetningarsvæðinu, á grasinu fyrir flugtak eða með því að lyfta módelinu af malbikinu og keyra það upp í a.m.k. 60 cm hæð yfir jörðu. Ef þyrlur verða á svæðinu þá eru flugmenn þeirra beðnir um að tala við Sverri um þau mál.

Ljósbláu kassarnir eru svæðin sem flugmenn skulu standa á hverju sinni og er miðað við að standa skuli sem næst brautarenda sem í notkun er. Flugmenn skulu vera með aðstoðarmann með sér. Athugið að hægri umferð gildir á brautunum, t.d. ef Heimsendi er í notkun skal módelinu ekið meðfram brautarkantinum sem er á hægri hönd flugmanns sem labbar út eftir og eins þegar módel er á leið að pitti. Ef módel er í akstri út að brautarenda og lending er yfirvofandi skal fjarlægja módelið af brautinn ef þess er kostur.

Eftir að flugi lýkur skal drepið á módeli áður en farið er inn á gangsetningarsvæðið!


Langar einnig að biðja menn um að kynna sér reglur þær sem gilda á Arnarvelli og þá sérstaklega um loftrýmið.

Mynd


Klósett verður á svæðinu en ekkert rennandi vatn, það verður staðsett við geymslugáminn sem stendur við hringtorgið. Eins og á öðrum flugkomum þá eru veitingar í boði Flugmódelfélags Suðurnesja. Þeir sem hafa hug á að gista á svæðinu þurfa að staðfesta það við Sverri fyrir kl.18 fimmtudaginn 31.maí nk.

Athugið að ég mun ekki svara símanum fimmtudaginn 31.maí frá kl.11 til 19. Ef þið ætlið að staðfesta á því tímabili hafið þá samband við Magga í síma 861 9314.


Minni einnig á afmælismatinn á laugardagskvöldið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11595
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Sverrir »

Þetta er komið upp á brúna skúrinn svo menn þurfa ekki að leggja þetta á minnið!
Mynd

Einnig er þetta fína tjald komið upp.
Mynd

Fékk að eyða smá í dag! :D
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Jónas J »

Þetta lítur mjög vel út hjá ykkur ;) og ekki er spáin að svíkja ykkur því það er spáð rjómablíðu alla helgina eins og ég spáði :D
Mynd
Góða skemmtun :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Gauinn »

Þetta verður bara gaman! Kem á fornbílnum / húsbílnum mínum og stefni á að koma snemma og vera lengi.
Ef farið er út í ættfræði, þá erum við "Lúlli" mæðrasynir :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Spitfire »

Jæja strumparnir mínir eins og ferðafélagi minn myndi segja, nú skal yfirgefa fjörðinn fagra og setja kúrsinn suður á bóginn...
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Páll Ágúst »

Er einhver með laust sæti til Höfuðborgarsvæðisins sem ætlar að vera kominn þangað um kl. 17? Búinn að redda mér á völlinn en þarf að komast heim fyrir mat :) Sverrir, ég ræði matinn við þig út á velli á morgun :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Páll Ágúst]Er einhver með laust sæti til Höfuðborgarsvæðisins sem ætlar að vera kominn þangað um kl. 17? Búinn að redda mér á völlinn en þarf að komast heim fyrir mat :) Sverrir, ég ræði matinn við þig út á velli á morgun :)[/quote]

Sæll Páll,

Ég er með laust sæti heim og þú ert velkominn með mér. Ég þarf að sækja frú Sigríði sem ætlar að eiga gott kvöld með mér á Hótel Keflavík ;)

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11595
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Eysteinn]
Sæll Páll,

Ég er með laust sæti heim og þú ert velkominn með mér. Ég þarf að sækja frú Sigríði sem ætlar að eiga gott kvöld með mér á Hótel Keflavík ;)

Kær kveðja,[/quote]

Fær hún ekkert að borða???

[quote=Eysteinn]Ég og Jón V. Péturs mætum :)

Kveðja,[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Sverrir][quote=Eysteinn]
Sæll Páll,

Ég er með laust sæti heim og þú ert velkominn með mér. Ég þarf að sækja frú Sigríði sem ætlar að eiga gott kvöld með mér á Hótel Keflavík ;)

Kær kveðja,[/quote]

Fær hún ekkert að borða???

[quote=Eysteinn]Ég og Jón V. Péturs mætum :)

Kveðja,[/quote][/quote]

Jú jú, auðvitað fær hún að snæða með okkur. Þau hjá Hótel Keflavík eru búinn að græja það fyrir okkur ;)


Kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Svara